Ný saga - 01.01.1989, Qupperneq 9
FRELSI ER EKKI SAMA OG FRJALSHYGGJA
frelsinu það einnig til foráttu að
það yrði til þess að enginn
fengist lengur í vistir, þar sem
allir kysu hægð sjómennskunn-
ar fram yfir daglegt stritið í
sveitinni. Slíkt kynni ekki góðri
lukku að stýra, vegna þess að
við það missti landbúnaðurinn
allt vinnuafl sitt, en hann væri
og hlyti að verða um ófyrirsjá-
anlega framtíð undirstaða ís-
lensks atvinnulífs.
Af þessum sökum þvertóku
þingmenn fyrir það árið 1861
að feta í fótspor Dana og af-
nema öll höft á atvinnufrelsinu.
Reyndar komu fram tvær ólíkar
skoðanir um það hvernig taka
bæri á málinu. Meirihluti þing-
nefndar vildi afnema flest
undanþáguákvæði frá vistar-
skyldunni, þar sem það „getur
ekki dulist fyrir neinum, sem
nokkuð þekkir, í hvert óefni
komið er með alla hús- og bú-
stjórn þessa lands; sjálfræðið
eykst ár frá ári; allir vilja ráða
sér sjálfir, en ekki vera öðrum
háðir; þetta ástand leiðir bein-
línis til þess að eyðileggja
bændastéttina... sem er máttar-
stólpi landsmanna.“8 Minni-
hluti nefndarinnar, og síðar
meirihluti þingsins, lagði hins
vegar til að slakað yrði á og
mönnum gefið leyfi til að kaupa
sér lausabréf er þeir höfðu náð
30 ára aldri. Húsmennska yrði
bönnuð eftir sem áður nema
með leyfi yflrvalda. Niðurstöð-
ur þingsins urðu þar með eins
konar málamiðlun, rétturinn til
frelsis í atvinnumálum var ekki
viðurkenndur, en viss undan-
komuleið var veitt - í og með til
að tryggja undirskrift konungs.
Á níunda áratug aldarinnar
komu fram algerlega ný viðhorf
til lausamennsku á íslandi.
Einna skýrast birtust þau í grein
eftir Hermann Jónasson rit-
stjóra í Búnaðaniti árið 1888
þar sem hann hafnaði algerlega
þeim hugmyndum að lausa-
menn vendust undantekningar-
laust á leti.9 Þvert á móti, þá
mælti það einmitt með lausa-
mennskunni að hún hvatti
menn til ráðdeildar og vinnu-
Sú skoðun var viðtekin
að lausamennska og
húsmennska gerðu
einstaklingnum aðeins
illt.
serni þar sem lausamaðurinn
bar ábyrgð á sér sjálfur og vann
sem sjálfstæður einstaklingur.
Ekki spillti það fyrir að lausa-
manninn þurfti aðeins að ráða
um skamman tíma á ári þegar
hans var þörf, en bóndinn sat
ekki uppi með hann þá hluta
ársins sem lítil þörf var fyrir að-
keypt vinnuafl. Ekki leið á
löngu þar til reynt var að setja
ný lög samkvæmt þessunt hug-
myndum. Ekki fékkst þing-
meirihluti fyrir algjöru afnámi
vistarskyldunnar árið 1891, en
1893 voru lögin verulega
rýmkuð.10
Útbreiddur áhugi á leysingu
vistarbands átti sér margar for-
sendur. Mörgunt fannst ófrjáls-
lyndi íslendinga þjóðinni til
skammar og í hróplegu ósam-
ræmi við „frelsishjal“ þjóðernis-
stefnunnar." Einnig var ekki
laust við að „tíðarandinn" væri
farinn að segja til sín á íslandi.
Þorlákur Guðmundsson í Fífú-
hvammi, þingmaður Árnesinga,
benti á að bættar samgöngur
innanlands, fréttir erlendis frá
og bréf frá Vesturförum hefðu
Þorlákur Guðmundsson I Fífuhvammi gerði sérgrein
fyrir því að hugmyndir um persónulegt frelsi voru að
breytast og ekki yrði lengi stætt á því að koma í veg
fyrir afnám vistarbandsins.
ýtt undir kröfur vinnufólks urn
vistarfrelsi. Síðast en ekki síst
hefði reynslan kennt mönnum
að lausamennskulögin voru
þverbrotin hvort eð var og eng-
in von til þess að þeim yrði
nokkurn tíma framfylgt. 12
Ekki varð vart sama frjáls-
lyndis í garð húsmanna og
þurrabúðarmanna. Þvert á móti
var hert á banni við hús-
mennsku á síðustu árum aldar-
innar. Að vísu vildu sumir beita
sörnu rökum fyrir afnámi hús-
mennskuhafta og beitt var gegn
vistarskyldunni, en eldri kenn-
ingar um spillingu húsmennsk-
unnar voru mun lífseigari en
kenningar um illsku lausa-
mennskunnar.13 Einkennilegt
rná virðast að á sama tíma og
frjálslyndi og trú á einstaklings-
framtakið virtust aukast á einu
sviði var slíkum hugmyndunt
hafnað á öðru. En tortryggni
manna gagnvart húsmönnum
átti sér aðrar skýringar. Eins og
áður sagði voru þeir almennt
giftir og áttu börn. Oft þýddi
það sveitarþyngsli. Kvartanir
yfir sívaxandi þyrði af fram-
færslu fátækra voru eitt vin-
sælasta blaðaefni á síðustu ára-
tugum aldarinnar og gengu
sumir svo langt að fullyrða að
landið myndi brátt ganga undir
ef svo héldi fram sem horfði.
Eitt helsta ráðið til að stemma
stigu við þessari þróun var að
mati rnargra að koma í veg fyrir
húsmennsku - með öðrunt
orðum að koma í veg fyrir að
verkafólk gæti lifað fjölskyldu-
lífi. Hins vegar myndaðist aldrei
meirihluti fyrir leið frjálshyggj-
unnar til lausnar vandamálsins.
Eins og áður sagði boðar frjáls-
hyggjan frelsi eiristaklingsins,
en urn leið ábyrgð hans á eigin
gjörðum. Schierbeck landlækn-
ir benti á þessa leið í grein í fsa-
fold árið 1889.14 Þar hélt hann
því fram að aðalorsök rýrrar
framleiðslu á íslandi væri leti
og iðjuleysi. Letin væri styrkt af
alltof greiðum aðgangi að sveit-
arsjóðum, urn leið og frelsi
manna væri heft um of. Aukið
frjálsræði og afnám þurfa-
7