Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 92
74
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
vítis skæl voru að gera mig vitlaus-
an.
Eg var að missa vitið, hefði ef-
laust brjálast á næstu sekúndum, en
þá kom lausnin. Hún sat þarna á
mosaþúfu rétt hjá mér. Nei, nú hlaut
meira en lítið að vera orðið bogið
við mig, að ég skyldi ekki hafa séð
hana fyrr. Hún sneri baki við mér,
studdi olbogum á hné og hafði hend-
urnar fyrir andlitinu. Hún var í
spræklóttum sumarkjól, hafði per-
manent krullur og spengilegan lík-
ama. Herðarnar kiptust til af ekk-
anum, svo að þrengdi á rauðu belti.
— Var þetta álfamær? Eg gekk til
hennar og staðnæmdist fyrir framan
hana. Hún virtist ekki hafa orðið
mín vör. — Hvað? — Mér kom þessi
stúlka svo kunnuglega fyrir sjónir.
Eg kraup við hlið hennar og lagði
handlegginn yfir herðar hennar. Þá
leit hún upp.
Erla? — Þetta var Erla, eina
stúlkan í heiminum, sem ég aldrei
gæti tekið fyrir aðra og ég hafði fyr-
ir viku síðan fylgt um borð í skip,
sem fór út í lönd. Eg hafði staðið á
hafnarbakkanum og veifað klútnum
mínum, á meðan skipið skreið út
höfnina, og Erla hafði staðið upp í
lyftingu og veifað á móti. Daginn,
sem ég lagði af stað upp í óbygðirn-
ar hafði ég svo fengið skeyti frá
henni, að hún væri komin til Lido.
Þetta gat ekki verið hún, og þó var
engin önnur kona svona í öllum
heiminum, hafði verið eða myndi
nokkurntíma verða, önnur en hún.
Eg heiti ekki Erla, ég heiti Hulda,
sagði stúlkan og hætti að gráta.
Þekkirðu mig ekki? Við, sem höfum
þekst svo lengi.
Þetta var líka málrómur Erlu. —
Stund og staður, rökréttar ályktanir,
allt var þurkað burtu. Þetta var
Erla, en hvernig hún hafði komið
hingað var skilningi mínum ofvaxið,
svo að ég hugsaði ekki meira um
það. Eg náði í tæplega hreinan vasa-
klút úr blússuvasa mínum og þerði
tárin af grátbólgnu andlitinu. Stúlk-
an hallaði sér upp að mér, og ég
kysti hana á munninn. Þá var
eins og hún rankaði við sér og hún
stjakaði mér gætilega frá sér. Nú hló
hún skærum hlátri, — hlátri Erlu.
Svo kom dálítill sorgarsvipur á hana
og þunglyndisdrættir í kring um
munninn.
Þú heldur enn, að ég sé Erla?
Nei, ég veit að þú ert Erla, — eða
að minsta kosti sama stúlkan og
játaðist mér í herbergi uppi a
lofti í húsi við Tjörnina 18. janúar
síðastliðinn. En ég hélt, að þu
værir suður í Lido. Eg skil þetta
ekki.
Erla er líka suður í Lido, en þu
fanst mig, og það verður þér til
ógæfu. Og þú huggaðir mig, og þa®
verður þér til ennþá meiri ógæfu. En
ég var svo utan við mig og þráði svo
einhvern, sem gæti huggað mig, að
ég gætti mín ekki og varð of eigiu"
gjörn. Eg heiti Hulda.
Hulda. — Gat það verið, að þetta
væri ekki Erla? Eg hafði heyrt get-
ið um tvífara, en ég hefði aldrei trú-
að, að Erla gæti átt sér tvífara, sem
óg þekti ekki frá henni sjálfri, jaí11'
vel eftir að vera búinn að kyssa
hana, en þetta hlaut svo að vera.
Erla gat ekki verið komin til lands-
ins, og svo gat hún heldur ekki vit-
að, hvar ég var. Eg hafði engan látið
vita nákvæmlega, hvert ég ætlaði a
halda, og svo var þetta allt svo dul-