Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 52
I.
Guðmundur Gíslason Hagalín er
fæddur 10. okt. árið 1898 í Lokin-
hömrum í Arnarfirði vestra. Faðir
hans var Gísli Kristjánsson Odds-
sonar bóndi og skipstjóri í Lokin-
hömrum, svo sem verið hafði fað-
ir hans og afi, en móðir hans var
Guðný Guðmundsdóttir Hans Haga-
lín,* bónda á Mýrum í Dýrafirði; sá
Guðmundur Hagalín var Guð-
mundsson Brynjólfssonar, og höfðu
þeir frændur allir verið stórbænd-
ur á Mýrum, en voru í ættir fram
komnir af séra Ólafi sálmaskáldi á
Söndum. Þau hjónin Gísli og Guð-
ný í Lokinhömrum voru systkina-
börn, því Rósamunda,** móðir Guð-
nýjar, var systir Kristjáns í Lokin-
hömrum, föður Gísla bónda, en afa
skáldsins.
Þessir bændur, er svona sátu óð-
ul sín mann fram af manni, voru
ráðríkir og auðugir; þeir sóttu sjó
af kappi, og síðustu kynslóðirnar
höfðu það svo, að faðirinn keypti
þilskip, en sonurinn varð skipstjóri
á að sumrinu, uns hann tók við búi.
Og ekki létu konurnar í þessum
kynkvíslum sinn hlut fyrir körlun-
um, ef marka má af sögu, er sögð
er af Guðrúnu Guðmundsdóttur,
afasystur Hagalíns. Hún bjó með
bónda sínum Gísla Oddssyni full
29 ár í Lokinhömrum. Eitt sinn bar
svo til í góðri aflatíð, að Gísla þraut
salt, vildi hann þó ekki láta undir
höfuð leggjast að róa, áður en hann
sækti saltið. Þetta veit Guðrún, og
þegar bóndi hennar er róinn, kveð-
ur hún griðkonur sex til ferðar með
sér, og skal nú fara til Þingeyrar i
Ekki verða þessar ættir raktar
hér, en þess verður að geta, að þær
hafa verið staðbundnar á Vest-
fjörðum,*** að því er rakið verður,
alt frá landnámstíð.
*) Æviágrip eftir Siphvat BorgfirCine í
pjóðviljanum 11. jan. 1895,
**) Sbr. pjóðviljinn 18. nðv. 1893.
***) Á jörðunum Reykjarfirði við ísafjai
ardjúp, Sœbðli á Ingjaldssandi, Brekku
sömu sveit, Núpi og Mýrum I Dýrafir ■
Haukadal og Hvammi vestan Dýrafjar
ar, Lokinhömrum og Auðkúlu í Árnar
firði og á Sellátrum í Tálknafirði. Sja
“G. G. Hagalín,” Útvarpstlöindi 1944,
árg. 3. hefti.
J
»