Íslenzk tunga - 01.01.1965, Qupperneq 10
8
GOSTA HOLM
orðsins -stad, -staðir. Ég mun freista þess hér að leggja nokkurn
skerf til ráÖningar gátunni.
í umræðunum um stað-nöfnin hefur lengi verið gerður greinar-
munur á svonefndum eiginlegum og óeiginlegum stað-nöfnum. Með
hinum óeiginlegu ítað-nöfnum hafa menn einkum átt við samsett
samnöfn, sem lifað hafa í málinu, þegar nafngiftin átti sér stað —
þ. e. heiti, sem fela í sér, hvers konar stað sé um að ræða, svo sem
kvernstaðr, bólslaðr, hœs(jujstaðr, þingstaðr, heystaðr ‘staður fyrir
hey’ o. s. frv. í þessum orðum og nöfnum merkir slaðr ‘pláss, staður
fyrir e-ð’. Gunnar Linde, John Sprensen og Bror Lindén hafa safn-
að allmiklum fjölda slíkra heita og nafna og hirt í ritum sínum. Að-
eins þau nöfn í safni Sórensens, sem hefjast á bókstafnum b, verða
um tíu talsins:
Á Skáni: fíolestad (bolastatli), fíorrestad (borghastath), Brand-
slad (brunastatli ‘sviðið land’ e. þ. u. 1.), fírönestad (brunastalh),
fíranneslad (brœnnastath ‘brenndur staður’); í Danmörku: fírfln-
sled (brunnstalh), fíusted (bothœslath ‘staður fyrir búð, búðarstað-
ur’), fíysted (byœslath) (tvö dæmi); bæði á Skáni og í Danmörku:
fídstad, fíádsted (batslath ‘bátstaður’).
í fyrsta hefti bókaflokks síns Dalska namn- och ordstudier hefur
Bror Lindén tekið til meðferðar hóp dælskra nafna með Astas- og
Astas-. Hann sýnir fram á, að A- samsvarar sæ. hö ‘hey’. Hér er um
að ræða gamla dælska samsetningu höstad, höstád, sem Lindén telur,
að hafi merkl ‘staður, þar sem heyjað var (mikið)’ eða ‘þar sem hey
var dregið saman og sett á hesju’. Hann finnur sama orð í gotlenzku,
Hdistadar, og í norska nafninu IIóistadslelten. Ef til vill má deila
um uppástungur og niðurstöður Lindéns einmitt um þetta atriði, en
eigi að síður sýnir greinargerð hans ótvírætt, hve geysimikilvægu
hlutverki hið gamla orð staðr í merkingunni ‘staður fyrir e-ð’ hefur
gegnt sem seinni hluti samsettra samnafna. Ég nefni nokkur dæmi
frá Lindén:
Austursæ. máll. kokstad ‘staður úti í náttúrunni, þar sem m. a.
var soðinn matur’; sæ. máll. askestad ‘sá staður í arninum, þar sem
askan er’; Dalamál: dyngstad ‘staður fyrir áburðinn, haugstæði’,