Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 160
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010160
Hvað ræðUr vali á námSSviði og HáSKÓla?
svarmöguleika (t.d. í hvaða starfsgrein starfar þú núna?). Í nokkrum spurningum var
heimilt að merkja við fleiri en eitt svar. Í flestum spurningunum var stuðst við nafna-
eða raðkvarða en í spurningum um aldur, fjölda barna á framfæri og tekjur var stuðst
við jafnbilakvarða og hlutfallslega kvarða þar sem flóknari tölfræði er möguleg. Fimm
flokka Likert-kvarði var notaður í spurningum um val á námsgrein og háskóla að námi
loknu. Við tölfræðilega úrvinnslu var algengast að reikna út fjölda, tíðni og meðaltöl.
Til að bera saman meðaltöl á milli tveggja hópa var Mann-Whitney U próf notað, en
Kruskal-Wallis próf þegar borin voru saman meðaltöl þriggja eða fleiri hópa.
niðurstöður
Hér á eftir verða kynntar niðurstöður úr svörum þátttakenda í spurningalistakönn-
uninni um val þeirra á námssviði annars vegar og háskóla hins vegar. Niðurstöður
verða kynntar í töflum þar sem meðaltöl liggja til grundvallar. Meðaltölin byggjast á
fimm flokka Likert-kvarða.
Val á námssviði
Þátttakendur voru beðnir að gefa þeim þáttum sem koma fram í töflum síðar í grein-
inni (11 valmöguleikar) vægi frá 1 til 5 þar sem mikilvægi eykst með hærra tölugildi.
Einnig gátu þeir merkt við annað og skrifað sjálfir hvaða þættir það væru sem hefðu
haft áhrif á val þeirra á námssviði. Þátttakendur voru einnig beðnir um að forgangs-
raða þeim þáttum sem höfðu áhrif á val þeirra á námssviði (allt að þrjú atriði).
Í töflu 2 sést hvaða staðhæfingar voru settar í fyrsta sæti hjá þátttakendum. Þar
kemur fram að allir hópar setja áhuga á greininni í fyrsta sæti. En nokkur munur er á
milli hópa hvað aðra þætti varðar. Þannig er nokkur munur á forgangsröðun staðar-
og fjarnema (sjá töflu 2). Tæp 70% staðarnema segjast hafa valið námssvið út frá áhuga
á námsgreininni og um 13% vegna atvinnumöguleika í greininni. Aðrir þættir hafa
mun minna vægi. Um 43% fjarnema kváðust hafa valið námssvið út frá áhuga á grein-
inni, en 35% þeirra sögðu einnig að þeir hefðu valið námið vegna þess að boðið var
upp á fjarnám. Einn af hverjum tíu fjarnemum merkir við atvinnumöguleika í grein-
inni sem ástæðu fyrir því að þeir völdu viðkomandi námssvið. Enginn merkti við
sjónarmið fjölskyldu eða framhaldsskólamenntun á viðkomandi sviði og því var þeim
þáttum sleppt í töflunni.
Helsti kynjamunur er að fleiri konur velja námssvið af áhuga á námsgreininni og í
ljósi atvinnumöguleika en karlar. Karlar velja frekar námssvið vegna möguleika á fjar-
námi og tekjumöguleika en konur. Eldri svarendur voru líklegri til að velja námssvið
vegna möguleika á fjarnámi en þeir yngri sem eru líklegri til láta áhuga á greininni
ráða. Hjá hjúkrunarfræðingum og grunnskólakennurum ræður helst áhugi á grein-
inni og atvinnumöguleikar vali á námssviði. Viðskiptafræðingar og leikskólakennarar
skera sig úr vegna þess að þeir kjósa fjarnám mun oftar en aðrir hópar.
Til að varpa frekara ljósi á þá þætti sem hafa áhrif á val svarenda voru meðaltöl
reiknuð. Tafla 3 sýnir að þeir þættir sem svarendur gáfu hæst vægi eru þessir: Áhugi á
námsgreininni (4,28), atvinnumöguleikar í greininni (4,01), kynni af starfsgrein (3,42),