Ný saga - 01.01.1989, Page 94

Ný saga - 01.01.1989, Page 94
Halldór Bjarnason peningar, næstum því eins miklir og hjá pressaranum í Dúfnaveislu Halldórs Laxness. Betri borgarar og þeir sem voru svo heppnir að fá sæmi- legt húsnæði keyptu spegla, húsgögn og veggfóður í húsin sem þeir voru að byggja eða byggingarverktakarnir önnuð- ust. Þeir þurftu ekki síður á að halda fötum til að geta klætt sig sómasamlega og þurfa ekki að skammast sín fyrir útganginn á sér þegar þeir skruppu í bíó með elskunni sinni eða spók- uðu sig á kaffihúsi. Það var notalegt að maula Freyju súkku- laðið meðan horft var á ein- hvern sjarmörinn eða fegurðar- dísina í bíóinu eða bara þegar maður greip einhvern af nýju reyfurunum í hönd. Svo til að hafa vaðið fyrir neðan sig var vissara að tryggja húsið og fjöl- skylduna. Var hægt að hugsa sér ljúfara líf? Það hefur verið erfitt fyrir þá sem mundu kreppuna. Því minntust margir þessara veltiára með hlýjum hug, þetta var „blessað stríðið sem gerði syni mína ríka.“ STÓRFYRIRTÆKI Á ÁRINU 1948 Þegar tölur ársins 1948 eru skoðaðar er rétt að gæta að einu. Árin 1940 og 1944 voru samanlagðar skattskyldur félag- anna nálægt 50 milljónum, eins og kom fram í töflu 1. Allar hlut- fallsbreytingar þau ár eru um leið breytingar á algildum (absolút) tölum. Þegar tölur ársins 1948 eru lesnar þarf hins vegar að hafa í huga að tekjur félaganna eru um það bil helm- ingi lægri en fyrri árin tvö. Með þetta í huga skulum við athuga hvernig atvinnulífið og ástand fyrirtækjanna var 1948. Eins og áður lítum við fyrst á hag útgerðarinnar og hann er bágur. Svo er af henni dregið að tekjur fyrirtækjanna ná ekki nema 3% af heildartekjunum en voru 30% fjórum árum áður. Fjórum árum þar áður (1940) höfðu þau 76% teknanna! Á þessu ári ná aðeins tvö útgerð- arfélög í hóp stórfyrirtækja: Helgafell með 600 þús. og Mjölnir með 300 þús. kr. í skatt- skyldar tekjur. Árið 1944 náðu 10 félög í þennan hóp og voru með samtals 14,8 milljónir í tekjur. Á átta árum hefúr út- gerðin næstum því orðið að engu. Hvernig stendur á þessu hruni? Eitt helsta ætlunarverk „Ný- sköpunarstjórnarinnar," sem komst til valda 1944, var að skjóta sterkum stoðum undir at- vinnulífið og í því skyni var m.a. samið um kaup á 32 togurum haustið 1945.18 Ríkisstjórnin bauð útgerðarmönnum hag- stæð lán til kaupanna en þeir reyndust tregir til þegar á átti að herða. Kom þar margt til að áliti Þorleifs Óskarssonar: óvissa um framtíð útgerðar og óöryggi um ytri aðstæður, reynsla kreppu- áranna dró líka úr þeim kjarkinn. Aðrar fjárfestingarleið- ir voru nú fyrir hendi sem voru áhættuminni, ekki jafn hvikular og fullt eins ábatasamar.19 Mark- aðsmál komu líka inn í dæmið og jafnvel fleira sem hér verður ekki rakið.20 Aðrar atvinnugreinar sem út- veguðu útgerðinni rekstrarvör- ur eða þjónustuðu hana urðu eðlilega líka fyrir barðinu á þessum samdrætti í útgerðinni. Þetta gilti bæði um málmsmíð- ina, slippana, vélsmiðjurnar og verkstæðin, og netagerðina. Verslanir sem þjónuðu útgerð- inni urðu líka fyrir samdrættin- um. Nú þegar útgerðin var orðin svo Iítil báru tvær atvinnugrein- ar höfuð og herðar yfir aðrar: verslunin með 38% og mat- væla- og drykkjarvöruiðnaður- inn með 21%. Að frátaldri út- gerðinni voru þetta líka stærstu greinarnar fjórum árum áður, 1944. Samsetning verslunarinn- ar var áþekk því sem hún var 1944. Fátt var um nýjar tegundir af verslunum, þó má nefna mat- vörubúðir (t.d Síld & fisk) og raftækjaverslanir (t.d. Raftœkja- salan). Allt í einu voru nógir peningar, næstum því eins miklir og hjá pressaranum í Dúfna- veislu Halldórs Laxness. Var hægt að hugsa sér Ijúfara líf? Vöxturinn í matvæla- og drykkjarvöruiðnaðinum var sér- lega mikill, því hlutur hans óx úr 11% 1944 í 21%. Af þeim fýrirtækjum í þeirri grein var Sláturfélag Suðurlands stærst með 1,3 milljónir í tekjur. Önn- ur félög voru langt á eftir því, næst kom Sanitas með 600 þús. kr. En það er tímanna tákn að það skuli þó vera verksmiðja sem framleiðir gos, saft, sultur o.þ.h. í þessari atvinnugrein voru líka flest fyrirtækin ýmist bakarí, kexverksmiðjur, sælgæt- isgerðir eða öl- og gosdrykkja- gerðir. Sum þeirra voru með allt að 400-500 þús. kr. í tekjur. Nær allar atvinnugreinar, aðrar en útgerð og atvinnu- rekstur tengdur henni, juku hlut sinn meira og minna. Þetta var ýmis konar iðnaður, t.d. trésmiðjur og timburiðnaður, kemískur iðnaður og steinefna- iðnaður. í þessum greinum var ekkert eitt fyrirtæki miklu stærra en önnur, dreifingin var þvert á móti mjög jöfn. Tekjurn- ar voru frá 100 upp í 400 þús. kr. í fataiðnaðinn, sem blómstr- að hafði nokkrum árum fyrr, hafði þó hlaupið afturkippur. Félögum í þessari grein fækk- aði nefnilega mjög þótt hlut- deild greinarinnar í tekjum stórfyrirtækja ykist aðeins. Hér má enn minna á að mörkin milli verslunar og smáiðnaðar voru stundum óglögg. Til dæm- is var KRON með brauðgerð, efnagerð, fatapressun og fiður- hreinsun á seinni hluta fimmta áratugarins.21 Félög sem inntu af hendi þjónustustarfsemi í sambandi við atvinnu- og viðskiptalíf, þ.e. lögfræði-, fasteigna- og pen- ingaumsýslan komust í fýrsta skipti í hóp stórfyrirtækja á þessu herrans ári. Hér var um að ræða málflutningsskrifstofu Einars 13. Guðmundssonar & Guðlaugs Þorlákssonar, Fast- eignasölumiðstöðina, Verðbréf og skip og Togaraafgreiðsluna. Eins og fyrri ár fóru verktaka- fyrirtæki upp fyrir tekjumarkið, 92
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.