Ný saga - 01.01.1989, Síða 14
Loftur Guttormsson
FRANSKA BYLTINGIN
Loftur Guttormsson.
Franska byltingin var
aldrei einkamál
Frakka.
í ágripi Magnúsar Stephensens
Merki tvö hundruð ára byltingarafmælisins.
Af mörgum og langsömum
stríðum til forna, kóng-
l anna óhófs- og eyðslu-
semi, skínandi hofprakt og
munaðarlífi, var Frankaríki
um síðir svo útsogið og
snautt orðið, að almúga- og
meðalstandið stóðst ei leng-
ur þá megnu undirokun,
hverri það til þessa yfirlætis
varð æ meir og framar að
sæta, vegna hoffólksins og
einkum aðals og geistleg-
heitanna dagvaxandi metn-
aðar og harðýðgi.1
Þannig hóf Magnús Stephen-
sen lögmaður frásögn sína af
aðdraganda frönsku byltingar-
innar, þeirrar sem hófst fyrir
réttum tvö hundruð árum. Frá-
sögnin, „Ágrip um þær nýjustu
frönsku stjórnarbyltingar," birt-
ist í Mmnisverðum tíðindum
1796.
í franskri sögu skipar þessi
bylting heiðurssess; þetta er
byltingin mikla eða Byltingin
með stórum staf - lci Révolu-
tion - sem Frakkar rekja enn
upphaf sitt til sem lýðfrjáls þjóð
(sbr. þjóðhátíðardagurinn 14.
júlí). Því fer þó fjarri að franska
byltingin hafi í tímans rás verið
einkamál Frakka; sem pólitísk
hugsjón og verknaður varð hún
fyrr en varði alþjóðleg hreyfing
sem hugsandi menn hlutu að
taka afstöðu til.2 Ekki ómerk vís-
bending um þetta er að í miðj-
um klíðum birtist á prenti ís-
lensk frásögn af framgangi bylt-
ingarinnar, sú sem vitnað er til
að ofan. Þess ber að minnast að
árið 1796 voru úrslit hennar
langtífrá ráðin: Napóleon Bóna-
parte var þá aðeins einn af
mörgum sigursælum byltingar-
herforingjum og sigurljóminn
sem síðar stafaði af honum var
þá ekki enn farinn að ógna
fyrsta lýðveldinu.3
Það hefur lengi verið haft fyr-
ir satt að franska byltingin
marki í sögu Evrópu upphaf
nútímans - eða samtímans eins
og Frakkar segja, „I’histoire
contemporaine.“4 Frá sjónar-
hóli M. St. hafði hún þegar 1796
„ummyndað Norðurálfunnar
ásýnd...“ (Ágrip s. 10. - Hér eftir
verður vísað til byltingarágrips
M. St. með því að tilgreina blað-
síðutal í svigum.) Ef heimfæra
ætti þessi tímahvörf til íslenskr-
ar sögu, væri ekki út í hött að
tengja þau við hina nýstárlegu
fréttamiðlun M. St. Með þeim
tíðindum, sem hann hóf að
segja af erlendum vettvangi,
hringdi hann með nokkrum
hætti inn nútímann á íslandi;
hann leiddi eða vildi þar með
leiða huga landsmanna frá inn-
hverfum fortíðarminningum að
samtímaviðburðum úti í „hin-
um stóra heimi.“
í upphafi (1796) þóttist M. St.
geta hughreyst landa sína með
því að „ekkert illt eður óþægi-
legt er enn frá þeim [byltingar-
umbrotunum] útrunnið hingað
til vor, sem búum í friðarins
skauti..(1-2). Þetta var nú
fullfast að orði kveðið hjá lög-
manninum eins og samtima-
atburðir á íslandi eru til vitnis
um; að þeim verður vikið stutt-
lega hér í lokin.
MARKMIÐ
OG EFNISTÖK
Eins og íyrr segir hófu Tíðindin
göngu sína 1796. Með útgáfú
þeirra hugðist M. St. veita „sín-
um kæru landsmönnum litla
vitneskju um markverða til-
burði og byltingar í kringum
oss á vorum dögum og tím-
um...“' Kvað hann mega
vænta þess að með útgáfunni
gætu „að minnsta kosti skýr-
leiksmenn hjá oss...“ fengið
það sem veittist flestöllum al-
múgabörnum hjá framandi
þjóðum, þ.e. nokkra nasasjón af
„merkistilburðum... einkan-
lega sinna daga.“6 Raunar áleit
höfundur þetta fyrirtæki sitt
vera beint framhald af annálarit-
un fyrri tíma; af annála- og
sagnafræðum lærðu menn „að
þekkja guðs dásamlegu stjórn
vors heims, fræðast, betrast og
smám saman segja skilið við öll
hjátrúar og hleypidóma yfir-
ráð...“7 Skýrar var varla hægt
að koma orðum að því upplýs-
ingarmarkmiði sem að baki
þessari útgáfu bjó.
Fyrsta hefti Tíðindanna flutti
fréttayfirlit ársins 1795 og fram
til vordaga 1796. Það hefst á bls.
12