Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 53
GUÐMUNDUR G. HAGALIN FIMMTUGUR
35
Dýrafirði eftir salti. Stýrði hús-
freyja förinni og var enginn karl-
maður í þeirri ferð. Eigi að síður
tókst förin hið besta, og komu þær
kvensurnar saltinu upp í kró þá, er
það var jafnan í geymt. En á með-
an hafði Gísli bóndi komið úr róðri
og var þá sofa genginn. Laumaði
húsfreyja brennivínsflösku undir
kodda hans,
er hún kom
heim. Er karl
fann flöskuna
er mælt að
hann hafi
sagt: “Þetta
hefir enginn
gert nema
Guðrún mín”.
Gekk hann þá
°ían í fjöru
°g fann, að
saltið var kom
ið í króna.
^urfti hann
Þá ekki að
tefjast frá
róðrinum sök-
Urn saltleys-
is.*
Faðir Haga-
h'ns tók við
kái í Lokin-
hörnrum að föður sínum látnum.
^ar hann þá hálfþrítugur og hafði
verið skipstjóri í sex ár, en Haga-
111 var þá tveggja ára. í Lokinhömr-
um voru þá 23—28 menn í heimili,
Því að jörðin Hrafnabjörg var höfð
undir. Var búið því stórt á vest-
irskan mælikvarða: 300 fjár, sex
t'r\xTtUrland 24‘ apr- 1927- Eftirmœli eftir
I <,p Hjartar. Hagalín lýsir þessu fðlki
1 íendum" i Förunautum.
til átta kýr og fjórir hestar. Tveir
bátar voru gerðir út á vorin, vana-
lega einn á sumrum og þrír á haust-
in. Fjórar hjáleigur lágu í grend-
inni, svo þó að dalurinn væri af-
skektur, var þar ekki um fásinni að
ræða. En dalverpið er ytst í Arnar-
firði norðanverðum, há fjöll til
beggja handa og sæbrattar hlíðar
að ganga til
næstu bæja,
en úti fyrir
úfið hafið,
því þarna er
veðrabæli og
brimasamt
mjög.
Faðir Haga-
líns var sjó-
maður góður
og veiðikló á
sela og refi,
en síður til
búskapar fall-
inn. Aftur á
móti var móð-
ir hans bú-
kona góð, en
bæði voru
hneigð til
bókar og áttu
mikið af bók-
um, íslensk-
um og dönskum. Var keypt á
heimilinu flest alt sem út kom,
og alla þeirra búskapartíð voru
sögur lesnar eða rímur kveðn-
ar á kvöldvökum, Var Guðný hús-
freyja smekkvís á skáldskap og fjöl-
hæf; eftirlætis-skáld hennar voru
þeir Jónas og Grímur; kveðst
Hagalín hafa erft ást hennar til
þessara manna, — samanber Nokkur
orð um sagnaskáldskap. Sérprent-