Ný saga - 01.01.1989, Page 84

Ný saga - 01.01.1989, Page 84
Sumarliði ísleifsson MYND: 1000 ORÐA ÍGILDI Isumar sem leið sótti ég þriggja daga námskeið í lýðháskólanum í Kungalv í Svíþjóð. Námskeiðið fjallaði um notkun mynda og hlutverk þeirra við miðlun á sögulegu efni. Á dagskrá var m.a. kynning á mynd sem hafði verið unnin við Stokkhólmsháskóla um líf- daga Parísarkommúnunnar 1871 og Iýsti hún upptökum hennar, framvindu og endalok- um á áhrifamikinn hátt. Þessi mynd státaði ekki af neinum stórleikurum; hún var byggð upp af tréskurðarmyndum. Myndirnar, sem flestar höfðu birst í blöðum á þessum tíma, voru gerðar eftir ljósmyndum; um þessar mundir var prent- tækni ekki komin á það stig að unnt væri að prenta ljósmyndir. Með þessu hráefni tókst höf- undum að skapa annars vegar heillega frásögn með því að raða myndunum þannig saman að þær segðu í heild sinni sögu kommúnunnar og hins vegar ótrúlega mikla hreyfingu með tengingu einstakra mynda og á þann hátt að renna yfir mynd- flötinn og beina vélinni að ákveðnum atriðum í myndun- um. Höfúndarnir bjuggu með öðrum orðum til heimildar- kvikmynd og notuðu eingöngu til þess „kyrrmyndir" frá þeim tíma sem þeir voru að fjalla um. Þetta vakti áhuga minn á að vinna verkefni sem gerði á myndrænan hátt grein fyrir samfélagsuppbyggingu og framleiðsluháttum í íslenska bændasamfélaginu, fyrir hinar umfangsmiklu breytingar sem urðu í lok síðustu og í upphafi þessarar aldar. Þó er það ekki innihaldið sem stendur til að ræða um hér - enda ekki ætlun- in að koma á framfæri neinum nýjum sannleik - heldur er við- fangsefnið umbúnaðurinn, þ.e.a.s. hvernig þessu efni er miðlað. HVERS KONAR MYNDIR ÁTTI AÐ NOTA? Til greina kom að nota margvís- legt myndefni, málverk, teikn- ingar, tréskurðarmyndir, gaml- ar kvikmyndir eða ljósmyndir. Þá var einnig mögulegt að mynda hluti sem vörðuðu um- rætt efni á söfnum eða reyna að setja eitthvað á svið. Ég valdi þann kost að nota eingöngu Á Skútustööum í Mývatnssveit árið 1893. Þessi mynd kom að góðu haldi þegar fjallað var um heimilisiðnað til sveita. Úr tré voru smíðuð amboð og skjólur. Þá voru riðin net og fléttaðar gjarðir. Klæðnaður þessara skötuhjúa er vafalítið heimagerður; konan er m.a. í þungu vaðmálspilsi og karlinn í háum prjónuðum sokkum. Bæði eru þau á sauðskinnsskóm. 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.