Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 56
38
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
formaða munn vott um það, að mað-
urinn væri ekki allur þar sem hann
var séður.
Annars var Hagalín þá á þessu
öfundsverða brokkgenga æviskeiði,
sem leyfir mönnum að lifa og láta
eins og andinn blæs þeim í brjóst 1
það og það sinnið. Aðra stundina var
hann vestfirski sjóarinn á syngjandi
fylliríi og orti þá um sjálfan sig:
Eg er asni, ég er svín,
ég er Gvendur Hagalín.
Hina stundina var hann aftur á
móti glæsimennið sjálft: í danssaln-
um sveiflandi prúðum píkum, í
samkvæmissalnum, í ræðustól, á
stúkufundi, ellegar á tali við alvar-
lega öldunga um vandamál dagsins:
listir, bókmentir og pólitík.
Hugurinn var auðvitað helst við
listirnar. Hann las um þessar mund-
ir mjög symbolista, og varð Sigur-
björn Obstfelder einkum uppáhald
hans. Hann sökti sér á kaf í hinar
sálfræðilegu stemninga-bókmentir
þessara ára og uppskar þar af eins
og fleiri blóðdrjúpandi grátljóða-
stælingar hinna erlendu fyrir-
mynda. í þessu átti hann sammerkt
við félaga sína.
En pólitíkina var ekki að foragta,
ef hún gat orðið stigi til þeirra hæða
listarinnar sem hann kepti að. Sum-
arið 1918 var hann við blaðamensku
og eftir spönsku veikina, 25. nóv.,
tók hann alveg við ritstjórn Frétta,
er Guðmundur Guðmundsson skáld
hafði dáið frá. Er í dálkum þess
blaðs að finna eigi aðeins ljóð rit-
stjóranna, heldur margt af fyrsta
nýgræðingnum, er spratt í ökrum
hinna verðandi skálda, og kennir
þar margra grasa.
Seinna fékk Hagalín atvinnu í
Landsbankanum um þriggja mán-
aða skeið. Á þessum tíma skrifaði
hann þá sögu, sem fyrst leiddi hann
vestur til átthaganna á Vestfjörð-
um: “Kreptir hnefar” í Blindskerj-
um.
Sumarið eftir, 1919, las Hagalín
Nietzsche og hleypti sá lestur í hann
svo mikilli ofurmensku með tilheyr-
andi mannfyrirlitningu, að hann
réðst ritstjóri austur á Seyðisfjörð
fyrir blað íhaldsmanna þar Austur-
land — síðan Austanfara. — Á Seyð-
isfirði var hann næstu fjögur árin,
til hausts 1923.
Dvölin á Seyðisfirði varð honum
að mörgu leyti til mikils frama. Þar
eystra kyntist hann og kvæntist
Kristínu Jónsdóttur alþingismanns
frá Hvanná.* Var það mikill happa-
dráttur fyrir hann, því hún var
kvennskörungur og hefir eflaust átt
góðan þátt í því, að halda heimilis-
skútunni á réttum kili. Smám sam-
an rénuðu áhrifin frá Nietzsche, og
þegar hann hætti ritstjórn eystra
var hann orðinn jafnaðarmaður.
Þótt hann ritaði geysimikið fyrir
blaðið, þá hafði hann nægan tíma
til lestrar og bókakost allgóðan.
Kveðst hann á þessum árum hafa
lesið alskonar fagurfræðilegar bók-
;ir og mesta fjölda skáldsagna-
ada, þar á meðal alla Norður-
i-höfunda, er hann náði til.
t nefnir hann til þess, að ser
mikið til um fundist: af Finn
Linnankoski og Juhani Aho, a
um: Gorki, Turgenjev °&
il; af Þjóðverjum Frensen; a
*) Börn þeirra voru Hrafn fæddur 1921
Slgríður fædd 192G.