Íslenzk tunga - 01.01.1965, Page 71

Íslenzk tunga - 01.01.1965, Page 71
HJARTA DREPR STALL 69 fæti, þegar þeir nema staðar. Þessi skýring er miklu sennilegri og styðst við ])að, að fornfranska orðasambandið prendre estal merkir, eins og áður getur, ‘stanza til þess að berjast’. V Að lokum þykir rétt að rekja einstök afbrigði orðtaksins og leitast við að skýra merkingarlegan uppruna þeirra. 1) Lýsingarorðið stalldrœpr er sennilega gert eftir orðtakinu, eins konar samþjöppun þess, sem dýrir hættir kunna að hafa stuðlað að. Það er ef til vill engin tilviljun, að það kemur fyrst fyrir í Hrynhendu Amórs jarlaskálds, en elzta örugga dæmi orðtaksins hjarta drepr stall er í Þórfinnsdrápu sama höf- undar. 2) Orðið stallr (frumg. *stallaz) virðist hafa orðið fyrir merkingarbreytingu, sem samkvæmt fræðiheitakerfi Gustafs Sterns nefnist merkingarskipti (per- mutation). Sem dæmi um merkingarskipti mætti taka orðasambandið ganga til hvílu, þar sem orðið hvíla heíir fengið merkinguna ‘rúm, rekkja’. í sænska orðasambandinu gá till vila merkir vila hins vegar ‘hvíld, ró’, og er sú merking upprunalegri. Merkingarmið alls orðasambandsins ganga til hvílu og samsvar- andi sænsks orðasambands er hið sama. Vegna þess að við túlkun orðasam- handsins skipti ekki máli, hvort hvíla var skilið í merkingunni ‘rúm’ eða ‘hvíld’, gátu menn tengt það nýrri merkingu, í þessu tilviki merkingunni ‘rúm’. Svipuð merkingarskipti hafa orðið í stallr að öðru leyti en því, að þar kemst inn sér- tekin merking í stað samtekinnar. I frumgermönsku var stallr (*stallaz) sam- tekið orð, merkti ‘staður’. í samböndunum ffr. faire estal, e. to make stall og ísl. gjöra stall hefir orðið hins vegar fengið sértekna merkingu, þ. e. ‘kyrrstaða’. Merkingarskiptin kunna að hafa gerzt í sambandinu *stallá neman, þar sem ekki skipti máli fyrir skilning orðasambandsins í heild, hvort orðið var tekið í samtekinni merkingu (‘staður’) eða sértekinni (‘kyrrstaða’). Þessi sömu merk- ingarskipti sjást í sumum fornfrönsku og ensku orðasamböndunum, sem minnzt er á í ritgerðinni, og flestum íslenzku orðtakaafbrigðunum. 3) Ópersónulega orðasambandið stall drepr ór hjarta kann að eiga sér fyrir- mynd í hljóð drepr ór e-m ‘einhver verður þögull’. En að tilurð orðasambands- ins kann einnig að hafa stuðlað, að sögnin drepa kom fyrir í orðasamböndum, þar sem hægt var að skilja svo, að hún merkti ‘búa til, gera’, t. d. drepa slóð. Ekki er þó nauðsynlegt að gera ráð fyrir þessu. En vera má, að drepa stall hafi á vissu skeiði verið skilið sem ‘orsaka kyrrstöðu’. Hitt skiptir þó meira máli, að í ópersónulega orðasambandinu hefir drepa andlæga merkingu, þ. e. jafngildir er drepinn. Stall drepr ór hjarta merkir því í rauninni ‘kyrrstaðan er slegin úr, þ. e. rekin burt úr hjartanu’ eða með öðrum orðum ‘hjartað berst ofsalega’.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Íslenzk tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.