Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Side 45
legð til Austur-Síberíu. Að þeim tíma liðnum var lion-
um bannað að setjast að í nokkurri stórborg Rúss-
lands, iðnaðarhéruðum eða háskólabæ, fór því úr landi
árið 1900 og gerðist leiðtogi jafnaðarmanna. Næstu
16 árin var hann á sífeldum jafnaðarmannastefnum
í ýmsum löndum, síðast á Zimmerwald-fundinum
1915, en þaðan hélt hann i hina sögulegu og örlaga-
riku Rússlandsför í »innsigluðum« vagni. Var í al-
mæli, að Pjóðverjar hefði greitt íör hans til Rússlands
til þess að hann kæmi þar bylting af stað. Á þessum
árum kom Lenin mjög víða, meðal annars til Eng-
lands og komst í kynni við alla helztu Uþpreistar-
menn álfunnar og skoðanir þeirra.
Ekki liggur það utan á Lenin, að liann sé afburða-
maður, enda neita margir Rússar, að svo sé. Hann
er lágur maður og luralegur á velli, hálsstuttur og
hálsdigur, herðibreiður, kringluleitur, rauður í and-
liti, enuiö hátt og gáfulegt, sköllóttur, nefið lítið eitt
hafiö upp, dökt vangaskegg og Iítið efrivararskegg.
Kalla sumir, að hann sé fljótt á litið líkari rúss-
neskum sveitakaupmanni en þjóðarleiðtoga. En við
nánari athygli er þó eitthvað í hinum stálgráu aug-
um, sem vekur eftirtekt, lætur hann löngum siga meir
annað augnalokið, og eitthvað er í svipnum, hæði-
legum, hálffyrirlitlegum og hálfbrosandi, sem ber
vitni um takmarkalaust sjálfstraust og yfirburði.
Kunnátta hans i tungumálum er meiri en í meðal-
lagi. Hann er ágætur í þýzkri tungu og talar og ritar
ensku viðunanlega. Er hann vissulega langgáfaðastur
allra byltingarmanna i Rússlandi, þeirra, sem til sín
láta taka.
Hann á þó ekki vitsmunum sínum einum að þakka
tign sína og veldi innan flokksins. Sú hin takmarka-
lausa virðing, sem samverkamenn lians bera fyrir
honum, þótt þeir sé öfundsjúkir innbyrðis, ekki síður
en stjórnmálamenn annara þjóða, á rót sína að rekja
til annara höfuðkosta hans. Er þar fyrst að telja
(7)