Ný saga - 01.01.1989, Síða 7
FRELSI ER EKKI SAMA OG FRJALSHYGGJA
Þingvallafundir mörkuðu oft stefnuna I baráttunni fyrir auknu sjálfstæði þjóðarinnar. Hugmyndir þaðan birtust síðar í lagasetningum Alþingis.
markmið og hún yrði best
tryggð ef einstaklingurinn fengi
notið hæfileika sinna eins og
honum sjálfum þætti best
henta. í þeirra augum var ríkið
ekki stigveldi fjölskyldna, held-
ur eins konar hlutafélag. Hlut-
verk ríkisins var fyrst og fremst
að sjá til þess að einstaklingarn-
ir færu að settum reglum og um
leið að tryggja að allir nytu
sörnu lagalegu réttinda.
Frelsi frjálshyggjunnar var því
aðeins ein gerð frelsis. Lýðfrelsi
eða þjóðfrelsi var ekki endilega
á stefnuskrá þeirra. Flestir frjáls-
hyggjumenn aðhylltust ein-
hvers konar fulltrúalýðræði,
enda var ríkið tilkomið með
samningi manna á meðal en
ekki af guðlegum uppruna.
Engin eining ríkti þó um hvaða
form lýðræðið skyldi taka.
Enski heimspekingurinn John
Locke taldi hlutverk ríkisins
fyrst og fremst að varðveita
eignarréttinn. Hvaða rétt áttu
öreigar þá til áhrifa um aðgerð-
ir ríkisins? Þar að auki óttuðust
margir frjálshyggjumenn að ef
eignalaus lýðurinn fengi rétt til
jafns á við hinn „betri“ hluta
þjóðarinnar, þá myndi hann í
krafti fjölda síns geta afnumið
eignarréttinn og komið á félags-
legu jafnrétti. Kosningaréttur
var af þessum sökum oft bund-
inn við eignamenn - hluthafa í
ríkinu.
Álirif frjálshyggjunnar á
evrópskt stjórnkerfi eru óum-
deilanleg. Hugmyndir hennar
voru vopn í höndum þeirra
sem vildu brjóta niður einveldi
og síðustu leifar lénsveldis.
Frelsi einstaklinga til athafna,
skoðanafrelsi, málfrelsi, jafn-
rétti fyrir lögum o.s.frv., eru
einnig réttindi sem flestir meta
mikils. Hins vegar hefur frjáls-
hyggjan alls ekki stuðlað að
félagslegu jafnrétti, enda er það
ekki markmið hennar. Frjáls-
hyggjumenn telja það ófram-
kvæmanlegt í raun, ekki síst þar
sem því verði ekki komið á
nenta með víðtækum tak-
mörkunum á einstaklingsfrels-
inu. Þetta hefur frá uppliafi vak-
ið j)á óhjákvæmilegu spurningu
fyrir hvern frelsið sé skapað.
Hvernig getur einstaklingurinn
talist frjáls nema hann hafi raun-
verulegt val? Og hvaða skilyrði
ber einstaklingnum að uppfylla
til þess að hann geti talist fær
um, eða haft áhuga á, að njóta
frelsis? Eins og heimspekingur-
inn Isaiah Berlin bendir á er
það að „bjóða mönnum sem
eru hálfnaktir, ólæsir, vannærð-
ir og sjúkir pólitísk réttindi eða
vernd gegn íhlutun ríkisins,
að liæðast að aðstæðum þeirra.
Þeir þarfnast læknishjálpar og
Freisi frjálshyggjunnar
var aðeins ein gerð
frelsis.
5