Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 126
108
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
skilningur minn, er ég skildi við Dr. Aust-
man að hann skrifaði Mrs. J. H. Good-
mundsson I Elfros, ef hann fengi frekari
bendingar, þessu viðvlkjandi, er okkur
gætu orðið til stuðnings. Eg símaði Mrs.
H. Hornfjörð, áður en ég byrjaði að skrifa
þettað bréf, en hún er forseti íslenska
kvennfélagsins I Elfros, og spurði hana, ef
hún vissi hvort Mrs. Goodmundsson hefði
fengið bréf frá Dr. Austman. Kvað hún
það ekki hafa verið slðast, er hún átti tal
við Mrs. Goodmundsson, en sagði vera alt
að mánuði síðan. — Það er illmögulegt að
ferðast, hér I kring, svo flestir sitja
heima. —
Þettað eru allar þær útskýringar, sem
ég get gefið að svo komnu. Snemma s.l.
sumar skrifaði ég séra Valdimar, og fór
þar fram á að þið gerðuð nokkrar tillög-
ur eða gæfuð okkur bendingar um tilhög-
un á þessu minnismerki.
Séra Valdimar svaraði um hæl, en sagð-
ist þá vera á förum vestur að strönd og
ekki geta náð tali af meðnefndarmönnum
slnum, fyr en hann kæmi til baka. F6r
hann fram á að við sendum uppdrátt eða
lýsingu af fyrirhuguðu merki, fyrir ykkur
að athuga, sem aðallega var I sambandi
við það, ef þið leggðuð fram peninga þessu
til styrktar. Svo kom bréf frá þér, skrifað
eftir að nefndin kom saman, en eins og
þú veist voru þar engar bendingar að neinu
leyti um tilhögun eða form á legsteini
eða merki. Var þó I mlnu bréfi til séra
Valdimars lögð fyrsta áhersla á það, að
koma sér saman og ákveða form á merk-
inu. Eins og þér er kunnugt höfum við hér
enga fagmenn I þessari grein og fórum því
fram á að þið gerðuð tillögur þar að lút-
andi, þar sem þið hafið betri aðstæður að
ráðfæra ykkur við menn, sem sérþekkingu
og reynslu hafa á þessu sviði. Eg held að
það væri því heppllegt að þið útnefnduð
einhverja ráðanauta okkur til styrktar.
Það gæti einnig verið nauðsynlegt til að
bjarga sóma ykkar nefndarmanna, því við
Páll. Guðmundsson komum ár vorri þannig
fyrir borð hjá kvennfélaginu, — ykkur óaf-
vitandi — að þær álíta okkur nokkurs-
konar fulltrúa frá Þjóðræknisfélaginu. —
Skömmin getur þvi skollið á ykkur, ef þið
gjörið ekki ykkar besta að styrkja okkur
og uppfræða. Eg held að æskilegt væri að
þið næðuð tali af Dr. Austman, ef hann
hefði einhverjar frekari upplýsingar að
gefa.
Að okkar hálfu verður lltið hægt að
gjöra I þessu þar til vorar. En vænt þætti
mér um að heyra frá þér að þinginu af-
stöðnu.
Með kærri kveðju og vinsemd.
pinn einl.
Rósm. Árnason.
Þá lagði Mr. Davíð Björnsson fram
skýrslu lestrarfélagsins “Frón”. — Þing-
skjal no. 25. —
Skýrsla lestrarfélags Fróns
Ýmsir erfiðleikar hafa staðið eins og
þröskuldar I vegi fyrir viðhaldi og fram-
gangi íslenskrar félagsstarfsemi hér vestra
sem og lestrarfélaga og þar á meðal
lestrarfélags deildarinnar Frón.
Lestrarfélagið hefir haldið vel I horf-
inu. Bækur flestar eru I ágætu lagi, þð
einstaka bækur þurfi viðgerðar, þá má
safnið I heild heita I góðu lagi.
Það hafa verið keyptar 75 bækur á ár-
inu fyrir $254.25. Sýnir það að Frón hefir
lagt mikla rækt við starfrækslu safnsins.
Bókavörður félagsins er Davíð Björneson.
Hefir hann séð um útlán bóka og alla
flokkun bókanna endurgjaldslaust, slðan.
hann tók við því, sem hefir llka verið
mikill styrkur til Fróns.
Um 80—80 manns hafa notað eafnið á
árinu og virðist aðsókn að safninu vera
heldur að aukast.
Lestrarfélag Fróns styttir mörgum
stundir, fræðir, gleður og glæðir samband
milli heimaþjóðarinnar og þjóðarbrotsine
vestan hafs.
25. febrúar, 1947.
Davíð Björnsson.
Lagði J. J. Bildfell til að skýrslan sé við-
tekin. A. P. Jóhannsson studdi. Samþykt-
Var svo fundi frestað til kl. 10 næsta
dags.
Að kvöldi þessa dags efldi deildin Frón
til mjög vandaðrar samkomu I Fyrstu
lútersku kirkjunni. Var eamkoman afar
vel sótt. Ræðumaðurinn, Mr. Valdimar
Björnsson frá Minneapolis, flutti afai
skörulegt og fróðlegt erindi um veru sína
á íslandi og um hersetu amertska hers
ine á Fróni. Hefir erindi þetta birst I bloð-
unum. Auk þess skemti karlakórinn
Winnipeg með söng og Mr. Nordal me
einsöng, sem vakti almenna hrifningu.
Fleira var þarna til skemtunar og sam
koman tókst I alla staði ágætlega.
Fimmti fundur þingsine settur kl. 2 e.h->
tuttugasta og sjötta febrúar, 1947.