Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 95
Demants afmælis-hátíðin
að Lundar 1 947
Eflir séra H. E. Johnson
Sextíu ár eru nú liðin síðan ís-
^endingar fyrst bygðu sér ból í
Álftavatns- og Grunnvatns-bygðum.
Var því máli fyrst hreift á fundi
þjóðræknisdeildarinnar á Lundar,
janúar 1947, að viðeigandi væri
minnast þessa atburðar með há-
tíðahaldi. Alt fundarfólkið var þess-
a^i uppástungu hlynt, en menn gerðu
Sar jafnframt ljóst, að sameina
þyrfti alla krafta til nauðsynlegra
ataka, og einu litlu félagi væri það
Urn megn, að standa fyrir slíku há-
tíðahaldi. Varð það svo að ráði, að fá
°U félög og eins marga einstaklinga
°g hægt væri, til að vinna að þessu
^náli. Gerði Ágúst Eyjólfsson það
a® tillögu, sem Mrs. T. Benjamíns-
s°n studdi, að næsti fundur væri
°pinn fyrir alla, en skrifara og for-
Seta deildarinnar falið, að skrifa öll-
Urn félögum bygðarinnar og hvetja
þau til þess, að senda sína fulltrúa
á fundinn.
Var svo þessi almenni fundur
haldinn 19. febrúar. Mættir voru á
honum fulltrúar frá nálega öllum
félögum bygðarinnar, en fundurinn
var samkvæmt auglýsingu opinn
fyrir alla. Það var einróma samþykt
fundarins, að hátíðin skyldi haldin
sunnudaginn þann 6. júlí n. k. Var
svo gengið til atkvæða um fram-
kvæmdanefnd og voru þessir kjörnir:
Séra H. E. Johnson forseti, Mrs. L.
Sveinsson ritari, John Guttormsson
féhirðir. Auk þeirra voru þessir
kjörnir í nefndina: Mrs. Ingimund-
ur Sigurðson, Mrs. Ingibjörg Gan-
ton, Mrs. S. Hofteig, Skúli Sigfús-
son, Daníel J. Lindal, V. J. Gutt-
ormsson og Kári Byron.
Þetta var aðal framkvæmdanefnd-
in, en á næsta fundi, sem haldinn