Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 160

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 160
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010160 Hvað ræðUr vali á námSSviði og HáSKÓla? svarmöguleika (t.d. í hvaða starfsgrein starfar þú núna?). Í nokkrum spurningum var heimilt að merkja við fleiri en eitt svar. Í flestum spurningunum var stuðst við nafna- eða raðkvarða en í spurningum um aldur, fjölda barna á framfæri og tekjur var stuðst við jafnbilakvarða og hlutfallslega kvarða þar sem flóknari tölfræði er möguleg. Fimm flokka Likert-kvarði var notaður í spurningum um val á námsgrein og háskóla að námi loknu. Við tölfræðilega úrvinnslu var algengast að reikna út fjölda, tíðni og meðaltöl. Til að bera saman meðaltöl á milli tveggja hópa var Mann-Whitney U próf notað, en Kruskal-Wallis próf þegar borin voru saman meðaltöl þriggja eða fleiri hópa. niðurstöður Hér á eftir verða kynntar niðurstöður úr svörum þátttakenda í spurningalistakönn- uninni um val þeirra á námssviði annars vegar og háskóla hins vegar. Niðurstöður verða kynntar í töflum þar sem meðaltöl liggja til grundvallar. Meðaltölin byggjast á fimm flokka Likert-kvarða. Val á námssviði Þátttakendur voru beðnir að gefa þeim þáttum sem koma fram í töflum síðar í grein- inni (11 valmöguleikar) vægi frá 1 til 5 þar sem mikilvægi eykst með hærra tölugildi. Einnig gátu þeir merkt við annað og skrifað sjálfir hvaða þættir það væru sem hefðu haft áhrif á val þeirra á námssviði. Þátttakendur voru einnig beðnir um að forgangs- raða þeim þáttum sem höfðu áhrif á val þeirra á námssviði (allt að þrjú atriði). Í töflu 2 sést hvaða staðhæfingar voru settar í fyrsta sæti hjá þátttakendum. Þar kemur fram að allir hópar setja áhuga á greininni í fyrsta sæti. En nokkur munur er á milli hópa hvað aðra þætti varðar. Þannig er nokkur munur á forgangsröðun staðar- og fjarnema (sjá töflu 2). Tæp 70% staðarnema segjast hafa valið námssvið út frá áhuga á námsgreininni og um 13% vegna atvinnumöguleika í greininni. Aðrir þættir hafa mun minna vægi. Um 43% fjarnema kváðust hafa valið námssvið út frá áhuga á grein- inni, en 35% þeirra sögðu einnig að þeir hefðu valið námið vegna þess að boðið var upp á fjarnám. Einn af hverjum tíu fjarnemum merkir við atvinnumöguleika í grein- inni sem ástæðu fyrir því að þeir völdu viðkomandi námssvið. Enginn merkti við sjónarmið fjölskyldu eða framhaldsskólamenntun á viðkomandi sviði og því var þeim þáttum sleppt í töflunni. Helsti kynjamunur er að fleiri konur velja námssvið af áhuga á námsgreininni og í ljósi atvinnumöguleika en karlar. Karlar velja frekar námssvið vegna möguleika á fjar- námi og tekjumöguleika en konur. Eldri svarendur voru líklegri til að velja námssvið vegna möguleika á fjarnámi en þeir yngri sem eru líklegri til láta áhuga á greininni ráða. Hjá hjúkrunarfræðingum og grunnskólakennurum ræður helst áhugi á grein- inni og atvinnumöguleikar vali á námssviði. Viðskiptafræðingar og leikskólakennarar skera sig úr vegna þess að þeir kjósa fjarnám mun oftar en aðrir hópar. Til að varpa frekara ljósi á þá þætti sem hafa áhrif á val svarenda voru meðaltöl reiknuð. Tafla 3 sýnir að þeir þættir sem svarendur gáfu hæst vægi eru þessir: Áhugi á námsgreininni (4,28), atvinnumöguleikar í greininni (4,01), kynni af starfsgrein (3,42),
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.