Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Síða 123
anna heima fyrir og svo í viðureigninni við banda-
menn. Það dróst fram undir lok aprílmánaðar að
friðarskilyrði bandamanna yrðu tilbúin á friðarþing-
inu í París og svo varð enn langt þjark um málið,
því að þýzka stjórnin vildi fá að ræða skilyrðin við
bandamenn, en þeir ætluðu henni aðeins að senda
fulltrúa til að undirskrifa þau, eins og þeir höfðu
frá þeim gengið, og þetta varð þá svo að vera. Broch-
dorff-Rantzau var sendur með föruneyti til Parísar,
og þar vóru honum tilkynt friðarskilyrði bandamanna
7. maí. Póttu þau hörð og ekki i góðu samræmi við
friðargreinar Wilsons, sem upprunalega áttu að leggj-
ast til grundvallar. Aðalatriði friðarskilyrðanna vóru
þetta: Frakkar fá Elsass og Lothringen og auk þess
umráð yfir kolahéruðunum við ána Saar fyrst um
sinn, en eftir 15 ár skal fara fram atkvæðagreiðsla
um, hvort íbúar þeirra vilji heldur vera með Pýzka-
landi eða Frakklandi. Pólverjar fá nokkurn hluta af
Slesíu og Pósen og af Vestur-Prússlandi, vestan Weicli-
selfljólsins. í ýmsum héruðum Austur-Pýzkalands
skal skorið úr því með almennri atkvæðagreiðslu,
hvort þau vilji fremur fylgja Pýzkalandi eða Póliandi.
Sömuleiðis skal í Suður-Jótlandi skorið úr því með
alm. atkv.greiðslu, hvort íhúarnir vilji fylgja Pýzka-
landi eða Danmörku. Allar nýlendur sínar í öðrum
heimsálfum skyldu Pjóðverjar missa. Par næst var
þeim gert að gjalda mjög háar skaðabæíur fyrir hern-
aðarspeil og til viðreisnar bæði Belgiu og Norður-
Frakklandi. Eigi aðeins skyldu þeir seija af höndum
herflota sinn nær allan, heldur og mikinn hluta verzl-
unaríloíans og töluvert af fiskiskipum. Peir skyldu
og skuldbinda sig til að smíða fyrir bandamenn á
næstu árum ákveðna tölu verzlunarskipa. Til trygg-
ingar fullnægingu friðarsamninganna skyldu hersveit-
ir bandamanna hafa á sínu valdi í 15 ár héraðið
vestan Rinar og brýrnar yfir ána. 14 daga frestur
var Pjóðverjum gefinn til þess að íhuga friðarskil-
(85)