Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 57
meiri en 1937, og meí5alverS um 500 kr. á tonn, út-
haldsdagar togara að meðaltali um 50 á þeirri vertið
en liðlega 150 yfir árið. Markaður var mjög dreifður
eins og 1937 og mundi hafa tekið við meiru, ef afla-
brestur hefði ekki hamlað. Til Portúgals var tiltölu-
lega litið selt. Mikið var flutt út af fiski óverkuðum
(fyrir 6,7 millj. en 3,5 millj. 1937) og dró það mjög
úr atvinnu. ísfisksala óx, en markaður versnaði í
Þýzkalandi. Hinsvegar liœkkaði talvert verð á salt-
fiski, og þó meir á hraðfrystum fiski, og var frysti-
liúsum fjölgað um fjögur.
Bræðslusíldarafli varð aðeins 1530 þús. hl., en 2170
þús. hl. 1937, og lýsisverð lágt. Síldarsöltun óx aftur
úr 210 þús. tunnum 1937 i 345 þús. tunnur 1938, og
jók það atvinnu. Síldveiðin var stunduð af engu minna
kappi en 1937. Ufsaveiði til bræðslu og harðfisksverk-
unar óx.
Á skipastól og rekstri útgerðar urðu ekki miklar
breytingar.
Slysavarnir efldust. Björgunarskútan Sæbjörg, Rvik,
70 tonn, var vígð J%. Slysavarnarfélagi íslands barst
á 10 ára afmæli sínu 2ji, 25 þús. kr. gjöf til björgun-
arskips fyrir Norðurlandi. Hjónin Þorvaldur Frið-
finnsson og Elín Þorsteinsd., Ólafsfirði, gáfu það til
minningar um Albert son sinn, sem drukknaði 1936,
og látna dóttur.
Sjómannadagur var ákveðinn fyrsta sunnudag í júní
árlega (lialdinn mánud. 6. júní í þetta sinn vegna
hvitasunnu).
Verzlun. Verðhlutfall innlendrar og' erlendrar vöru
var hagstætt eins og 1937, enda varð verzlunarjöfn-
uður hagstæður um 8,7 millj. kr. (Útflutt 57,8 millj.,
mnflutt 49,1 millj. kr.) Gjaldeyrishömlur voru noltkru
harðar framkvæmdar en áður og innflutningur 2,5
nnllj. kr. lægri en 1937; gengi og vextir óbreytt.
Uuldar greiðslur til útlanda voru áætlaðar rúmar 12
nnllj., en innflutningur lánsfjár um 3,5 millj. kr„
(53)