Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 137

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 137
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 137 rannveig traUStadÓttir, Hanna BJörg SigUr JÓnSdÓttir og Helgi þÓr gUnnarSSon niðurstöður Niðurstöðurnar draga upp mynd af barnæsku og uppvexti ungmennanna sem tóku þátt í rannsókninni með áherslu á það hvernig þau skilja sig sjálf og sínar aðstæður. Niðurstöðurnar byggjast á frásögnum ungmennanna og við leitumst við að leyfa röddum þeirra að njóta sín þar sem þau lýsa reynslu sinni af fjölskyldulífi, skóla- göngu, vináttu, aðkasti og einelti, hvernig annað fólk sér þau og bregst við þeim, og þeim sjálfsskilningi sem þau hafa þróað. Við spurðum ungmennin einnig hvaða ráð þau vildu gefa foreldrum fatlaðra barna varðandi uppeldi þeirra. Þær ráðleggingar eru í lok greinarinnar. Fjölskyldan Fjölskyldan er mikilvæg í lífi allra barna, ekki síst fatlaðra barna, sem oft eru háðari foreldrum sínum og systkinum en ófötluð börn (Stalker og Connors, 2005). Rannsóknir gefa jafnframt til kynna að fötluð börn og ungmenni eyði meiri tíma með fjölskyldu sinni en ófatlaðir jafnaldrar þeirra (Tøssebro og Ytterhus, 2007). Okkur þótti því mikil- vægt að spyrja þátttakendur í rannsókninni um reynslu þeirra af daglegu lífi innan fjölskyldunnar og tengsl þeirra við aðra fjölskyldumeðlimi. Öll ungmennin töluðu um hversu mikilvæg fjölskyldan væri þeim og sögðu að hún hefði verið það mikilvægasta í lífi þeirra í uppvextinum. Foreldrarnir voru helstu stuðningsaðilar þeirra og börðust fyrir því að þau fengju þá þjónustu sem þau þurftu. Sérhæfð þjónusta og hjálpartæki komu ekki sjálfkrafa og þurftu foreldrarnir oft að hafa talsvert fyrir því að tryggja þeim þá þjónustu sem þau þurftu. Innan fjölskyldunnar voru þau viðurkennd eins og þau voru og skerðingin var eðlilegur hluti af daglegri tilveru þeirra og fjölskyld- unnar. Mörg ungmennanna rifjuðu upp ástríki og náin tengsl innan fjölskyldunnar þegar þau voru að alast upp. Það eina sem þau kvörtuðu yfir var að foreldrar þeirra hefðu átt það til að ofvernda þau en öll voru sammála um að fátt væri verra fyrir mótun sjálfsmyndar fatlaðra barna en ofverndun. Mörg sögðust þakklát foreldrum sínum fyrir að hafa fengið að gera sömu hluti og aðrir krakkar. Ein unga stúlkan sagði for- eldra sína ávallt hafa leyft sér að prófa sig áfram svo framarlega sem hún treysti sér til þess sjálf. Þannig fór hún með vinum sínum í fjöruna og hjólaði um allan bæ og var aldrei eftirbátur jafnaldra sinna. Henni fannst mikilvægt að hafa fengið tækifæri til að kynnast því af eigin raun hvar hennar mörk lágu. Öðrum þátttakanda fannst sérlega mikilvægt að hann var skammaður alveg jafn mikið og systkini hans í æsku og fékk sömu viðbrögð og meðhöndlun og önnur börn. Honum fannst það áhyggjuefni þegar foreldrar fatlaðra barna vefja þau inn í bómull og leyfa þeim ekki að reka sig á. Hann sagði: Það verður að leyfa fötluðum börnum að gera hlutina … ekki grípa fram fyrir hendur- nar á þeim … leyfa þeim að reka sig á og þannig að þau verði alveg „Hey! Ég get þetta ekki“ … Ekki vera að segja þeim að þetta sé kannski ekki mjög sniðugt og að þau eigi ekkert að vera að reyna þetta. Þau sem áttu systkini nefndu flest hversu mikilvæg tengslin við þau hefðu verið og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.