Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 68
50
TlMAKlT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hana — heldur líka svo ég viti í öll-
um íslenskum bókmentum. Flögrað
gæti það að manni að líkja henni við
Chaucer’s Wife of Bath er átta hafði
fimm menn fyrir kirkjudyrum, en
sá samanburður nær skamt.*
Að vísu er Herborg gamla þrígift og
hefði átt hinn fjórða, ef sá bráð-
myndarlegi sænski kapteinn hefði
ekki sjálfur stokkið frá henni og
þannig hefnt á henni óréttar þess,
sem hún hafði beitt óteljandi
kapteina og sjóara, þegar hún gaf
þeim langt nef og reisupassa.
Annars er glingur hennar við
karlmenn með lítilli alvöru annari
en þeirri, að hún vill hafa þá í hendi
sér, ef á þarf að halda. Þannig kem-
ur hún, stelpan, prestssyninum til
við sig til þess að fá prestinn, föður
hans, til að ferma sig upp á litla
kunnáttu aðra. En það er ekki laus-
læti, sem einkennir hana, heldur
nagandi hungur eftir lífsins gæðum
og fullkominn mannskapur til að
njóta þeirra. Hún er ágjörn, enda
giftist hún fyrst til fjár, en skilur
fljótt við manninn, til að taka sam-
an við sinn eiginlega unnusta, fal-
legan efnismann, sem hún á mörg
börn með í hinu farsælasta hjóna-
bandi. Þegar maður hennar ferst í
afspyrnuroki, stendur hún ein uppi
með börnin, og setur þá upp veit-
ingahús fyrir sjómenn og kapteina,
sem hún féfléttir eftir bestu getu.
Loks giftist hún í þriðja sinn
Símoni beyki, nurlara og okurkarli
— til fjár, að því er hún sjálf ætlar.
En þá bregður svo við, að þessi ófé-
legi karl er ekki aðeins svíðingur og
*) Melr kippir henni 1 kyn til The Strange
Oase of Miss Annie Spragg eftir LouiS
Bromfield.
húski, heldur líka slíkur kvenna-
maður, að hana hefir aldrei dreymt
hvað þá að hún hafi kent annan
eins. I sambúðinni við hann týnir
hún alveg sjálfri sér líkamlega og
andlega — selur sjálfa sig djöflinum,
segir vinkona hennar, amman, sem
hatar Símon og alt hans athæfi af
hjarta.
Eftir að Símon er farinn kolaður,
lifir Herborg gamla í minningunni
um þennan heita eld, leikur sér að
gullpeningunum þeirra og gamnar
sér við, að horfa á spræka stráka og
hlusta á fjörugar stelpur segja frá
ævintýrum sínum. Síðasta afrek
kerlingar er, að fara í kirkju í aftaka
veðri til þess að gá að því, hvort
hún muni ekki sjá vetlingana hans
Símonar á einhverjum kirkjugest-
inum — þeir höfðu horfið af snúr-
unni hjá henni hérna um kvöldið.
Hún heldur utan um sitt hún Her-
borg gamla, á meðan hún getur
fylgt fötum.
Eftir tvö ár, 1945, komu enn tvsei
bækur eftir Hagalín: Konungurinn
á Kálfskinni og Móðir ísland, hin
fyrra hripuð í drögum fyrir stríð,
hin síðari, um hernámið, skrifuð a
stríðsárunum, en kom þó út á und-
an Konunginum.
Konungurinn á Kálfsskinni segir
frá atburðum á elliheimilinu Haust
kvöld —sbr. elliheimilið á ísafirði-
Tilviljun ræður því, að gamall ein
eygður og óánægður “hákarladrep
ur og Kanaskelfir” að vestan, Ein
ur að nafni, kemst þar til skjótra
valda í krafti yfirburða sinna |
líkama og sálar yfir “pakkið, ker,
ingastóðið og karlvesalingana
Hann setur upp drift, og dregur
meir en Drottinn gefur af vinnu