Ný saga - 01.01.1989, Qupperneq 53
Guðjón Friðriksson
EMBÆTTISMANNA-
AÐALLINN í REYKJAYÍK
ví hefur stundum verið
haldið fram að embættis-
mennirnir í Reykjavík á
síðustu öld hafi verið eins kon-
ar aðall, sem var langt yfir al-
múga hafinn, og stéttaskipting
þá verið mun afdráttarlausari
og skýrari en síðar varð. Stein-
grímur Thorsteinsson skáld fór
mörgum orðum um það sem
hann kallaði „embættismanna-
klikku“ í höfuðstaðnum og
sagði hana mynda „aristókrat-
íska svínabendu“ (sbr. bréf til
Eiríks Magnússonar 26. mars
1882 (Lbs. 2185b, 4to)). Víst er
um það að innbyrðis giftingar
voru mjög tíðar innan hinnar
tiltölulega fámennu háembætt-
ismannastéttar, rétt eins í
kóngaættum úti í Evrópu, og
náin skyldleiki því algengur.
Hér í þessari grein er gerð til-
raun til að athuga hversu mikið
flæði var frá háembættismanna-
stéttinni yfir í aðrar stéttir þjóð-
félagsins með giftingum og
gerður samanburður annars
vegar á hópi háembættismanna í
Reykjavík árið 1870 og hins veg-
ar árið 1910. Það sem einkum
er rannsakað er í fyrsta lagi úr
hvaða stéttum feður þeirra og
tengdafeður voru, í öðru lagi í
hvaða stéttum synir þeirra og
tengdasynir höfnuðu og í þriðja
lagi hver stéttarstaða tengda-
feðra barna þeirra var.
í háembættismannastéttinni
1870 töldust 14 einstaklingar.
Þeir voru þessir: Árni Tlior-
steinsson land- og bæjarfógeti,
Hannes Árnason prestaskóla-
kennari, Hilmar Finsen stiftamt-
maður, Helgi Hálfdanarson
prestaskólakennari, Jens Sig-
urðsson rektor, Jón Hjaltalín
landlæknir, Jón Pétursson yfir-
dómari, Jón Þorkelsson yfir-
kennari, Jónas Jónassen sjúkra-
húslæknir, Magnús Stephensen
yfirdómari, Ólafur Pálsson
dómkirkjuprestur, Pétur Péturs-
son biskup, Sigurður Melsted
lektor og Þórður Jónassen yfir-
dómari. Sem dæmi um skyld-
leika milli þessarra manna má
nefna að Jón Pétursson og Pétur
Pétursson voru bræður en
Þórður var faðir Jónasar. Árni
og Hilmar voru systkinasynir.
Magnús Stephensen var ná-
skyldur konum þeirra Sigurðar
Melsteds, Ólafs Pálssonar og
Jónasar Jónassens og auk þess
var Sigurður móðurbróðir Elín-
ar, konu Magnúsar.
Árið 1910 hafði Reykjavík
stækkað mjög og stjórnsýslan
Reykjavík (séð frá Skólabrú) 1877. Dómkirkjan á vinstri hönd, Austurvöllur á þá hægri.
Innbyrðis giftingar
voru mjög tíðar innan
hinnar tiltölulega
fámennu háembættis-
mannastéttar.
51