Íslenzk tunga - 01.01.1965, Blaðsíða 35
UM ALDUR OG UPPRUNA KV-FRAMBURÐAR 33
Jóns, er því með nokkuð öruggri vissu unnt að rekja það til vest-
firzks, og helzt breiðfirzks, málsvæðis.
3.51. Þegar dæmi um breytinguna hv- > kv- hafa verið rakin svo
langt aftur, er fremur ástæða til en áður að athuga nánar, hverjar
líkur eru til, að Hallgrímur Pétursson hafi stuðlað saman hv- og k-.
Dæmi það, er Bj örn K. Þórólfsson tók, er í Slátturímu, 19. vísu, sem
er á þessa leið:5G
1 viku slógum í vetling minn,
og veltum honum í heygarðinn,
kom þá boli með kjaftinn sinn
og kvomaði allan heyskapinn.
Orðmyndin kvoma, sem skorðuð er í ljóðstöfum, stendur vafa-
laust fyrir hvoma.57
Nú mun það vera lítil sönnun fyrir höfundskap Hallgríms að
kvæði, að það er prentað í ljóðabók hans, enda má ráða það af for-
mála útgefanda.58 Eins er alls óvíst, að vísan sé prentuð í upphaf-
legri mynd, þótt hún sé eftir Hallgrím.
Af Slátturímu sjálfri verður ekki mikið ráðið um höfundinn. Þó
kemur fram, að hann er prestur, hann kallar sig „sláttulúinn kirkju-
þjón.“5!' Einnig virðist hann búa nálægt sjó. Hann segir, sennilega
um einhvern nágranna sinn, að hann slái „þvert frá sjó og heim að
vegg.“60 Getur þetta átt við Hallgrím, en jafnframt svo fjölmarga
aðra, að engin stoð er að því.
Jón Pétursson og IJannes Þorsteinsson II (Reykjavík 1889—1904), 59—60, 598.
Ekki hef ég haft upp á tæmandi frumheimildum um uppruna Jóns, en óhætt
mun að treysta Sýslumannaæfum, þegar um svo þekkta ætt er að ræða.
5(i Ilallgrímur Pétursson, Sálmar og kvœði 11 (Reykjavík 1890), 401.
57 Mér er ekki kunnugt um dæmi um sögnina hvoma eldri en frá 17. öld, en
framburður /tn-hljóðhafa sýnir, að sú orðmynd er upprunaleg. Einnig kemur
sögnin fyrir í orðabókum Guðmundar Andréssonar (Lexicon islandicum, 127,
rituð hvama vegna prentvillu) og Björns Halldórssonar (Lexicon Islandico-
Latino-Danicum I). En þeim virðist hvergi skeika við að greina liv- frá kiA.
58 Sálmar og kvœði 11, vi—vii.
58 Sálmar og kvœði 11, 398.
60 Sálmar og kvœði II, 399.
ISLENZK TUNGA
3