Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 69
GUÐMUNDUR G. HAGALÍN FIMMTUGUR
51
launum fyrir sig og ráðgjafa sinn,
Jósef hinn stjórnvitra. Þarna rassa-
kastast þeir og regera um tíma,
hrella kerlingarnar og gera tvo
karla útlæga vegna þess, að þeir
passa ekki í kramið, beygja ekki
svírann fyrir hátigninni. — Loks
fara sögur af yfirgangi þeirra
og aga að berast út um bæ-
inn og endar með því, að bæjar-
fógetinn tekur í taumana. Hann gef-
ur nú útvarpstæki á hælið, sem tii
þessa hefir ekki haft annað en
einkagrammófón Kanaskelfisins.
Gamli maðurinn er nú ekki alveg
a því, að gefast upp að óreyndu, og
svo lætur hann þá slag standa gegn
útvarpinu með Djöflasálmi Lúters
~~ Vor guð er borg á bjargi traust,
Svertingjabrúðkaupi í Harlem á
grammófóninum, og mergjaðri hug-
Vekju í stíl Meistara Jóns frá eigin
úrjósti. En alt kemur fyrir ekki
konungurinn veltist úr konungdómi,
því að hann hefir mist traust
Þegnanna.
Raunar eru ástæðurnar til falls
hans aðallega tvær, báðar rótfastar
1 ^annlegri náttúru. Þar sem karl
efir hafist til virðingar í kerlinga-
ans elliheimilisins, þá er það að eigi
Úlu leyti vegna þess, að hann hef-
lr gefið í skyn að hann gæti svo sem
Verið nógu askoti kræfur kvenna-
^aður — spyrjið hana Forstöðu-
e nðrúnu um það — þótt hann hafi
1 spilt manndómi sínum hingað
fr ^V1’ að hokra að konum
e ar en f,orgejr Hávarson og
^ftir Ásmundsson.
kv ^ vonhi’igðum vana raunsæa
vill miklu heldur lifa í
Svq Un en * ^rn 1 þessum efnum.
ganga þær þá á það lúalagið,
hver á fætur annari, að freista helj-
armennisins, fyrst Heiða vinnukona,
þá sjálf Forstöðu-Guðrún og loks
eldgömul kerlingarskrukka eins og
hún Jóna gamla, með þeim árangri,
að þann eina manndóm, sem karl-
inn sýnir, er að kasta þeim út á eyr-
unum, því ekki vantar hann kraft-
ana. Þannig komast þá kerlingarn-
ar að þeirri óhæfilegu niðurstöðu,
að karlinn sé ekki annað en bless-
aður guðsgeldingur, þrátt fyrir
heljarmenskuna, lítið betri en ráð-
gjafinn, stjórnvitringurinn, sem
aldrei hefir litið á kvennmann og
allir vita að er vita-náttúrulaust
mannkvikindi, dauður úr öllum
æðum fyrir neðan þind.
Sannleikurinn frá sjónarmiði
Eiríks gamla er sá, að alt kvenn-
fólk skiptist í tvo flokka: angandi
blóm, sem ekki má snerta, og bryðj-
ur, sem ekki er hægt að snerta. í
fyrra flokknum er ein lítil stúlka á
hælinu, sem honum þykir mjög
vænt um, og sem þykir afarvænt
um hann, en sér eftir því, að hann
skuli standa í illdeilum við fólkið
út af útvarpinu og öðru.
Og þegar karlinn veltist nú úr
konungdómi, þá er það eigi aðeins
vegna þess, að kerlingarstóðið lýsir
megnu vantrausti á guðsgeldingn-
um, heldur líka og eigi síður vegna
þess, að hann finnur, að hann hefir
móðgað litlu stúlkuna, blómið sitt,
með aðförum sínum og herneskju
og missir þá allan áhuga á, að standa
í þessu stímabraki lengur.
Bókin endar á því, að karlinn fer
í öngum sínum á fund konu, sem
hann hafði haldið að væri “ein ver-
aldarhóra” og ætlar sér að tukta til
vegna siðferðisins á hælinu. En nú