Ný saga - 01.01.1989, Page 36

Ný saga - 01.01.1989, Page 36
Már Jónsson BARNSFEÐRUN OG EIÐATÖKUR Á 17. ÖLD Vegna málleysis gat Sess- elja Oddsdóttir á Brekku í Mjóafirði ekki lýst föð- ur að barni. Tveir menn í sveit- inni lágu undir grun. Eiríkur Húnbjarnarson hafði verið bendlaður við stúlkuna fyrir fæðingu barnsins, en Kolbeinn Jónsson varð fyrst grunsamleg- ur þegar Sesselja rétti barnið að honum á hreppamóti. Við sama tækifæri kyssti hún Eirík og föð- ur hans. Hvorki kossinn né af- hending barnsins þóttu óyggj- andi yfirlýsing um hug hennar og hvorki Eiríkur né Kolbeinn játuðu sig seka. Báðir voru ókvæntir þegar getnaður átti sér stað. Vandræði þessi voru borin undir Brynjólf biskup Sveinsson á yfirreið hans um Austfirði sumarið 1669. Hann stefndi prestum saman til fund- ar á Egilsstöðum 23. ágúst.1 Þar virtist kennimönnum ráðlegast að prófastur og sýslumaður nefndu sinn skilríkan mann hvor til að rannsaka „róm og líkindi öll samvistanna.'1 Að því loknu ætti þeim manni að dæmast eiður sem „líkindin þættu helst á stinga, þar eftir hinum sem misgrunaður verið hefði, síðan fleiri sem líkindi til draga þar til faðerni hittist, en verði það ekki þá verður það mál Guði befalað að vera, en presturinn gjöri alvarlega og skarpa áminning opinberlega í söfnuðinum um ljótleika so hróplegrar og skammlegrar syndar hverja Herrann mun ekki án sérlegrar iðranar óhegnda láta.“ Þessum orðum var beint til þess manns sem vissi sig sekan, hann kæmist ef til vill hjá því að viðurkenna brotið fyrir mönnum, en yrði refsað á hinsta degi. Sesselju vegna átti presturinn að áminna söfnuðinn að biðja Guð „um líkn og náð og fyrirgefning Fjöldi legorðsbrota á 17. öld. Meðaltal hvers árs og sundurliðun í prósentum. Árabil Fjöldi Frillulífi % Hórdómur % Sifjaspjöll % 1590-1600 122 73 19 8 1607-1615 111 73 20 7 1620-1630 94 74 18 8 1631-1640 77 79 15 6 1642-1650 110 81 13 6 1651-1662 124 81 13 6 1685-1690 159 88 8 4 1590-1690 112 79 15 6 Reiknað uppúr sakeyrisreikningum höfuðsmanna og landfógeta í skjalasafni Rentukammers í Þjóðskjalassafni: Rtk. Y 1-8. Reikningar Jarðabókarsjóðs 1588-1690. Nokkur ár eru alls ekki varðveitt og oft vantar eina og eina sýslu. Meðaltal er reiknað af þeim árum sem til eru. þessara og annarra synda.“ Ekki veit ég hvort faðirinn fannst, en atvikið sýnir hve mik- ið var lagt upp úr því á 17. öld að börn væru feðruð. Feðrun barna var opinbert umræðu- efni, allt að því þjóðfélagslegt vandamál. Börn urðu að eiga föður og allt átti að reyna áður en geflst var upp og málið falið Guði. Framfæri barnsins skipti máli, einnig óttinn við að for- eldrar þess væru náskyldir. Feðrunarvandinn fólst joó fyrst og fremst í því að karlar sem gerðu ógiftum konum börn gátu svarið fyrir faðernið. Um leið voru þeir lausir allra mála og höfðu engar skyldur framar, hvorki við móður né barn. Kon- ur voru varnarlausar og töldust hafa logið. Þeim var refsað með hýðingu og meinað að ganga til altaris. Þær áttu á hættu að vera reknar úr sinni sveit og yfirvöld héldu áfram að krefjast þess að þær segðu hver ætti barnið. Það sem hér fýlgir er atliugun á þessum vanda og afbrigðum hans. VANDKVÆÐALAUS FEÐRUN í Frakklandi var mælst til þess að ógiftar konur sem voru með barni létu yfirvöld vita af því fyrir fæðingu og segðu hver ætti þungann. Ef þær vanræktu þetta og barnið fæddist ekki á lífi var samkvæmt tilskipunum konungs frá 1556 og 1586 hægt að kæra þær fyrir að hafa myrt barnið eða borið það út. Til- kynningar um óléttu urðu ekki algengar fyrr en á síðari hluta 17. aldar. í héraðinu Languedoc í Suður-Frakklandi létu konur þá yfirleitt vita þegar þær voru 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.