Ný saga - 01.01.1989, Page 27
KLERKAR í KLÍPU
Ekki er vitað hvað heilögum Bernhard af Ciairvaux og þessari systur
hefur farið á milli, en væntanlega hefur það verið innan siðsemis-
marka.
ekki annað séð en að þau hafi
verið að slíta samvistum og því
liafi bú þeirra verið gert upp. Þá
voru kvaddir til vitnis nokkrir
menn um það hvernig eignum
þeirra skyldi skipt og þó sér-
staklega hvernig farið skyldi
með leigu af jörð Valdísar,
Syðri Ey á Skagaströnd.28 Þeir
biskupssynir síra Björn Jónsson
og sira Magnús Jónsson gerðu
báðir formlega samninga við
frillur sínar eða forræðismenn
þeirra. Síra Björn gaf Steinunni
frillu sinni t.d. 100 hundruð í
jarðeignum sem renna skyldu
til barna þeirra. Síra Magnús
bróðir hans gaf Kristínu Vigfús-
dóttur frillu sinni sömu fjárupp-
hæð.29
Þótt ekki finnist eldri heim-
ildir um kaupmála milli frillu
og prests en frá síðustu áratug-
um 14. aldar er þó líklegt að
þessi háttur hafi verið hafður á
allt frá því að prestum var bann-
að að kvongast, að minnsta
kosti ef um efnafólk var að
ræða. Ættmenn frillunnar hafa
án efa viljað hafa fjármálin á
hreinu. Engar heimildir eru til
um það hvernig sú athöfn fór
fram þegar prestur tók sér frillu
en ekki er ólíklegt að það hafi
verið einna líkast því er menn
festu sér konu áður en hjóna-
bandið varð að kirkjulegri
stofnun. Það er dálítið kald-
hæðnislegt að það skyldi ein-
mitt vera innan kirkjunnar sem
haldið var í þann forna sið að
sambúð karls og konu byggðist
eingöngu á veraldlegum grunni
og væri að forminu til fyrst og
fremst viðskiptasamningur.
í þriðju skipan Eilífs erkibisk-
ups frá 1327 var hamast gegn
prestum sem notuðu embætti
sitt til að hygla börnum sínum
og frændum.30 Það var að sjálf-
sögðu fastur fylgifiskur frillu-
halds klerkastéttarinnar, enda
höfðu prestar ótal ráð til að sjá
fyrir börnum sínum og frillum
þegar þeirra sjálfra naut ekki
lengur við. Til er erfðaskrá sem
síra Halldór Loptsson lét gera
fyrir andlát sitt. Eftir að kirkjan
og systkini hans eru búin að fá
sitt segir að frilla hans Gyða Sal-
omonsdóttir fái það sem hann á
eftir af brenndu silfri, refil sem
hún velur sér og þrjá bestu
hestana hans. Ófætt barn henn-
ar ef það lifir fær 60 kúgildi í
jarðeignum og 30 hundruð í
góssi. Auk þess fær Ingiríður
dóttir hans eina jörð og silfúr-
bolla ásamt fleiru og tvær aðrar
dætur, Helga og Cecilia, fá ým-
islegt góss og svo fá allar þrjár
fyrri gjafir staðfestar.31
Líklegt er að kaugmál-
ar hafi verið gerðir
milli klerka og frillna
þeirra alit frá því að
prestum var bannað
að kvongast.
AF HVERJU LÉTU
BISKUPAR FRILLU-
HALD AFSKIPTA-
LAUST?
Af því sem hér liefur verið rakið
er ljóst að kirkjan hefur ekki
gert alvarlega gangskör að því
að útrýma frillulifnaði klerka og
kemur þrennt til. í fyrsta lagi
hefði þurft harðar og víðtækar
aðgerðir sem án efa hefðu vak-
ið mikla andstöðu og óróa inn-
an kirkjunnar. í öðru lagi voru
sumir biskupanna allbreyskir í
þessum efnum og áttu því mis-
gott með að beita hörðum að-
gerðum gegn frillulífi klerka
sinna. í þriðja og síðasta lagi
höfðu kirkjuhöfðingjarnir veru-
legar tekjur af barneignarbrot-
um undirmanna sinna þannig