Ný saga - 01.01.1989, Side 18

Ný saga - 01.01.1989, Side 18
Magnús fyrirleit og fordæmdi þá sem hófust til áhrifa og valda fyrir tilstilli Parísarlýðsins. Christian Reventlow,"27 þeim sem var forgöngumaður að búnaðarumbótunum miklu.28 Heimkominn sem konunglegur embættismaður hafði M. St. bjargfasta trú á því að þegnum landsins mundi hlotnast bless- un af „upplýsingar- og mann- elskuljósi" konungsstjórnarinn- ar.29 Slíkur maður var allt annað en líklegur til að fella sig við þá róttæku, blóði drifnu stefnu sem franska byltingin tók eftir afnám konungdæmisins og undir ógnarstjórn Jakobína. Sú hneigð sem kemur fram í ágripi M. St. endurspeglar í megin- atriðum ofangreind viðhorf. Svo er t.d. um þá vild/óvild sem hann sýnir einstökum persón- um sögunnar. Mest dálæti hefur hann á þeim Necker og Lafay- ette, hinum sömu og voru í eftirlæti hjá frjálslyndum bylt- ingarmönnum sem sameinuð- ust um það 1789 að búa Frakk- landi stjórnarskrá og setja elkur við einveldi konungs. Talað er um hinn „góða og vitra skatt- meistara Necker..hann hafi „áunnið sér elsku og virðingu af öllum..(s. 5) og 1788 hafi svo „þessi góði efnamaður... lánað því [ríkinu] öll auðævi sín“ (s. 9). Og Lafayette, „þessi vitri og mikli maður“ (s. 15), sem í upphafi byltingarinnar hafði verið kjörinn höfuðsmaður borgaraliðsins, er m.a. prísaður fyrir að hafa síðan reynt að halda „rasandi múga“ Parísar- borgar í skefjum (s. 48). Dálæti M. St. á þessum siðfág- uðu og virðulegu leiðtogum helst í hendur við fyrirlitningu hans og fordæmingu á þeim sem hófúst síðar til áhrifa og valda fyrir tilstilli Parísarlýðsins - Marat, „þeim guðlausa týr- anna... og mannófreskju ...“ (s. 64-65), og Philippe-Égalité, hertoga af Orléans, ltvers minn- ing „veri um aldur brennimerkt með allra góðra viðbjóði og forakt!" (s. 63-64). Fordæming M. St. á Robespierre er ekki jafn afdráttarlaus en hann eignar honum, ásamt Marat, mestan liluta í „því ógnarlega manna- drápi...“ í tíð ógnarstjórnarinnar (s. 64); með aftöku hans hafi „þeir vitru og hæglátu" fengið yfirhönd (s. 66). M. St. fer þann- ig ekki dult með þá skoðun sína að byltingin hafi farið úrskeiðis á þessu trímabili. Á þessu setur hann ekki fram skýringar en er þeim mun ósparari á palladóma yfir Ieiðtogum lýðsins. Óhætt er að fullyrða að M. St. hefur fylgt dyggilega frásögn Rabauts Saint-Etienne svo langt sem hún nær. (Hér er aðeins undanskilinn fremsti hluti Á- grips (s. 1-10) sem fjallar um að- draganda byltingarinnar.) Til hins franska sjónarvotts sækir hann hinar mörgu litríku lýs- ingar á einstökum atburðum hennar og uppákomum; það eru einmitt þessar myndríku lýsingar sem gera frásögnina bráðskemmtilega. Vissulega dvelur hún við smáatriði (la petite histoire) en fyrir bragðið kemur hún líka vel til skila andblæ hinna sögufrægu bylt- ingardaga í júlí og október 1789: spennunni og óvissunni sem hvikull orðrómurinn magnaði, svo ekki sé talað um „grimmd þess uppæsta, rasandi almúga" (s. 28). Segja má að kostir góðrar blaðamennsku prýði hér frásögnina en um leið vill skógurinn óneitanlega falla í skuggann af trjánum. Eftir því sem á líður verður ágrip M. St. snubbóttara og sundurlausara. Þrátt fyrir góðan ásetning tekst honurn illa að gera grein fyrir framvindu bylt- ingarinnar eftir 1791. Eflaust á sinn þátt í þessu hið knappa rúm sem höf. gaf sér og eins andúð hans á þeirri stefnu sem byltingin tók. Áftur á móti verð- ur ekki annað séð en hann hafi 16 átt aðgang að sæmilega grein- argóðum upplýsingum; er þá einkum átt við Minetva. Ber- sýnilegt er að M. St. hefur notað tímaritið við samningu ágrips- ins, svo náið svipmót er sums staðar með orðalagi þeirra.30 En þótt Minerva flytti ítarlegar fregnir af gangi byltingarinnar 1793 og 1794, hefur M.St. ekki tekist að gera sér mat úr þeim sem skyldi. í þessum hluta ágripsins gætir ruglings í ýms- um greinunt, mikilvægra stað- reynda er að engu getið og samhengi í rás atburða kemur mjög óljóst fram. Um þetta skulu nú nefnd fáein dæmi. Milli stríðsins sem frönsku byltingarmennirnir áttu í, inn á við og út á við, og hinnar rót- tæku og óvæntu stefnu sem byltingin tók með valdatöku Jakobína greinir M. St. ekki nein skýr tengsl. Jakobínar eru sagð- ir hafa fýrst og fremst viljað „verja Frankaríki gegn stríði og yfirgangi framandi þjóða...“ (s. 56). Hins er ekki getið að þeir áttu sjálfir upptök að stríð- inu við Austurríki og Prússland (apríl 1792).31 M. St. skilgreinir lýðveldi sem „land, hvar enginn sérlegur stjórnandi er, heldur margir stjórna..." (s. 59). En hann þegir alveg um hvernig stjórn „hinna mörgu“ var fyrir komið tvö fyrstu ár lýðveldisins. Lykil- stofnanir undir ógnarstjórninni eins og velferðarnefndin og byltingardómstóllinn eru ekki nefndar á nafn32 Er líkast því sent þetta stjórnarfar ltafi verið svo óskapfellt höf. að hann hafi ekki hirt um að setja sér það fyr- ir sjónir. Fyrir vikið svífúr í lausu lofti hvernig valdabarátta milli flokka og einstaklinga var útkljáð. Það auðveldar heldur ekki skilning á flokkadráttunum að lýsing M. St. á þeim fylkingum sem áttust við er mjög ruglings-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.