Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 34
16
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
urlanda, fortíðina hjúpaða ævin-
týralegum rökkurbjarma, og at-
burðaríka og magni þrungna frá-
sögn, sem gagntók hugann og hit-
aði um hjartarætur. Hitt skifti þó
enn meira máli í þessu sambandi,
að Tegnér hafði djúpstæð og varan-
leg áhrif bæði á þróun skáldgáfu
Longfellows og skáldskap hans.
Óhætt mun mega fullyrða, að
hann hafi af samtölum við Nicander
vin sinn í Rómaborg og greinum í
tímaritum fengið nokkur kynni af
Tegnér og ljóðagerð hans, sem
vakið hafi hjá honum löngun til að
kynnast betur skáldinu og verkum
hans. Eitt er víst, að þá er til Stokk-
hólms kom, keypti hann þegar
fimmtu útgáfuna af Friðþjófssögu
og einnig aðra útgáfu af safni
styttri kvæða skáldsins. Aðdáun
Lonfellows á Tegnér, sem hann tel-
ur í dagbók sinni, “fremstan þálif'
andi sænskra skálda”, lýsti sér
einnig í því, að hann hafði eigi
verið nema viku í Stokkhólmi, og
sænsku-þekking hans á byrjunar-
stigi, þá er hann færðist það í fang
að snúa á ensku einu af kvæðum
hans. En Friðþjófssögu las hann
fyrst, þá er hann var kominn til
Hollands úr Norðurlandaferðinni;
varð hann þegar mjög hrifinn nf
henni og spáði henni bókmentalegs
langlífis; reyndist hann þar sann-
spár, eins og raun ber vitni. Eftn1
að hafa lesið hinar ensku þýðingar,
sem fyrir voru af henni, og sann-
færst um það með mikilli gremju,
hve þeim var ábótavant um margt,
ákvað hann að gera bragarbót og
túlka kvæðið á eigin hátt. Birt1
hann síðan í tímaritinu The Nort i
American Review í júlí 1837 laus-