Ný saga - 01.01.1989, Qupperneq 91

Ný saga - 01.01.1989, Qupperneq 91
STÓRFYRIRTÆKI OG STRÍÐSGRÓÐI flokka var einmitt Sambandið, sem rak ekki aðeins umfangs- mikla verslun heldur einnig margháttaða iðnframleiðslu. Niðurstaðan varð þó sú að flokka það með verslunum eftir lauslega athugun á rekstrar- reikningum SÍS, því mér sýndist verslunin gefa því meiri nettó- tekjur en iðnreksturinn.13 Aðrar atvinnugreinar en þær sem getið var að framan voru svo smáar að ekki þykir ástæða til að fjölyrða um þær. Flestar þeirra þjónuðu atvinnulífinu (þ.á m. útgerðinni) að stærstum hluta eða seldu vörur til fjárfest- ingar og rekstrar. Af fyrirtækj- um sem þjónuðu útgerðinni að meira eða minna leyti má eink- um nefna Netastofuna, Sœnsk- íslenzka fry’stihúsið, Sjóklœða- gerð íslands og Lýsi. Ekki er ofmælt að segja að fyrirtæki í sjávarútvegi eðá önn- ur sem þjónuðu honum hafi haft 80-85% af samanlögðum tekjum stórfyrirtækjanna. Að þeim slepptum þjónuðu all- mörg fyrirtæki annarri atvinnu- starfsemi í Reykjavík og utan hennar. Reykjavík er samkvæmt því hálfgert útgerðarpláss 1940. Hún er a.m.k. bær atvinnulífsins 1940, því stórfyrirtæki á sviði skemmtana eða afþreyingar voru engin nema Nýja Bíó og Gamla Bíó. STÓRFYRIRTÆKI Á ÁRINU 1944 Hvernig leit reykvískt atvinnulíf út 1944? Auðséð er að það urðu geysilegar breytingar frá 1940 eins og sést á töflu 2. Útgerðin beið mikinn hnekki og var komin í annað sæti, en verslun- in komin í það fyrsta. Hlutfall þeirra af tekjum stórfyrirtækj- anna var samt svipað, nálægt 30% hvor grein. Hlutfall ann- arra atvinnugreina var mun minna og við skulum því staldra við þessar stærstu greinar. Ekki er hægt að lýsa því öðru- vísi en sem áfalli fýrir útgerðina að vera komin ofan í tæpan þriðjung þegar hún hafði 76% Fjöldi heildsölu-, umboðs- og almennra smásöluverslana margfaldaðist. 1940. Hvað Reykjavík varðar er því hreint ekki hægt að taka undir orð Sigfúsar Jónssonar um að togaraútgerð hafi „staðið með blóma á stríðsárunum.“14 Hver er skýringin á þessari hnignun útgerðarinnar? Fyrst er til að taka að togaraflotinn var orðinn úreltur og ónýtur. Strax 1940 voru togararnir orðnir gamlir en endurnýjun var engin og fækkaði þeim nokkuð á stríðsárunum.15 Fleira kemur til; svo sem það að skip fórust og erfitt var að fá mannskap vegna hárra launa sem voru í boði í landi. Ef til vill hafa líka óhemjudýrar viðgerðir og endurbætur sem lagt var í ekki skilað sér.16 Kveldúlfur var enn sem fyrr langstærsta útgerðarfélagið með 6,5 milljónir í skattskyldar tekjur. Næst kom Fylkir með 1,9 milljónir en önnur voru með um milljón og þaðan af minna í tekjur. Verslanir juku hlut sinn gríðarlega 1940-44. Þær höfðu þrefalt stærri hlutdeild í tekjum stórfyrirtækjanna 1944 (32%). Eins og nærri má geta voru þær líka margfalt fleiri 1944 (46 á móti 11). Á fýrsta árinu (1940) skiptust verslanir gróflega í tvennt, þegar SÍS er sleppt: stór- ar heildsölu- og umboðsversl- anir (með nálægt 16% tekn- anna) og verslanir sem seldu rekstrar- og fjárfestingarvörur til atvinnulífsins (með nálægt 42% teknanna). Á þessu ári, 1944, var miklu meiri fjöl- breytni en um leið var erfiðara að flokka þær eins og hér er gert á eftir. Rétt er því að taka þeim hlutfallstölum með nokkrum fyrirvara. Fjöldi heildsölu-, umboðs- og almennra smásöluverslana margfaldaðist og hlutdeild þeirra jókst úr nálægt 16% í um það bil 38% gróft áætlað. Hins vegar voru engar þeirra í hópi tekjuhæstu verslunarfýrirtækja. SÍS er ekki talið með í þessum hópi. Tekjur þess voru helmingi minni (1,1 milljón) en 1940 og hlutur þess af tekjum allra versl- ana ekki nema svipur hjá sjón miðað við sama ár: 7% í stað 42%. • tM. X/ V' . lul Pf iV áf w. wB 1 & Bretavinnan og síðan vinnan fyrir Bandaríkjamenn skapaði auð sem Islendingar bjuggu að æ síðan. 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.