Ný saga - 01.01.1989, Side 47

Ný saga - 01.01.1989, Side 47
BARNSFEÐRANIR OG EIÐATÖKUR Á 17. ÖLD kenndi Þórði Þorkelssyni barn og þegar hann sór fyrir það full- yrti hún að ekki kæmu aðrir til greina. Sóknarprestur vildi hvorki taka hana til aflausnar né leyfa henni að njóta heilagrar kvöldmáltíðar, svo hún gekk fyrir Jón Árnason biskup og Lafrentz amtmann á alþingi 1734 „med grædende taare,“ eins og biskup segir í bréfi til konungs 2. september 1734. Biskup vissi engin önnur lög en prinsins bréf frá 1625 og sendi konungi eintak til vonar og vara. Hann taldi þó ekki að ákvæði þess ættu við um Sess- elju því hún hefði alls ekki neit- að að lýsa föður og væri stöðug í lýsingu sinni. Konungur leit- aði álits guðfræðinga við Há- skólann í Kaupmannahöfn. Þeir svöruðu 6. nóvember og töldu að enginn gæti vitað betur en Sesselja sjálf með hverjum hún hefði haft „syndugan samgang." Því væri eins víst að hún segði satt. Þeir lögðu til að hún yrði yfirheyrð einu sinni enn og tek- in til opinberrar aflausnar stæði hún við lýsinguna. Við þá at- höfn mætti hún nefna Þórð til verksins. Konungur féllst á þetta með bréfi til biskups 17. desember 1734. Jafnframt gerði hann úrræðið að almennri reglu um konur sem stóðu við lýsingu sína eftir að lýstur faðir vann eið.58 Biskup lét lesa bréf konungs upp á prestastefnu á Þingvöll- um í júlí 1735 og þremur árum síðar tóku veraldlegir embættis- menn við sér. Þá var dómi yfir Helgu Þórðardóttur úr Árnes- sýslu hnekkt á alþingi. Lögsagn- ari hafði dæmt hana eftir prins- ins bréfi, en það þótti ekki eiga við því Helga hafði lýst föður. Hún átti aðeins að greiða sekt til konungs, „þar engin lög finn- ast hingað í land inngefin um þær konur sem ei geta feðrað börn sín.“ Samdægurs skrifuðu báðir lögmenn og sex sýslu- menn konungi bréf og báru sig illa undan þeim vafa sem léki á málum þegar karlar hefðu svar- ið fyrir börn en konurnar væru ófáanlegar til að lýsa annan föður. í bréfinu fullyrða þeir að áður fyrr hafi konur verið hýdd- ar eða sendar utan. Hinu síðar- nefnda til sönnunar nefna þeir aðeins prinsins bréf og enn fær konungur sent eintak af því. Síðan segja þeir að bréf kon- ungs frá 17. desember 1734 hafi vakið veraldlega dómara til um- hugsunar um það hvort ekki væri ástæða til að milda refsing- ar. Þó yrði að girða fyrir þann möguleika að konur reyndu að ljúga sig frá sifjaspjöllum og hórdómi með því að lýsa ógifta og saklausa menn feður. Þeir myndu neita og síðan ekki söguna meir. Háyfirvöldum leist vel á erindið og 19. des- ember 1738 undirritaði kon- ungur tilskipun um að synjaði karlmaður faðernislýsingu með eiði og konan stæði við lýsing- una skyldi hún vera laus við frekari ákæru, nema það sann- aðist að hún væri að ljúga.59 Eft- ir þetta voru konur hvorki hýddar né flæmdar að heiman eða meinað sakramenti vegna barna sem þeim tókst ekki að feðra. Rekistefnum út af faðerni linnti að vísu ekki, því eftir sem áður voru ógiftar konur spurð- ar um feður barna sinna og efa- mál komu fyrir dóm, en allt varð einfaldara í sniðum vegna þess að ekki hvíldi sama ógn refsingar yfir málum og áður. Strangt tekið þurftu konur ekki lengur að feðra börn. TILVÍSANIR 1 Þjóðskjalasafn (Þf). Bps. A III-l, Presta stefnubók Skálholrs 1639-74 bls. 492-93- Ég vil þakka Áhugahópi um íslenskar kvennarannsóknir fyrir styrk sem mér var veittur á síðast- liðnu hausti og gerði mér kleyft að finna og lesa |jau skjöl sem hér verð- ur getið. 