Ný saga - 01.01.1989, Side 41

Ný saga - 01.01.1989, Side 41
BARNSFEÐRANIR OG EIÐATÖKUR Á 17. ÖLD léttari fyrir jolin 1650 lýsti hún föður Nikulás Þórarinsson. Hann hafði verið með henni í vist, en lést tæpum fjórum mán- uðum fyrir fæðinguna. Eitthvað þótti hún hafa til síns máls, því henni var dæmdur eiður. Ólöf Jónsdóttir í Klofasókn á Landi var aftur á móti ekki tekin trú- anleg þegar hún sagði föður að barni sínu „þann mann sem þá var framliðinn er hún barnið fæddi“ sumarið 1633- Sýslu- maður féllst á lýsinguna, enda var ekkert annað rykti á stúlk- unni og faðir hennar lofaði að greiða sektina. Sóknarprestur var á annarri skoðun og skýrði biskupi frá því þremur árum síðar að Ólöf hefði „aldrei játað fyrir sér opinberlega þessu fýrrskrifúðu frillulífisbroti með framliðnum manni og ekki leit- að til sín opinberrar aflausnar þar um til þessa.“ Málið var því ekki komið á hreint og biskup skipaði presti að spyrja sýslu- mann svo aðrir heyrðu „hvort hann ætlar ekki framar að ganga eftir um hennar brot og meðkenning.1'28 Kona sem lýsti látinn mann föður gat verið að segja satt, en það þurfti ekki að vera. Það sama á við um aðrar lýsingar. Sumar konur lugu, en komust aðeins upp með það þegar hin- um sanna föður tókst að kaupa einhvern til þess að gangast við barninu. Þekkt er dæmið af Árna Björnssyni bónda á Grá- síðu í Kelduhverfi, sem fékk Ásmund Jónsson vinnumann til að játa faðerni barns sem hann eignaðist með mágkonu sinni Kristínu Halldórsdóttur haustið 1704. Ásmundur kjaftaði frá þremur mánuðum síðar. í hér- aði veltu dómsmenn því fyrir sér hvort ætti að senda hann til refsivistar en á alþingi var hann látinn sleppa því hann hafði tek- ið opinbera aflausn fýrir rangar skriftir og lygi.29 Haustið 1681 fæddi Margrét Jónsdóttir barn og kenndi það öldruðum manni, Sveini Halldórssyni. Ári síðar eignaðist hún annað barn. Þá var Sveinn látinn fyrir nokkr- um vikum. Hún lýsti son hans Einar föður og bætti um betur með því að ljóstra því upp að Einar ætti líka fyrra barnið og hefði kúgað hana til að kenna Sveini það. Það var því vel þekkt að karlar keyptu aðra til að gangast undir faðerni óskil- getinna barna sinna og oftar en ekki hefur það tekist. Til merkis um það er yfirlýsing Guðrúnar Jónsdóttur árið 1608. Ekki er ljóst hvers vegna hún sá sig knúna til að breyta framburði sínum þegar 28 ár voru liðin frá fæðingu barns sem hún á sín- um tíma kenndi Helga Fúsasyni „en nú síðar giftum manni Guð- mundi Helgasyni hver nú er andaður."30 KARLAR SYI\JA „Sá skal synja sem fyrir sök verður" segir í Jónsbók frá 1281. Feðrunarákvæðis Kristni- réttar frá 1275 er þegar getið. Á 17. öld var iðulega vitnað til þess í dómum um faðerni. Biskup var ekki lengur aðili málsins heldur sýslumenn og í dómasafni frá lokum aldarinnar var ákvæðið lagað að þörfum samtímans: „Sá skal faðir að barni sem móðir segir á hendur nema hann færist undan með lýrittareiði hinum minna, ef meinalaust er. En séu mein á þá sé eiður eftir málavöxtum ef skynsömum mönnum með valdsmanni þykir þörf vera.“31 Lýrittareiður minni var á þá leið að sýslumaður nefndi tvo menn með þeim sem átti að sverja. Eiðamenn, eða nefndarvætti eins og þeir voru kallaðir, urðu að þekkja til málsins og máttu hvorki vera skyldir liinum sak- aða né hafa átt í útistöðum við hann. Þeir áttu að vera valin- kunnir og skilríkir menn „sem hvorki séu áður reyndir að röngum eiðum né skrökvott- um.“ Sakborningur valdi sér síðan fangavott, sem minni kröfur voru gerðar til en nefnd- arvætta. Eangavottar þurftu aðeins að vera „fulltíða og eigi að meinsærum reyndir." Til þess að eiðurinn tækist urðu fanga- vottur og annar eiðamanna að sanna eið hins sakaða „með því skilorði að eigi viti þeir annað sannara fyrir guði en þeir sverja að sinni hyggju.“ Treystu þeir sér ekki til þess taldist sakborn- ingur fallinn á eiði.32 Þannig var dæmt þangað til réttarfars- ákvæði Norsku laga frá 1687 voru leidd í lög hér á landi vor- ið 1718. Eiðamanna var þá ekki þörf og framvegis áttu karlar það einungis við eigin samvisku livort þeir gengust við barni sem þeim var kennt eða sóru fyrir jDað. Þeir gátu ekki lengur fallið á eiði33 Ákvæði Kristniréttar var skýrt. Karlmaður sem kennt var barn átti þess kost að losa sig við áburðinn með eiði. Áréttað var í dómi að Býjaskerjum fyrir al- þingi 1580 að ekki mætti taka eiða um feður barna af „lausa- konum," heldur yrðu lýstir feð- ur að synja „fyrir sitt verk eftir lögum ef þeir vilja ekki við börnunum ganga.“ Einnig er ljóst af dómi Þórðar lögmanns Guðmundssonar í Lundi í Syðra-Reykjadal 19. maí 1571 að vildi karlmaður ekki synja fyrir barn með eiði samkvæmt ákvæðum Kristniréttar varð hann að veita því björg.34 Fað- ernismál komu fyrir sýslumenn á þingi. Þar stóð konan við lýs- inguna og karlinn neitaði. Þættu engin vandkvæði vera á var honum dæmdur eiður sem hann átti að sverja innan ákveð- ins tíma. Margir unnu eiðinn þegar í stað. Lýrittareið minni sóru ókvæntir menn líkt og Sigurður Hallbjarnarson að Holti undir Eyjafjöllum 30. apríl 1611: „Til þess legg ég Sigurður Hallbjarnarson hönd á helga bók og skýt mínu máli til Guðs að ég hef aldrei lagst með Þor- björgu Eysteinsdóttur til neins saurlifnaðar að framkvæma nokkra líkamlega lostasemi með henni. Og að svo stöfúð- um eiði sé mér svo Guð hollur Brýn nauðsyn að stemma stigu við því að konur kæmust upp með að feðra ekki börn sín. 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.