Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 85
ÞJÓÐARÉTTARSTAÐA ÍSLANDS
61
§2. Hið réttarfarslega eðli dansk-íslenzka sáttmálans frá 1918.
Dansk-íslenzku sambandslögin (eftirleiðis, hvað samninginn snertir
eða frá 2. hluta 1. gr. auðkend “Samn. 1918”) er samningur milli tveggja
ríkja rituð sem samhljóða lög. Það sézt af 1. og 18. gr., þar sem talað er
um samning milli Danmerkur og íslands.1) Samningurinn er þrennskonar
eðlis: þjóðaréttarsamningur, dönsk lög og íslenzk lög.2> Slíkt er alls ekki
óvenjulegt. Eins og Jellinek segir, eru engar ákveðnar reglur fyrir því,
hvernig gjöra skuli samning milli ríkja.3)
Sáttmálinn er þannig til orðinn: Hann er samningur milli fulltrúa
heggja ríkjanna, frumvarpið er borið fram af stjórnum beggja landanna í
þmgum beggja landanna (á íslandi samkvæmt íslenzkum stjórnskipunar-
^ögum til þjóðaratkvæðagreiðslu), eftir þingsamþyktina staðfestur: í
Danmörku með undirritun hins danska konungs, meðundirritun hins
úanska ríkisráðherra; á íslandi með undirritun hins íslenzka konungs, með-
undirritun íslenzka forsætisráðherrans.
Þvínæst voru lögin birt sem dönsk og íslenzk lög.4)
Það kemur aldrei fyrir, að þjóðaréttarsamningar séu gjörðir nema milli
flkja. Með því að gjöra samninginn við ísland 1918 hefir Danmörk viður-
hent, að ísland hafi verið ríki, þegar samningurinn var gjörður, og í tilbót:
^ullvalda ríki. 1. gr. sambandslaganna hljóðar svo: “Danmörk og ísland
eru frjáls og fullvalda ríki, í sambandi um einn og sama konung og um
samning þann, er felst í þessum sambandslögum. Nöfn beggja ríkja eru
tekin í heiti konungs.” — Þar sem það er ómögulegt, að ísland geti ákveðið
með lögum, að Danmörk sé fullvalda ríki, (og hið sama gildir um Dan-
mörku með tilliti til íslands), er ekki hægt að taka orðin í 1. gr. öðruvísi
en sem gagnkvæma viðurkenningu fullveldisins, eða með öðrum orðum —
har sem fullveldi Danmerkur var engum vafa bundið — sem viðurkenning
ess frá hálfu Dana, að fsland hafi sem fullvalda ríki gjört samning við
Lanmörku.
um
a dönsku “Overenskomst”, á íslenzku “samningur” er í 7. gr. notað
uuiUríkjasamninga.
2)Knud Berlin er einnig á þessari skoðirn, Den dansk-islandske Porbundslov, Kaup
„ nnahöfn 1920 (eftirleiðis auðkend með “Knud Berlin, Forb.”) bls. 20.
3)Þesi
ákvæð;
sari skoðun fylgir m. a. Elnar Amórsson, er skrifar á þessa leið: Sambands-
n-væom eru að vísu í lagaformi og hafa verið samþykt á sama hátt, sem lög, á lög-
ejafarþingum beggja landanna. En þrátt fyrir það eru þau til orðin með samningi
tv 1 keggja aðilja og verða þvi fyrst og fremst að skoðast sem samningur milli
eSSÓa rikja. — Sérfræðingar í þjóðarétti eru sammála um það, að í þessu efni sé
^ rm samningsins ekki aðalatriðið eða á hvem hátt hann sé samþyktur, heldur
Ueh^11^ ,bann er til orðinn og efni hans. (Einar Arnórsson, Einige Bemerkungen
jq„er die völkerrechtliohe Stellung Islands, in Acta Scandinavica Juris Gentium,
sk -r Bindi 2:2> bls- 62> eftirleiðis auðkent með “Einar Amórsson Völk”). Knud Berlin
samhr lika 1 Forb- bls- !5: “Með viðurkenningu Danmerkur á fullveldi Islands urðu
sSfdsIögin þjóðaréttarlega gildur samningur milli þessara tveggja ríkja, sem sé
1 anrt' °& hann ber þvi í framtlðinni að skoðast eingöngu sem sáttmáli milli
danna og ekki sem neitt annað.”
“dn dir nafnlnn “dansk-islandsk Forbundslov” sem dönsk lög nr. 619 >og undir nafninu
nsk-ísienzk sambandslög” sem íslenzk lög nr. 39, árið 1918.