2 Marie-Claude Phan, Les amours illég- itimes. Histoires de séduction en Languedoc 1676-1786, París 1986 bls. 5-9, 120. 3 Þl. Kirknasafn VIII-7. Prestsþjónustu- og kaupmálabók Reykholts 1664- 1788 bls. 42, 214-15. Sjá afrit Steins Dofra sem geymt er með frumritinu bls. 46, 218-19. 4 ÞÍ. Gullbringu- og Kjósarsýsla IV-1, Dómabók 1696-1700 bls. 22: dulsmál Guðrúnar Oddsdóttur haustið 1697. 5 Stofnun Árna Magnússonar, AM 270 fol. Bréfabók Brynjólfs Sveinssonar 1656-57 bls. 182. Afrit á Handrita- deild Landsbókasafns, Lbs. 1079 4to bls. 159-60. Bréf um játningu séra Jóns eru prentuð í útgáfujóns Helga- sonar, Úr bréfabókum Brynjólfs bisk- ups Sveinssortar, Safn Fræðafélagsins 12. bindi, Kaupmannahöfn 1942 bls. 92-7; um Ragnheiði sjá Úr bréfabók- urn Brynjólfs bls. 128 og grein Guð- mundar Kambans, „Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynjólfsdóttir'' í Skími 1929 bls. 52-3. 6 Viborgs Landstings Domböger 1616. Udgivet af Landsarkivet for Nörrejyl- land ved Poul Rasmussen, Viborg 1965 bls. 59-60. 7 Alþingisbœkur III bls. 40 og 42. Sam- þykktin er til í tveimur handritum, óheil í báðum. Ég slæ þeim saman svo hún verði skiljanleg; ÞÍ. Sýslu- skjalasafn. Snæfellsnessýsla IV-la, Dómabók 1652-67 bls. 103v-104r. 8 AM 249 a I 4to, Dómabók Gísla Árna- sonar í Rangárvallasýslu 1597-1604 bls. 3r sbr. llr, 75v, 106r, 118v, 131r, 144v, 152r, 173r. Sjá einnig AM 254 4to, Dómabók Einars Hákonarsonar í Árnessýslu 1620-27 bls. 10; Þf. Sýslu- skjalasafn. Árnessýsla V-2, Dómabók 1666-77 bls. 390-91 og Skagafjarðar- sýsla V-l, Dómabók 1673-80 bls. 266- 67. 9 /slenskt Fombréfasafn XIV bls. 275. 10 Norges gamle love V, Osló 1895 bls. 21-22, 40; Kristinn réttr inn nýi, út- gefandi Grímur Thorkelín, Kaup- mannahöfn 1777 bls. 14-19, 144. 11 Alþb. I bls. 318 og 352. f einu handriti er samþykktin frá 1578 sögð vera gerð 1574 og útgefendur Alþingis- bóka hafa tekið það til greina (I bls. 236). Mér þykir |ietta ólíklegt. Þrjú handrit segja faðernisákvæðið vera frá árinu 1578 og útgefendur bók- anna taka að öðru leyti meira mark á þeim en hinu; Alþb. III bls. 281. 12 Alþb. II bls. 416-17 og III bls. 129. 13 Tveir fræðimenn hafa skrifað t m mál Þórdísar, báðir sama árið: Einar Arn- órsson, „Sifjaspjallamál Tómasar Böðvarssonar og Þórdísar Halldórs- dóttur. Brot út réttarfarssögu 17. aldar." Saga 1951 bls. 261-88; Guð- brandur Jónsson, „Þórdísarmálið. Sakamál frá 17. öld." Sjö dauðasyttd- ir. Sögur af íslenzkum sakamálum frá ýmsurn öldum, Reykjavík 1951 bls. 43-52. 14 AM 249a I 4to, Dómabók Gísla Árna- sonar 1597-1604 bls. 64v, 88v, 164v, 208v og 225v; AM 249 III 4to, Dóma- bók Gísla 1606-12 bls. 51r, 53v, 64r, 66r og 73r. Þetta var algengt alla 17. öld og yngstu dæmi sem ég hef rekist á eru frá 1710 og 1719, sjá Þl. Sýslu- skjalasafn. Þingeyjarsýsla Vd-2, Dóma- bók 1708-12 bls. 89-90; fsafjarðarsýsla IV-1, Dómabók 1711-19: 17. apríl 1719. „Kristileg kirkja plagar ekki að dæma opin- berlega um leynda hluti. “
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.