Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 214

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 214
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010214 viðHorf „kandídatskerfið“, ef svo má orða, er frá árinu 1912 og hefur nú í stórum dráttum verið lagað að Bolognaviðmiðunum. Bachelorsprófið var innleitt í Háskóla Íslands árið 1942, einingakerfi tekið upp 1976 og fest í rammalög um háskóla 1997 fyrir alla skóla á háskólastigi. Á heildina litið má segja að þótt tiltölulega auðvelt hafi verið að innleiða Bolognaferlið í skólanum hafi það jafnframt og ekki síður gefið tilefni til og færi á að endurmeta ýmislegt í uppbyggingu og innra starfi skólans – og almennt á sviði æðri menntunar á Íslandi. Frá sjónarhóli Háskóla Íslands hefur Bolognaferlið helst haft þau áhrif að flýta fyrir tilteknum breytingum og endurskoðun á skipulagi náms innan skólans og sömuleiðis hafa ýmis efnisatriði skilað sér í umfjöllun og ákvörðunum um inntak náms, uppbygg- ingu þess, kennsluhætti o.fl. Þessi áhrif eru ekki endilega öll sýnileg eða formgerð í lögum, reglum og verklagi. Bein áhrif á fyrirkomulag stjórnunar og stjórnsýslu eru engin enda lýtur ferlið ekki að þeim þáttum. Hins vegar hafa verið gerðar breytingar á skipulagi Háskóla Íslands (með gildistöku 1. júlí 2008) með skipan skólans í fimm fræðasvið sem deildirnar heyra undir, sem m.a. felur í sér skarpari skil stjórnunar fjármála og reksturs annars vegar og akademískra málefna hins vegar. Þessi breyting, sem er alls ótengd Bolognaferlinu, hefur hins vegar án efa stuðlað að markvissari innleiðingu þeirra efnisatriða Bolognaferlisins sem ekki voru þegar innleidd. Háskóli Íslands tók frá upphafi virkan þátt í Bolognaferlinu og tengdum verkefn- um í aðdraganda þess, s.s. tilraunaverkefni (í sagnfræði) um notkun og mótun ECTS- einingakerfisins (ECTS Pilot Project) við stúdentaskipti og Tuning-verkefninu sem felst í mati á vinnuframlagi stúdenta miðað við einingafjölda. Þá átti Háskóli Íslands fulltrúa í Bolognanefnd sem menntamálaráðuneytið skipaði árið 2003 með það hlut- verk að samræma og hafa umsjón með framkvæmd Bolognaferlisins hérlendis og vera menntaráðuneytinu til ráðgjafar um breytingar sem til álita koma á lögum, reglum og verklagi á íslenska háskólastiginu. Með lögum nr. 63/2006 um háskóla, var kveðið á um tiltekin skilyrði til þess að starfrækja megi háskóla og sett voru viðmið um viðurkenndar prófgráður og lokapróf í anda Bolognaviðmiða auk skilmála um eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna. Með lögunum gafst þannig grunnur fyrir nánari mótun skipulags náms í Háskóla Íslands með hliðsjón af einstökum áherslum og viðmiðunum Bolognaferlisins. Viður- kenningarferlið, þ.e. vinna við undirbúning umsókna Háskólans um viðurkenningu á námsleiðum til bakkalár-, meistara- og doktorsprófa á einstökum fræðasviðum sem fram fór á árunum 2007–2009, gerði þessa endurskoðun á skipulagi námsins markvissa, einkum umfjöllun, umræða og innleiðing hæfniviðmiða fyrir einstakar námsleiðir. Almennt má þannig segja að námsleiðir hafi verið skilgreindar upp á nýtt og rammi þeirra festur skýrar í reglur Háskólans og einnig var framsetning kennsluskrár endur- skoðuð frá grunni með hliðsjón af Bolognaviðmiðunum. Fræðasvið Háskólans og deildir eru hins vegar mislangt komin á veg með skilgreiningu hæfniviðmiða fyrir ein- stök námskeið. Árétta verður þó að Bolognaviðmiðin geyma ekki neinn endanlegan sannleik um fyrirkomulag háskólakennslu og náms enda eru nám og kennsla í eðli sínu til stöðugrar endurskoðunar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.