Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Síða 56

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Síða 56
38 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA formaða munn vott um það, að mað- urinn væri ekki allur þar sem hann var séður. Annars var Hagalín þá á þessu öfundsverða brokkgenga æviskeiði, sem leyfir mönnum að lifa og láta eins og andinn blæs þeim í brjóst 1 það og það sinnið. Aðra stundina var hann vestfirski sjóarinn á syngjandi fylliríi og orti þá um sjálfan sig: Eg er asni, ég er svín, ég er Gvendur Hagalín. Hina stundina var hann aftur á móti glæsimennið sjálft: í danssaln- um sveiflandi prúðum píkum, í samkvæmissalnum, í ræðustól, á stúkufundi, ellegar á tali við alvar- lega öldunga um vandamál dagsins: listir, bókmentir og pólitík. Hugurinn var auðvitað helst við listirnar. Hann las um þessar mund- ir mjög symbolista, og varð Sigur- björn Obstfelder einkum uppáhald hans. Hann sökti sér á kaf í hinar sálfræðilegu stemninga-bókmentir þessara ára og uppskar þar af eins og fleiri blóðdrjúpandi grátljóða- stælingar hinna erlendu fyrir- mynda. í þessu átti hann sammerkt við félaga sína. En pólitíkina var ekki að foragta, ef hún gat orðið stigi til þeirra hæða listarinnar sem hann kepti að. Sum- arið 1918 var hann við blaðamensku og eftir spönsku veikina, 25. nóv., tók hann alveg við ritstjórn Frétta, er Guðmundur Guðmundsson skáld hafði dáið frá. Er í dálkum þess blaðs að finna eigi aðeins ljóð rit- stjóranna, heldur margt af fyrsta nýgræðingnum, er spratt í ökrum hinna verðandi skálda, og kennir þar margra grasa. Seinna fékk Hagalín atvinnu í Landsbankanum um þriggja mán- aða skeið. Á þessum tíma skrifaði hann þá sögu, sem fyrst leiddi hann vestur til átthaganna á Vestfjörð- um: “Kreptir hnefar” í Blindskerj- um. Sumarið eftir, 1919, las Hagalín Nietzsche og hleypti sá lestur í hann svo mikilli ofurmensku með tilheyr- andi mannfyrirlitningu, að hann réðst ritstjóri austur á Seyðisfjörð fyrir blað íhaldsmanna þar Austur- land — síðan Austanfara. — Á Seyð- isfirði var hann næstu fjögur árin, til hausts 1923. Dvölin á Seyðisfirði varð honum að mörgu leyti til mikils frama. Þar eystra kyntist hann og kvæntist Kristínu Jónsdóttur alþingismanns frá Hvanná.* Var það mikill happa- dráttur fyrir hann, því hún var kvennskörungur og hefir eflaust átt góðan þátt í því, að halda heimilis- skútunni á réttum kili. Smám sam- an rénuðu áhrifin frá Nietzsche, og þegar hann hætti ritstjórn eystra var hann orðinn jafnaðarmaður. Þótt hann ritaði geysimikið fyrir blaðið, þá hafði hann nægan tíma til lestrar og bókakost allgóðan. Kveðst hann á þessum árum hafa lesið alskonar fagurfræðilegar bók- ;ir og mesta fjölda skáldsagna- ada, þar á meðal alla Norður- i-höfunda, er hann náði til. t nefnir hann til þess, að ser mikið til um fundist: af Finn Linnankoski og Juhani Aho, a um: Gorki, Turgenjev °& il; af Þjóðverjum Frensen; a *) Börn þeirra voru Hrafn fæddur 1921 Slgríður fædd 192G.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.