Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 25
LONGFELLOW OG NORRÆNAR BÓKMENTIR
7
I.
Henry Wadsworth Longfellow
var fæddur í Portland-borg í rík-
inu Maine 27. febrúar 1807, og stóS
að honum gáfu- og mentafólk í báð-
ar ættir, enda ólst hann upp á
miklu ménningaheimili. Faðir hans,
er útskrifast hafði af Harvard-há-
skóla, var merkur lögfræðingur og
um skeið þjóðþingmaður; einnig
átti hann sæti í stjórnarnefnd
Bowdoin College og var forseti
Sögufélagsins í Maine. í móðurætt
var skáldið komið af hinum fyrstu
landnemum í Nýja-Englandi, meðal
annara þeim John og Priscillu
Alden, er hann hefir reist óbrot-
gjarnan minnisvarða í ljóðsögu
sinni The Courtship of Miles
Standish — Bónorð Miles Standish;
'— annars er móður Longfellows
lýst þannig, að hún hafi verið mik-
iH unnandi sönglistar, skáldskapar
°g náttúrufegurðar.
Eins og vænta mátti, naut Long-
fellow ágætrar mentunar í æsku;
kornungur fór hann einnig að yrkja
°g var kvæði eftir hann, sögulegs
efnis, prentað í blaðinu Portland
Gazette 1820, þá er hann var þrettán
era að aldri. Hann stundaði nám
a Bowdoin College og útskrifaðist
þaðan 1825. Orti hann allmikið á
skólaárum sínum, og birtust kvæði
hans þá þegar í kunnum tímarit-
Um; bera þau órækt vitni rímgáfu
hans og ást á náttúrunni, jafnframt
Því sem sjá má þar áhrif eldri sam-
tíðarskálda. Beindist hugur hans
eindregið að bókmentalegum efn-
Um, enda hafði hann, áður en hann
utskrifaðist, ákveðið að gerast rit-
öfundur. Bar þá einnig svo vel í
Veiði, að rétt eftir að hann lauk
námi, bauðst honum nýstofnuð
kennarastaða í nýjum málum við
Bowdoin College, jafnhliða og hon-
um var veittur fjárstyrkur til fram-
haldsnáms og ferðalaga í Norður-
álfu til undirbúnings kennarastarf-
inu. Dvaldi hann í þeim erindum í
Frakklandi, á Spáni, ítalíu og í
Þýskalandi árin 1826—’29, og segir
hann frá dvöl sinni og ferðum í
bókinni Outre-Mer — Handan hafs-
ins, 1835, — sem menn geta enn
lesið sér til ánægju vegna glöggra
og skemtilegra lýsinga á þjóðlífinu
í Norðurálfu á fyrri hluta 19.
aldar.
Næstu sex árin gegndi Longfellow
kennarastörfum í tungumálum í
Bowdoin College og var jafnframt
bókavörður skólans. En samhliða
kenslunni, sem hann rækti af mikl-
um áhuga og fór prýðilega úr
hendi, samdi hann kenslubækur og
ritaði tímaritagreinar um bók-
mentaleg efni. Haustið 1831 kvænt-
ist hann Mary Storer Potter, ment-
aðri fríðleikskonu úr heimaborg
sinni. Dró nú að tímamótum í ævi
hans.
í desember 1834 var honum boðið
prófessorsembættið í nýjum málum
og bókmentum við Harvard-há-
skóla, og tók hann því virðingar-
boði, en dvaldi, áður en hann hóf
háskólakenslu í hinni nýju stöðu
sinni, árlangt í Norðurálfu, einkum
með það fyrir augum, að afla sér
aukinnar þekkingar í þýsku og
Norðurlandamálum og samtíðar-
bókmentum austan hafsins. Varð
honum för þessi einnig hin ávaxta-
ríkasta, ekki síst dvölin á Norður-
löndum, sem lýst verður síðar, en
það eitt varpaði skugga á ferðina,