Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 33

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 33
LONGFELLOW OG NORRÆNAR BÓKMENTIR 15 harm, sem honum var með því kveð- inn, og þrátt fyrir það, að sumar- dvölin á Norðurlöndum hafði með ýmsum öðrum hætti valdið honum vonbrigðum, var með henni lagður grundvöllurinn að framhaldandi á- huga hans á Norðurlandamálum og bókmentum, sem fann sér framrás bæði í fræðiiðkunum hans á því sviði og þá eigi síður með mörgum hætti í skáldskap hans. Longfellow hélt ítarlega dagbók í Norðurlandaferð sinni, og er hún varðveitt í handritasafni hans, en alveg nýlega prentuð í heild sinni í fyrsta sinni í hinni vönduðu doktorsritgerð Andrews Hilen: Longfellow and Scandinavia — New Haven, Yale University Press, 1947, — sem mjög hefir verið stuðst við í grein þessari. Er dagbókin fróðleg um margt og hin skemtileg- asta, lýsir glögglega því, sem bar fyrir sjónir skáldsins á ferðalaginu, kynnum hans af mönnum og nientum, en inn í frásögnina fléttar hann frumort kvæði og þýðingar, er auka henni litbrigði. Aftan við framannefnt rit eru einnig prentuð í heild í fyrsta sinni allmörg bréf, sem Longfellow skrif- aði föður sínum og ýmsum vinum vestan hafs, meðan hann dvaldi á Norðurlöndum, og bregða þau um margt birtu á ferðina, viðhorf hans °g áhrif þau, er hann varð fyrir. Upp í umrætt rit er einnig tekin skrá yfir Norðurlandabókasafn Longfellows, bæði bækur hans á Norðurlandamálum og rit um Norð- urlönd og bókmentir þeirra á ýms- uþi málum; ber bókaskrá þessi því vkni, að safnið er hið merkilegasta °§ einstætt að ýmsu leyti, og varp- ar athyglisverðu ljósi á hugðarefni skáldsins á þessu sviði. III. Eftir að hann gerðist prófessor í tungumálum og bókmentum við Harvard-háskóla, hélt Longfellow áfram að kynna sér sænskar bók- mentir, samhliða öðrum bókment- um Norðurlanda, eftir ýmsum heimildum. Framan af árum flutti hann einnig háskólafyrirlestra um þær og ritaði um þær í bókmenta- rit vestan hafs. f hinum miklu safn- ritum hans Poets and Poerty of Europe og Poems of Places er eigi all-fátt þýðinga eftir hann og aðra úr Norðurlandabókmentum og kvæði um efni þaðan; bera rit þessi óræk vitni óvenjulega víðtækum lestri hans í fagurfræðum. Áður langt leið, fann hann einnig í bók- mentum Norðurlanda að fornu og nýju yrkisefni, eða þær urðu hon- um til fyrirmyndar á annan hátt í skáldskap hans, en hugur hans hneigðist stöðugt ákveðnar í þá átt; fræðimaðurinn laut í lægra haldi fyrir skáldinu, þó að rit hans í óbundnu máli og einstök kvæði beri þess mörg merki, hve víða hann hafði farið eldi lönd í lestri sínum og fræði-iðkunum. Skal þá horfið aftur að menn- ingar- og bókmentatengslum Long- fellows við Svíþjóð. Af sænskum skáldum, og jafnframt af öllum sam- tíðarskáldum á Norðurlöndum, varð hann hugfangnastur af Esaias Tegnér — 1782-1846, — öndvegis- skáldi rómantísku stefnunnar í Svíþjóð, og fann í skáldskap hans, ekki síst Friðþjófssögu, alt það, er hann dáði mest í menningu Norð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.