Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 64
46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
í “Bleik” víkur Hagalín að efni,
sem honum var einu sinni mjög hug-
stætt: krafti blekkingarinnar í
mannlífinu, sbr. “Hún var svo rík,
hún Laufey”. — En hinar sögurnar
tvær eru um hrekki og hrekkjalóma
— practical jokers — og eru slíkir
náungar heldur en ekki að skapi
höfundarins, enda eru sögurnar
bráðskemtilegar.
Nú varð tveggja ára hlé þangað
til Hagalín sendi frá sér bók, en þá
komu þær líka þrjár í hvellinum,
1943,: Blítt lœtur veröldin, skáld-
saga, Förunautar, smásagnasafn, og
Gróður og sandfok, safn af ritgerð-
um, og mun ég taka það til meðferð-
ar á eftir skáldsögunum.
Blítt lœtur veröldin er bók, sem
leynir af sér. Efnið er eins hvers-
dagslegt og sýndarmarklaust og
verið getur. Vestfirskur kaupstað-
ardrengur er sendur á austfirskan
— Jökuldælskan — sveitabæ til
sumardvalar, og það fréttnæmasta
sem þar gerist, er að manneygt naut
hefir drenginn undir, en honum er
bjargað af skynsamri kú, sem tekið
hefir ástfóstri við hann. Líka mætti,
með góðum vilja, kalla það sögu til
næsta bæjar, að bóndinn fer einu
sinni á dálítið kendirí í fússi út af
því, að hann getur ekki selt kjötið
af manneyga bola, og klípur þá
drenginn svo í eyrað, að strákur
ætlar sér að ganga burt af bænum,
og mundi hafa gert það, ef kaupa-
konan hefði ekki aftrað honum. —
Annars ekkert nema hversdagsvið-
burðir.
En svo marklaust sem þetta efni
sýnist vera, svo mikið verður höf-
undi úr því, er hann lýsir drengnum
og viðhorfi hans til landsins, bæjar-
ins og fólksins, og að loknum lestri
hefir maður þá tilfinningu, að tals-
vert af heiminum speglist þarna í
hinum litla smáheimi Jökuldælska
bóndabæjarins. Og víst er um það
að drengurinn, sem kemur þarna
ungur og óreyndur, eins og hvolpur
sem rétt er farinn að byrja að sjá,
hann fer þaðan aftur með stórlega
víkkaðan sjóndeildarhring og með
það, sem margir myndu kalla byrði
gnóga af mannviti — úr skóla
lífsins.
Drengurinn er “ansi rúskinn og
seigur strákur” eins og bóndi kallar
hann, tápmikill og fjörugur en þó
alvörugefinn undir niðri og auðsæi-
lega efni í mann eftir hjarta Haga-
líns. Hann er öxull bókarinnar, sem
öll er skrifuð frá hans sjónarmiði og
lögð í hugrenningar hans. Er þetta
eflaust besta lýsing á ungling, sem
Hagalín hefir gert.
Honum þykir í fyrstu nóg um um-
skiftin frá vestfirska þorpinu a
þennan undarlega sveitarbæ, þar
sem alt virðist svo neyðarlega
ómerkilegt og sviplaust — “agalega
púkó og sveitó,” segir kaupakonan
— í samanburði við heimahagana-
Og ekki er fólkið honum minni
ráðgáta en náttúran. Hér eru allh
eins og þeir séu reknir upp í hruts-
horn, faðir húsbóndans, sem glápir
til himins og segir aldrei annað en
ajá og anei, húsbóndinn, sonur hans,
sem er höstugur í máli en þó ekki
með öllu óhýr eða laus við glettui,
og húsfreyjan, einhver sá ólöguleg'
asti kvenmaður, sem drengurinn
minnist að hafa augum litið. Svo
er nú gamla konan, tengdamóðn-
húsfreyju og þjónusta drengsins,
hvorki málug né mjúk á manninn,