Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 55

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 55
GUÐMUNDUR G. HAGALÍN FIMMTUGUR 37 hann auk taugaveikinnar brjóst- himnubólgu. En þegar hann reis upp úr þessum veikindum tók hann til fyrir alvöru, að yrkja og skrifa, og það með þeim ákafa, að foreldrar hans réðu af að senda hann í kaup- staðarsoll, til þess að hann eyðilegði ekki heilsu sína. Kveðst hann hafa skrifað þenna vetur sögu, er verða niyndi um 300 síður prentaðar; sýn- ir það, að snemma beygðist krókur- inn til ritstarfanna. Haustið eftir, 1912, fluttist fjöl- skyldan í þurrabúð í Haukadal i Dýrafirði og gerðist faðir Hagalíns þar skipstjóri. Um veturinn var Hagalín við nám, en las auk þess mikið af erlendum bókmentum, einkum norræna höfunda — best féll honum Lie — en auk þess Tol- stoy, sem hann mat mikils. Nú var hann á fermingaraldri, en gerðist þá rammur guðsafneitari og skrifaði sögur í þeim anda; lét annars ekki á neinu bera við sína nánustu. í póli- tík var hann um þessar mundir eld- rauður sjálfstæðismaður. Næstu fjögur árin voru skift milli náms á vetrum og vinnu að sumrinu. ^ar hann til sjós á seglskipum þessi tjÖgur sumur, en á mótorbátum að úaustinu. Segir hann sér hafa líkað Úla störfin, nema siglingar í ofviðr- nm. Þá var honum skemt, svo sem rnórg saga hans ber vitni um. Einn veturinn, 1913—’14, var ,ann á Ungmennaskólanum á Núpi ) Hýrafirði. Þar lærði hann mikið í lslensku og var innrætt ást á jarð- rækt og búskap. Miklu síðar lýsti ann skólastjóranum á hlýlegan att í smásögu. Tvo síðustu veturna vestra var °num komið til sr. Böðvars Bjarna- sonar á Hrafnseyri til læringar und- ir mentaskólann. Fór það svo fram, að hann tók gagnfræðapróf vorið 1917. Reri hann vestra sumarið eftir, en settist næsta haust í fjórða bekk. Sjálft skólanámið varð Hagalín þó til lítillar gleði eins og fleirum skáld- unum, sem í skóla voru um þær mundir, enda hætti hann í skóla upp úr innflúensu-faraldrinum haustið 1918. Þó minnist hann Sigurðar Guðmundssonar, er þá var íslensku- kennari í fjórða bekk, sem þess manns “er á skólaárum mínum öðr- um fremur glæddi hjá mér skilning á hugsun og máli”, sbr. Strandbúar, formáli. — Munu fleiri bera Sigurði það orð, enda munu fáir kennarar hafa borið gæfu til meiri vinsælda af nemendum sínum en hann. Aftur á móti kyntist Hagalín nú eigi að eins hinum yngri mönnum, er áhuga höfðu á svipuðum efnum og hann sjálfur, heldur einnig mörg- um hinna eldri mentamanna, án þess þó að nokkur þeirra hefði nein sérstök áhrif á hann, nema ef vera skyldi Sigurður Nordal, sem hann kyntist þó ekki persónulega fyrr en árið 1922. Hagalín var um þessar mundir mjög glæsilegur unglingur: lítið eitt minni en meðalmaður á vöxt og eigi afbragðs vel vaxinn, en kvikur á fæti og léttur í bragði, höfuðið með afbrigðum stórt, andlitið frítt, ennið mikið og gáfulegt undir ljósum lítið eitt hroknum lokkum.* Augun stór og falleg, en í þeim bjó löngum tví- ræður gletnisglampi, enda báru drættirnir um hinn einkennilega *) Sjálfslýsing'ar má finna hér og hvar I sögum Hagalíns, t. d. 1 “Grásleppumððirin” t Barningsmönnum,.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.