Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Síða 25

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Síða 25
LONGFELLOW OG NORRÆNAR BÓKMENTIR 7 I. Henry Wadsworth Longfellow var fæddur í Portland-borg í rík- inu Maine 27. febrúar 1807, og stóS að honum gáfu- og mentafólk í báð- ar ættir, enda ólst hann upp á miklu ménningaheimili. Faðir hans, er útskrifast hafði af Harvard-há- skóla, var merkur lögfræðingur og um skeið þjóðþingmaður; einnig átti hann sæti í stjórnarnefnd Bowdoin College og var forseti Sögufélagsins í Maine. í móðurætt var skáldið komið af hinum fyrstu landnemum í Nýja-Englandi, meðal annara þeim John og Priscillu Alden, er hann hefir reist óbrot- gjarnan minnisvarða í ljóðsögu sinni The Courtship of Miles Standish — Bónorð Miles Standish; '— annars er móður Longfellows lýst þannig, að hún hafi verið mik- iH unnandi sönglistar, skáldskapar °g náttúrufegurðar. Eins og vænta mátti, naut Long- fellow ágætrar mentunar í æsku; kornungur fór hann einnig að yrkja °g var kvæði eftir hann, sögulegs efnis, prentað í blaðinu Portland Gazette 1820, þá er hann var þrettán era að aldri. Hann stundaði nám a Bowdoin College og útskrifaðist þaðan 1825. Orti hann allmikið á skólaárum sínum, og birtust kvæði hans þá þegar í kunnum tímarit- Um; bera þau órækt vitni rímgáfu hans og ást á náttúrunni, jafnframt Því sem sjá má þar áhrif eldri sam- tíðarskálda. Beindist hugur hans eindregið að bókmentalegum efn- Um, enda hafði hann, áður en hann utskrifaðist, ákveðið að gerast rit- öfundur. Bar þá einnig svo vel í Veiði, að rétt eftir að hann lauk námi, bauðst honum nýstofnuð kennarastaða í nýjum málum við Bowdoin College, jafnhliða og hon- um var veittur fjárstyrkur til fram- haldsnáms og ferðalaga í Norður- álfu til undirbúnings kennarastarf- inu. Dvaldi hann í þeim erindum í Frakklandi, á Spáni, ítalíu og í Þýskalandi árin 1826—’29, og segir hann frá dvöl sinni og ferðum í bókinni Outre-Mer — Handan hafs- ins, 1835, — sem menn geta enn lesið sér til ánægju vegna glöggra og skemtilegra lýsinga á þjóðlífinu í Norðurálfu á fyrri hluta 19. aldar. Næstu sex árin gegndi Longfellow kennarastörfum í tungumálum í Bowdoin College og var jafnframt bókavörður skólans. En samhliða kenslunni, sem hann rækti af mikl- um áhuga og fór prýðilega úr hendi, samdi hann kenslubækur og ritaði tímaritagreinar um bók- mentaleg efni. Haustið 1831 kvænt- ist hann Mary Storer Potter, ment- aðri fríðleikskonu úr heimaborg sinni. Dró nú að tímamótum í ævi hans. í desember 1834 var honum boðið prófessorsembættið í nýjum málum og bókmentum við Harvard-há- skóla, og tók hann því virðingar- boði, en dvaldi, áður en hann hóf háskólakenslu í hinni nýju stöðu sinni, árlangt í Norðurálfu, einkum með það fyrir augum, að afla sér aukinnar þekkingar í þýsku og Norðurlandamálum og samtíðar- bókmentum austan hafsins. Varð honum för þessi einnig hin ávaxta- ríkasta, ekki síst dvölin á Norður- löndum, sem lýst verður síðar, en það eitt varpaði skugga á ferðina,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.