Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 42
24
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
semja skáldverk um það efni. Eftir
að hafa lokið við skáldsögu sína
Kavanagh — 1848, — sem hefir að
geyma ýmsar tilvitnanir í ’ íslensk
rit, hóf hann að yrkja söguljóð um
kenningar norrænna manna um
uppruna lífsins á jörðinni. Snorra-
Edda, sem var honum kunn í ýms-
um þýðingum, var aðalheimild
hans, og þá sérstaklega “Gylfa-
ginning”, en þessi tilraun hans til
að yrkja um þetta efni í hetju-
kvæðastíl varð aldrei nema brot
eitt, er hefst með lýsingu á upp-
runa Hrímþursa — “Giants of the
Frost” — og lýkur með sköpun
jarðar og mannsins. Kvæðabrot
þetta, sem fyrsta sinni er prentað í
áðurnefndri doktorsritgerð dr.
Hilens, er mjög nákvæm endursögn
á lýsingunni í hinni íslensku frum-
heimild, orðhög að vísu, en ekki
andrík eða djúptæk að sama skapi,
enda mun skáldið brátt hafa kom-
ist að raun um, að önnur yrkisefni
lægju nær smekk hans og væru
skáldgáfu hans auðveldari við-
fangs. Honum var hið milda og
mjúka miklu skyldara að eðlisfari
heldur en hið stórbrotna og hrjúfa.
En þó að hann hyrfi frá þeirri hug-
mynd sinni, að yrkja hetjukvæði
um efni úr norrænni goðafræði,
var hann jafn sannfærður um það,
að hann gæti fundið hæfandi og
lífræn yrkisefni í íslenskum forn-
bókmentum, enda kom það fljótt
á daginn.
í desember ári síðar — 1849 — orti
hann kvæði sitt “The Challenge of
Thor”, sem inngang að miðhluta
kvæðaflokksins Christus, en löngu
áður hafði honum komið í hug að
yrkja kvæði, sem fjallaði um bar-
áttuna milli heiðni og kristni á
Norðurlöndum, eins og fram kem-
ur eftirminnilega í framannefndri
Tegnérs-drápu hans. Bið varð þó á
því, að hann lyki við Christus-
kvæðaflokk sinn, og lágu “Þórsmál”
hans — eins og séra Matthías nefnir
þýðingu sína á “The Challenge of
Thor”, sem bókstaflega merkir þó
“Þórseggjan” — því geymd meðal
handrita hans um tíu ára skeið, en
í febrúar 1859 kom honum skyndi-
lega í hug, að “mjög gott kvæði
mætti yrkja um “Sögu Ólafs kon-
ungs” — Tryggvasonar, — er sneri
Norðurlöndum til kristinnar trúar”,
með “Þórsmál” sem inngangskvæði.
Endurlas hann nú Sögu Ólafs
Tryggvasonar í þýðingu Samuel
Laings af Heimskringlu, og var hún
aðalheimild hans, en áður hafði
hann lesið Ólafs sögu í sænskri
þýðingu, og full ástæða er einnig
til að ætla, að hann hafi lesið sög-
una á frummálinu. Hann gekk einn-
ig víða á rekana um efnivið, þvi
að stuttu áður en hann byrjaði að
yrkja kvæðaflokkinn var hann a
Harvard-bókasafninu að kynna sér
íslenskar fornsögur, vafalaust með
það fyrir augum að afla sér auk-
innar fræðslu um söguhetjur og
atburði í hinu fyrirhugaða kvaeði
sínu. Bragarhættirnir bera einnig
vitni áhrifum frá gömlum þj óð-
kvæðum á Norðurlöndum, því
höfundur notar, í bókstaflegri þýð'
ingu, eigi færri en þrjú viðlög ur
alkunnum dönskum þjóðkvæðum-
Eigi mun það heldur ólíklega til-
getið, að Friðþjófssaga kunni að
hafa átt sinn þátt í því, að draga
huga skáldsins að þessu yrkisefni
hans. Eigi var það þó fyrri en rúmu