Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 31
LONGFELLOW OG NORRÆNAR BÓKMENTIR
13
völl bókmenta- og tungumálaþekk-
ingar, sem hann hafði lagt með
Norðurálfudvöl sinni. Eins og bent
hefir verið á, gat heldur eigi hjá
því farið, að maður jafn háróman-
tískur og Longfellow var, gæfi
gaum norrænum áhrifum í þeirri
bókmentastefnu hinnar 19. aldar.
Kom þar því að vonum áður
langt leið, að hann ákvað að ferðast
til Svíþjóðar og Danmerkur til þess
að kynnast Norðurlöndum af eigin
sjón og reynd. Og þegar hann, eins
og fyrr getur, fór til Norðurálfu til
undirbúnings háskólakenslunni í
Harvard, dvaldi hann í Svíþjóð og
Danmörku sumarið 1835. Var kona
hans í för með honum, ásamt tveim
vinkonum þeirra hjóna.
Lagði ferðafólk þetta af stað frá
Englandi, um Kaupmannahöfn, á-
leiðis til Svíþjóðar 16. júní, en svo
gekk ferðalagið seint og erfiðlega,
að til Stokkholms var eigi komið
fyrr en 28. júní. Hugði Longfellow
nú gott til sumardvalarinnar á
Norðurlöndum, en það fór þó með
ýmsum hætti á annan veg, því að
margvísleg vonbrigði biðu hans þar,
°g það fyrst, að góðvinur hans
Nicander skáld, sem hann hafði
eigi tilkynt komu sína, var alveg
nýfarinn úr borginni, en bréf fóru
milli þeirra vinanna, og það bætti
úr skák, að Longfellow kyntist í
Stokkholmi ýmsum fræðimönnum
°g rithöfundum, sem gerðu honum
úvölina þar bæði ánægjulegri og
nytjaríkari, meðal þeirra var Karl
Lignell, prófessor í nýjum málum
við Uppsala-háskóla, sem dvaldi í
höfuðborginni í sumarfríi sínu, og
kendi hann Longfellow sænsku, en
íramburð í finnsku lærði hann hjá
Gustaf Mellin skáldsagnahöfundi,
sem einnig er talið að dregið hafi
athygli hans að hinu finnska hetju-
kvæði Kalevala, og síðar mun frek-
ar vikið að. Kappsamlega aflaði
Longfellow sér einnig eftir föngum
bókmentalegrar og málfræðilegrar
fræðslu á sænskum bókasöfnum,
bæði á Konunglega bókasafninu í
Stokkholmi og háskólabókasafn-
inu í Uppsölum, en þar átti hann
nokkurra daga dvöl, og var honum
heimsóknin á það sögufræga
mentasetur um margt bæði skemti-
leg og fræðandi. Hann keypti einn-
ig margt rita bæði fyrir sjálfan sig
og bókasafn Harvard-háskóla.
Eftir tveggja mánaða dvöl í
Stokkholmi lagði Longfellow og
föruneyti hans seint í ágúst af stað
með skipi um Gauta-skipaskurðinn
til Gautaborgar á leið til Kaup-
mannahafnar, og var skáldinu augna
yndi að hinu sænska sveitalandslagi
með hinum mörgu miðaldaminjum,
gömlum kirkjum og kastalarústum,
sem gat að líta á leiðinni, og þá eigi
síður hugþekkt að ferðast yfir fög-
ur stórvötnin á þeim slóðum. í
Gautaborg var vikubið eftir skips-
ferð, svo að liðið var fram í septem-
ber, þegar til Kaupmannahafnar
kom. En þó að dvölin í Svíþjóð hefði
að ýmsu leyti orðið Longfellow
vonbrigði, varð hún honum til
langframa ávaxtarík á margan hátt,
fyrst og fremst vegna þess, að hann
lærði sænska tungu til fullra nota,
kyntist einnig að nokkru sænskum
bókmentum, og tengdist Norður-
löndum fastari böndum. Þegar frá
leið, eins og ritgerðir hans og skáld
rit sýna deginum ljósar, sveipaðist
Svíþjóð einnig í minningu hans