Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Side 55
GUÐMUNDUR G. HAGALÍN FIMMTUGUR
37
hann auk taugaveikinnar brjóst-
himnubólgu. En þegar hann reis upp
úr þessum veikindum tók hann til
fyrir alvöru, að yrkja og skrifa, og
það með þeim ákafa, að foreldrar
hans réðu af að senda hann í kaup-
staðarsoll, til þess að hann eyðilegði
ekki heilsu sína. Kveðst hann hafa
skrifað þenna vetur sögu, er verða
niyndi um 300 síður prentaðar; sýn-
ir það, að snemma beygðist krókur-
inn til ritstarfanna.
Haustið eftir, 1912, fluttist fjöl-
skyldan í þurrabúð í Haukadal i
Dýrafirði og gerðist faðir Hagalíns
þar skipstjóri. Um veturinn var
Hagalín við nám, en las auk þess
mikið af erlendum bókmentum,
einkum norræna höfunda — best
féll honum Lie — en auk þess Tol-
stoy, sem hann mat mikils. Nú var
hann á fermingaraldri, en gerðist þá
rammur guðsafneitari og skrifaði
sögur í þeim anda; lét annars ekki á
neinu bera við sína nánustu. í póli-
tík var hann um þessar mundir eld-
rauður sjálfstæðismaður.
Næstu fjögur árin voru skift milli
náms á vetrum og vinnu að sumrinu.
^ar hann til sjós á seglskipum þessi
tjÖgur sumur, en á mótorbátum að
úaustinu. Segir hann sér hafa líkað
Úla störfin, nema siglingar í ofviðr-
nm. Þá var honum skemt, svo sem
rnórg saga hans ber vitni um.
Einn veturinn, 1913—’14, var
,ann á Ungmennaskólanum á Núpi
) Hýrafirði. Þar lærði hann mikið í
lslensku og var innrætt ást á jarð-
rækt og búskap. Miklu síðar lýsti
ann skólastjóranum á hlýlegan
att í smásögu.
Tvo síðustu veturna vestra var
°num komið til sr. Böðvars Bjarna-
sonar á Hrafnseyri til læringar und-
ir mentaskólann. Fór það svo fram,
að hann tók gagnfræðapróf vorið
1917. Reri hann vestra sumarið eftir,
en settist næsta haust í fjórða bekk.
Sjálft skólanámið varð Hagalín þó
til lítillar gleði eins og fleirum skáld-
unum, sem í skóla voru um þær
mundir, enda hætti hann í skóla upp
úr innflúensu-faraldrinum haustið
1918. Þó minnist hann Sigurðar
Guðmundssonar, er þá var íslensku-
kennari í fjórða bekk, sem þess
manns “er á skólaárum mínum öðr-
um fremur glæddi hjá mér skilning
á hugsun og máli”, sbr. Strandbúar,
formáli. — Munu fleiri bera Sigurði
það orð, enda munu fáir kennarar
hafa borið gæfu til meiri vinsælda
af nemendum sínum en hann.
Aftur á móti kyntist Hagalín nú
eigi að eins hinum yngri mönnum,
er áhuga höfðu á svipuðum efnum
og hann sjálfur, heldur einnig mörg-
um hinna eldri mentamanna, án
þess þó að nokkur þeirra hefði nein
sérstök áhrif á hann, nema ef vera
skyldi Sigurður Nordal, sem hann
kyntist þó ekki persónulega fyrr en
árið 1922.
Hagalín var um þessar mundir
mjög glæsilegur unglingur: lítið eitt
minni en meðalmaður á vöxt og eigi
afbragðs vel vaxinn, en kvikur á
fæti og léttur í bragði, höfuðið með
afbrigðum stórt, andlitið frítt, ennið
mikið og gáfulegt undir ljósum lítið
eitt hroknum lokkum.* Augun stór
og falleg, en í þeim bjó löngum tví-
ræður gletnisglampi, enda báru
drættirnir um hinn einkennilega
*) Sjálfslýsing'ar má finna hér og hvar I
sögum Hagalíns, t. d. 1 “Grásleppumððirin”
t Barningsmönnum,.