Ný saga - 01.01.1989, Síða 14

Ný saga - 01.01.1989, Síða 14
Loftur Guttormsson FRANSKA BYLTINGIN Loftur Guttormsson. Franska byltingin var aldrei einkamál Frakka. í ágripi Magnúsar Stephensens Merki tvö hundruð ára byltingarafmælisins. Af mörgum og langsömum stríðum til forna, kóng- l anna óhófs- og eyðslu- semi, skínandi hofprakt og munaðarlífi, var Frankaríki um síðir svo útsogið og snautt orðið, að almúga- og meðalstandið stóðst ei leng- ur þá megnu undirokun, hverri það til þessa yfirlætis varð æ meir og framar að sæta, vegna hoffólksins og einkum aðals og geistleg- heitanna dagvaxandi metn- aðar og harðýðgi.1 Þannig hóf Magnús Stephen- sen lögmaður frásögn sína af aðdraganda frönsku byltingar- innar, þeirrar sem hófst fyrir réttum tvö hundruð árum. Frá- sögnin, „Ágrip um þær nýjustu frönsku stjórnarbyltingar," birt- ist í Mmnisverðum tíðindum 1796. í franskri sögu skipar þessi bylting heiðurssess; þetta er byltingin mikla eða Byltingin með stórum staf - lci Révolu- tion - sem Frakkar rekja enn upphaf sitt til sem lýðfrjáls þjóð (sbr. þjóðhátíðardagurinn 14. júlí). Því fer þó fjarri að franska byltingin hafi í tímans rás verið einkamál Frakka; sem pólitísk hugsjón og verknaður varð hún fyrr en varði alþjóðleg hreyfing sem hugsandi menn hlutu að taka afstöðu til.2 Ekki ómerk vís- bending um þetta er að í miðj- um klíðum birtist á prenti ís- lensk frásögn af framgangi bylt- ingarinnar, sú sem vitnað er til að ofan. Þess ber að minnast að árið 1796 voru úrslit hennar langtífrá ráðin: Napóleon Bóna- parte var þá aðeins einn af mörgum sigursælum byltingar- herforingjum og sigurljóminn sem síðar stafaði af honum var þá ekki enn farinn að ógna fyrsta lýðveldinu.3 Það hefur lengi verið haft fyr- ir satt að franska byltingin marki í sögu Evrópu upphaf nútímans - eða samtímans eins og Frakkar segja, „I’histoire contemporaine.“4 Frá sjónar- hóli M. St. hafði hún þegar 1796 „ummyndað Norðurálfunnar ásýnd...“ (Ágrip s. 10. - Hér eftir verður vísað til byltingarágrips M. St. með því að tilgreina blað- síðutal í svigum.) Ef heimfæra ætti þessi tímahvörf til íslenskr- ar sögu, væri ekki út í hött að tengja þau við hina nýstárlegu fréttamiðlun M. St. Með þeim tíðindum, sem hann hóf að segja af erlendum vettvangi, hringdi hann með nokkrum hætti inn nútímann á íslandi; hann leiddi eða vildi þar með leiða huga landsmanna frá inn- hverfum fortíðarminningum að samtímaviðburðum úti í „hin- um stóra heimi.“ í upphafi (1796) þóttist M. St. geta hughreyst landa sína með því að „ekkert illt eður óþægi- legt er enn frá þeim [byltingar- umbrotunum] útrunnið hingað til vor, sem búum í friðarins skauti..(1-2). Þetta var nú fullfast að orði kveðið hjá lög- manninum eins og samtima- atburðir á íslandi eru til vitnis um; að þeim verður vikið stutt- lega hér í lokin. MARKMIÐ OG EFNISTÖK Eins og íyrr segir hófu Tíðindin göngu sína 1796. Með útgáfú þeirra hugðist M. St. veita „sín- um kæru landsmönnum litla vitneskju um markverða til- burði og byltingar í kringum oss á vorum dögum og tím- um...“' Kvað hann mega vænta þess að með útgáfunni gætu „að minnsta kosti skýr- leiksmenn hjá oss...“ fengið það sem veittist flestöllum al- múgabörnum hjá framandi þjóðum, þ.e. nokkra nasasjón af „merkistilburðum... einkan- lega sinna daga.“6 Raunar áleit höfundur þetta fyrirtæki sitt vera beint framhald af annálarit- un fyrri tíma; af annála- og sagnafræðum lærðu menn „að þekkja guðs dásamlegu stjórn vors heims, fræðast, betrast og smám saman segja skilið við öll hjátrúar og hleypidóma yfir- ráð...“7 Skýrar var varla hægt að koma orðum að því upplýs- ingarmarkmiði sem að baki þessari útgáfu bjó. Fyrsta hefti Tíðindanna flutti fréttayfirlit ársins 1795 og fram til vordaga 1796. Það hefst á bls. 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.