Ný saga - 01.01.1989, Qupperneq 96

Ný saga - 01.01.1989, Qupperneq 96
Halldór Bjarnason Verslunin bar ægis- hjálm ýfir allar aðrar atvinnugreinar. (76%). Samsetning verslunar- innar var samt mun fábreyti- legri heldur en árin 1944 og 1948. Einkum voru áberandi fyrirtæki i óskilgreindri heild- sölu- og umboðsverslun, en hlutfall þeirra af tekjum versl- ana var lauslega áætlað um helmingur. Þær sérverslanir sem á annað borð komust í hóp stórfyrirtækja þjónuðu greini- lega fyrst og fremst atvinnulíf- inu en ekki almenningi. Sú mynd sem maður fær af stórfyrirtækjum í Reykjavík 1952 líkist einna mest ástandinu Ný bók, sem mun vekja athygli: SPÍTALALÍF eftir James Harpole- Dr. Gunnl- Claessen þýddi. f þessari bók lýsir athugull og greindur læknir ýmsum atburðum, sem fyrir hann bera í sjúkrah.úsum og við persónuleg kynni af ýmsum sjúklingum. Bókinni er skift í marga kafla, og heita þeir: Botnlangaskurður, Keisaraskurður, Geðveiki læknirinn, S- 0. S-, Dalíla, Appelsínur, Jól í sp'tala, Berklar og fagrar konur, Næturvakan, Holdafar, Eld- raun skurðlæknisins, örþrifaráðið, Ungbarn í lífshættu, Dóttir flosvefarans, ölvun við akstur, Bráðkvödd, Vísindamaðurinn í vanda, Lán í óláni, Á elleftu stundu, Ölíkar konur- • Höíundur bókarinnar, James Harpole er þektur hjer á landi. Árið 1941 kom út bókin „Or dagbókum skurðlæknisins“ eftir hann í þýðingu dr. Gunnl. Claessen, en þýðandanum þarf ekki að lýsa fyrir íslenskum lesendum. Bókin er 216 bls- í stóru broti, prentuð á mjög vandaðan pappír, og kostar kr 25,00. Bókaverslun ísafoldarprentsmiðju og útibúið Laugaveg 12. Bókaútgáfa blómstraði á þessum árum og ekkert til sparað að auglýsa framleiðsluna. Isafoldarprent- smiðja bar höfuð og herðar yfir aðra á þessu sviði. 1940: Ein atvinnugrein er yfir- gnæfandi og stærstur hluti fé- laganna þjónar atvinnulífinu með rekstrar- og fjárfestingar- vörum. Það eina sem er veru- lega ólíkt með þessum árum er að fáein stórfýrirtæki og at- vinnugreinar þjóna almenningi 1952 en svo var ekki 1940. Að vísu voru starfandi afar mörg félög í ótilgreindri umboðs- og heildsöluverslun og er mér ekki ljóst hvorum hópnum þau þjónuðu meir. Það fer þó ekkert á milli mála að heldur meiri fátæktarbragur var yfir stórfyrirtækjum Reykja- víkur 1952 þótt fjölbreytnin í at- vinnu- og viðskiptalífinu hafi samt trúlega verið meiri en þessi rannsókn gefur til kynna. Það má geta þess til að aukin samkeppni hafi minnkað tekjur hvers fyrirtækis og þar af leið- andi hafi þau ekki farið upp fyrir tekjumarkið sem sett var í þessari rannsókn. Samanburð- urinn við stríðsárin er einnig óhagstæður og kannski ekki réttlátur því þá var Reykjavík hálfgerður gullgrafarastaður. YFIRLIT Miklar breytingar urðu á því hvaða atvinnustarfsemi stærstu fyrirtæki Reykjavíkur höfðu með höndum á árunum 1940- 52. Fyrsta árið gnæfði útgerðin yfir aðrar atvinnugreinar með þrjá fjórðu hluta af samanlögð- um tekjum stórfyrirtækjanna. Aðrar greinar nema verslunin með 11% hlutdeild voru afar smáar. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að nær helmingur verslananna og ýmis fyrirtæki í öðrum greinum þjónuðu út- gerðinni. Þar að auki þjónuðu nær öll önnur fyrirtæki atvinnu- lífinu á einn og annan hátt, þ.e. með rekstrar- og fjárfestingar- vörum. Reykjavík var því sann- arlega bær atvinnulífsins 1940 hvað stórfyrirtækin varðaði. Árið 1944 var myndin öll önnur. Útgerðinni hafði hnign- að mjög og hún hafði ekki nema tæpan þriðjung teknanna. Verslunin var orðin jafn stór út- gerðinni og ný grein lét nú að sér kveða, innlendur matvæla- og drykkjarvöruiðnaður. Þetta segir þó minnst því nú hafði stríðsgróðinn skilað sér til at- vinnulífs bæjarins af fullum krafti. Atvinnustarfsemin var þess vegna mun fjölbreyttari og nú komust í hóp stórfyrirtækja ýmis félög sem buðu almenn- ingi upp á skemmtanir og af- þreyingu, ýmis konar menn- ingarefni og munaðarvörur. Eins og vænta mátti efldust verulega félög sem þjónuðu at- vinnuvegunum og sérhæfð fyrirtæki á því sviði skutust í hóp stórfýrirtækjanna. Fjórum árum seinna, 1948, hafði harðnað á dalnum. Fyrir- tækin sem fóru yfir tekjumarkið voru jafn mörg, en samanlagðar tekjur þeirra minnkuðu um nær helming. Samkeppnin hafði vaxið og gróði hvers og eins var minni en áður, því tekjuhæsta félagið var „aðeins“ með sexfaldar meðaltekjur, en árin 1940 og 1944 hafði munur- inn verið tólffaldur. Fjölbreytnin í atvinnustarf- seminni var samt mjög svipuð, en hlutföll milli einstakra at- vinnugreina breyttust. Útgerðin var orðin að engu, hafði aðeins 3% teknanna, en verslunin hafði 37% og fyrrnefndur mat- væla- og drykkjarvöruiðnaður tvöfaldaði hlut sinn, komst í 21% teknanna. Aðrar greinar voru smáar. Mikili samdráttur einkennir atvinnustarfsemi stórfyrirtækj- anna síðasta árið, 1952. Heildar- tekjurnar höfðu minnkað um helming frá 1948 og félögum sem fóru yfir tekjumarkið fækk- aði einnig um nær helming. Meðaltekjurnar lækkuðu um tæplega fimmtung og tekju- hæsta félagið komst aðeins í þrefaldar meðaltekjur. Þessi samdráttur bitnaði fyrst og fremst á félögum sem þjónuðu almenningi á einn eða annan hátt: sérverslunum fækkaði, framleiðsla á munaðarvöru í matvæla- og drykkjarvöruiðnað- inum dróst saman, og félög sem 94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.