Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 33
LONGFELLOW OG NORRÆNAR BÓKMENTIR
15
harm, sem honum var með því kveð-
inn, og þrátt fyrir það, að sumar-
dvölin á Norðurlöndum hafði með
ýmsum öðrum hætti valdið honum
vonbrigðum, var með henni lagður
grundvöllurinn að framhaldandi á-
huga hans á Norðurlandamálum og
bókmentum, sem fann sér framrás
bæði í fræðiiðkunum hans á því
sviði og þá eigi síður með mörgum
hætti í skáldskap hans.
Longfellow hélt ítarlega dagbók í
Norðurlandaferð sinni, og er hún
varðveitt í handritasafni hans, en
alveg nýlega prentuð í heild sinni
í fyrsta sinni í hinni vönduðu
doktorsritgerð Andrews Hilen:
Longfellow and Scandinavia —
New Haven, Yale University Press,
1947, — sem mjög hefir verið stuðst
við í grein þessari. Er dagbókin
fróðleg um margt og hin skemtileg-
asta, lýsir glögglega því, sem bar
fyrir sjónir skáldsins á ferðalaginu,
kynnum hans af mönnum og
nientum, en inn í frásögnina
fléttar hann frumort kvæði og
þýðingar, er auka henni litbrigði.
Aftan við framannefnt rit eru
einnig prentuð í heild í fyrsta sinni
allmörg bréf, sem Longfellow skrif-
aði föður sínum og ýmsum vinum
vestan hafs, meðan hann dvaldi á
Norðurlöndum, og bregða þau um
margt birtu á ferðina, viðhorf hans
°g áhrif þau, er hann varð fyrir.
Upp í umrætt rit er einnig tekin
skrá yfir Norðurlandabókasafn
Longfellows, bæði bækur hans á
Norðurlandamálum og rit um Norð-
urlönd og bókmentir þeirra á ýms-
uþi málum; ber bókaskrá þessi því
vkni, að safnið er hið merkilegasta
°§ einstætt að ýmsu leyti, og varp-
ar athyglisverðu ljósi á hugðarefni
skáldsins á þessu sviði.
III.
Eftir að hann gerðist prófessor í
tungumálum og bókmentum við
Harvard-háskóla, hélt Longfellow
áfram að kynna sér sænskar bók-
mentir, samhliða öðrum bókment-
um Norðurlanda, eftir ýmsum
heimildum. Framan af árum flutti
hann einnig háskólafyrirlestra um
þær og ritaði um þær í bókmenta-
rit vestan hafs. f hinum miklu safn-
ritum hans Poets and Poerty of
Europe og Poems of Places er eigi
all-fátt þýðinga eftir hann og aðra
úr Norðurlandabókmentum og
kvæði um efni þaðan; bera rit þessi
óræk vitni óvenjulega víðtækum
lestri hans í fagurfræðum. Áður
langt leið, fann hann einnig í bók-
mentum Norðurlanda að fornu og
nýju yrkisefni, eða þær urðu hon-
um til fyrirmyndar á annan hátt
í skáldskap hans, en hugur hans
hneigðist stöðugt ákveðnar í þá átt;
fræðimaðurinn laut í lægra haldi
fyrir skáldinu, þó að rit hans í
óbundnu máli og einstök kvæði beri
þess mörg merki, hve víða hann
hafði farið eldi lönd í lestri sínum
og fræði-iðkunum.
Skal þá horfið aftur að menn-
ingar- og bókmentatengslum Long-
fellows við Svíþjóð. Af sænskum
skáldum, og jafnframt af öllum sam-
tíðarskáldum á Norðurlöndum, varð
hann hugfangnastur af Esaias
Tegnér — 1782-1846, — öndvegis-
skáldi rómantísku stefnunnar í
Svíþjóð, og fann í skáldskap hans,
ekki síst Friðþjófssögu, alt það, er
hann dáði mest í menningu Norð-