Ný saga - 01.01.1989, Síða 78
rannsóknir. Allt er það tengt
kennslu minni í París. Um
þrennt er að ræða:
í fyrsta lagi eru rannsóknir á
stjórnmálasögu. Fyrir nokkrum
árum skrifaði ég grein um
nauðsyn þess að hefja rann-
sóknir á stjórnmálum miðalda.
Gagnrýni annalista á hina hefð-
bundnu stjórnmálasögu var að
vísu réttmæt, en þeir gleymdu
ýmsu og ég benti á að menn
yrðu að hefja slíkar rannsóknir
á nýjan leik, ekki á stjórnmála-
mönnum og atburðum stjórn-
mála (la politique) heldur á
eðli og uppbyggingu stjórnmála
(le politique). Með öðrum orð-
um væri nauðsynlegt að kanna
sögu valdsins og þar yrði að
byrja á því að skilgreina og
skýra hugtök. Hvað þetta varðar
hef ég orðið fyrir verulegum
áhrifum frá mannfræðingum,
sem hafa lagt áherslu á hið tákn-
ræna: formvenjur, tákn, reglur
um hátíðahöld og þessháttar.
Hér gætu rannsóknir á ís-
lenskum fornritum sagt sitt af
hverju, bæði athugun á sam-
tímasögum og á íslendingasög-
um, þó með það í huga að allt
eru þetta bókmenntir. íslend-
ingasögurnar eru eiginlega
ennþá athyglisverðari en hinar
vegna þess að þær voru skrifað-
ar miklu seinna en atburðirnir
sem þær lýsa eiga að hafa gerst.
Því miður hef ég ekki nógu
mikið vit á sögu íslands og ís-
lenskum heimildum til að gefa
nákvæmari ráð, nema að menn
verða að líta á heildina og sjá
samhengi hlutanna, athuga allar
tiltækar heimildir og ekki
gleyma sér í smáatriðum. Þarna
yrði líka að koma til saman-
burður við önnur lönd í Evr-
ópu. Hin nýju viðhorf í stjórn-
málasögu gera ráð fyrir því að
saga stjórnmála sé um leið saga
þjóðfélagsins. Þegar hugað er
að íslandi á miðöldum er ljóst
að landið var á hjara veraldar og
mætti nefna það kristið ríki í út-
jaðri, líkt og Spánn, Sikiley og
ríki Slava. Þótt þessi þjóðfélög
hafi verið ólík væri ákaflega at-
hyglisvert að bera þau saman,
einmitt með það í huga að þau
voru á endimörkum kristinnar
trúar. ísland hefur þó sérstöðu
vegna þess að engin önnur
lönd liggja að því. Samt myndi
ég flokka landið með öðrum
löndum sem voru í útjaðri
Evrópu og bera það saman við
þau. Það er einmitt skylda okkar
sagnfræðinga á næstu árum að
leggja meiri áherslu á saman-
burðarsagnfræði en verið
hefur. Georges Dumézil hefur
lagt aðferðafræðilegan grunn
að samanburði með rannsókn-
um sínum á indóevrópskri
menningu, við verðum að feta í
fótspor hans.
Hvað sjálfan mig varðar hef
ég að undanförnu fengist við að
rannsaka þá staði sem sköpuðu
hugmyndafræði ráðamanna.
Hin hefðbundna sagnfræði
hafði áliuga á því hvar skjöl
urðu til. Ég vil stækka viðfangs-
efnið og kanna umhverfi þeirra
staða sem varðveittu minning-
una um menn og atburði, því
segja má að þessir staðir hafi
framleitt söguna. Þessa dagana
og í þessum anda er ég að skrifa
bók um Heilagan Loðvík, Saint
Louis, sem var konungur Frakk-
lands árin 1226-70. Þar reyni
ég að sýna hvernig hægt er að
skrifa nýja tegund af ævisögu og
jafnframt skilja heilt þjóðfélag,
heila öld, út frá hugmyndum
manna. Við erum að fjarlægjast
nauðhyggjuna og um leið verð-
ur nauðsynlegt að kanna hlut-
verk tilviljana og hendinga í
sögunni, án þess þó að við för-
um að skrifa óskynsamlega
sögu. Svo vitnað sé í orð heim-
spekingsins Merleau-Ponty þá
hefur sagan ekki lengur eina til-
tekna merkingu, en merkingu
hefúr hún þrátt fyrir það. Ævi-
saga Saint Louis verður því um
leið íhugun um eðli og mögu-
leika ævisögunnar. í stuttri
grein í tímariti fýrir almenning,
L’Histoire, hef ég meira að segja
spurt spurningarinnar: var Saint
Louis til? Auðvitað var hann til,
en spurning sem þessi vekur
upp aðrar, svo sem þá hvort
heimildir sem við notum ljúgi
ekki að okkur frá upphafi, frá
því þær urðu til. Þetta er vand-
inn við gagnrýni á heimildum
sem beitt er við að skrifa ævi-
sögur og sögu stjórnmála.
Minningin um Saint Louis
varð til á þremur stöðum. Fyrst
og fremst í Saint Denis-klaustri í
nágrenni Parísar, en líka meðal
betlimunka, einkum dóminík-
ana og fransiskana, sem höfðu
náin tengsl við konung. í þriðja
lagi erum við svo heppin að
eiga ævisögu Saint Louis eftir
náinn samstarfsmann hans,
aðalsmanninn Joinville. Það er
fyrsta ritið sinnar tegundar sem
leikmaður skrifar, og það á
frönsku. Þar birtist sjónarmið
hinnar nýju menningar leik-
manna á 13. öld. Saint Louis
er athyglisverður af tveimur
ástæðum. Annars vegar varð
hann fljótlega fyrirmynd ann-
arra konunga í Evrópu. Hins
vegar var hann gerður að dýrl-
ingi skömmu eftir andlátið. Ég
legg mikið upp úr táknum og
merkjum konungdómsins, og
nefni athuganir mínar stundum
til gamans sögulega stjórnmála-
mannfræði.
Þessu tengt eru rannsóknir á
myndmáli miðalda sem ég
stunda í samvinnu við nokkra
kollega og vini. Við könnum
framleiðslu, merkingu og sögu-
legt hlutverk mynda, ekki að-
Flestir sagnfræðingar
stunda sagnfræði án
þess að hugsa um
það sem þeir eru að
gera.
Islendingasögurnar
eru eiginlega ennþá
athyglisverðari en
samtímasögur vegna
þess að þær voru
skrifaðar miklu seinna
en atburðirnir sem
þær lýsa eiga að hafa
gerst.
76