Íslenzk tunga - 01.01.1965, Page 103

Íslenzk tunga - 01.01.1965, Page 103
ÚR FÓRUM ORÐABÓKARINNAR V 101 starfsmenn hans hafi þekkt orðið úr mæltu máli. En í sögu þeirri, sem til er vitnað, ræðir um það, er álfkonur voru að hafa skipti á einum úr sínum hópi og barni mennskra manna, og segir þar svo: „Onnur þeirra var að koma í lag hnósanum, sem þær ætluðu að leggja í vögguna fyrir hið rétta barn.“ Auðsætt er, að no. hnósi vísar hér til umskiptingsins; það er haft um álfinn, sem leggja á í vögguna, en merking þess er að öðru leyti óljós og óvíst, að hvaða eigindum það lýtur. Með því að mér lék hugur á að fræðast ger um þetta, tók ég að spyrja um orðið hnósi í þættinum „íslenzkt mál“. En þar kom einnig annað til. í viðauka Blöndalsorðabókar er til færð orðmyndin linosi (með o í stofni) í sömu merkingu og hnósi, og viðkomandi seðill í orðasafninu er merktur með upphafsstöfun- um G. Z. Þykir mér h'klegt, að þar sé átt við Geir Zoega rektor og hafi hann skýrt Jóni Ófeigssyni, samkennara sínum við Menntaskól- ann í Reykjavík, frá þessari orðmynd. En um hana fýsti mig einnig að fræðast. Ýmsar fregnir bárust okkur af no. hnósi og þó raunar eingöngu af Suður- og Vesturlandi. Kynni það að benda til þess, að orðið væri fátíðara norðanlands og austan, þótt fallvalt sé að treysta því og til- viljun geti ráðið nokkru um fréttaburðinn. Heimildarmaður úr Ár- nessýslu segir, að lmósi merki ‘uppágerningur’; það er laglegur hnósi (um mann eða dýr, t. d. flækingskött, sem sezt að einhvers- staðar óboðinn). Kona upprunnin í Landeyjum greinir svo frá, að hnósi hafi verið haft um eitthvað ómeðfærilegt, t. d. stórt ungbarn, hnöttóttan hlut, úttroðinn poka, einnig um barn, sem bættist óvænt á heimilið; það var naumast þið fenguð hnósann. Vestlenzk kona hefur heyrt no. hnósi um bústinn barnsrass; ja, þetta er laglegur hnósi. Vestan af Dýrafirði hafa borizt fréttir af orðmyndunum hnjósi og hnósi í merkingunni ‘umskiptingur’ og lo. linjósálegur ‘bjálfa- eða druslulegur’. /-ið í víxlmyndinni hnjósi er sýnilega inn- skot, og eru slíks mörg dæmi, einkum á milli n eða r og bakmælts sérhljóðs; og merkingin ‘druslu- eða bjálfalegur’ hefur að sjálf- sögðu æxlazt af umskiptingshugmyndinni. Sunnanlands kemur einn- ig fyrir annað tilbrigði af orðinu, en það er kk-orðmyndin hnós.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Íslenzk tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.