Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 82
64
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
nafnið Bartholdy, og bætti Men-
delssohns fjölskyldan því við ættar-
nafn sitt, svo úr því varð Mendels-
sohn-Bartholdy, þótt því nafni gangi
illa að tolla við tónskáldið enn þann
dag í dag.
Abraham setti á stofn banka og
verðbréfa verslun í Hamborg með
eldri bróður sínum og skömmu síð-
ar í Berlín; hélt hún áfram rneðal
niðja þeirra í Þýskalandi fram á
ofsóknardaga Hitlers fyrir fáum ár-
um.
Á þessu tímabili stóðu Napoleons-
stríðin yfir; og þótt stríð og styrj-
aldir skapi eyðileggingu á fé og
fjörvi þúsundanna, þá geta þau þó
einnig auðgað aðra, og svo var um
þá bræður. Abraham var afar séð-
ur fésýslumaður, en hann var líka
mjög vel mentaður, og unni bók-
mentum og fögrum listum. Kona
hans var einnig fluggáfuð, hljóm-
listarkona með afbrigðum, talaði
mörg tungumál og las fornrit
Grikkja, Rómverja og Hebrea á
frummálunum.
III.
Inn í þetta andrúmsloft lista og
alsnægta fæddist Felix, í Hamborg
3. febrúar 1809. Var hann skírður í
lútherskum sið fullu nafni Jakob
Ludwig Felix Mendelssohn-Bart-
holdy. Fjórum árum áður höfðu
þau eignast dóttur, sem Fanny hét,
og síðar bættust tvö fleiri í hópinn,
Rebecka og Paul.
Strax í barnæsku bar mjög á
sönghneigð barnanna, og kendi
móðir þeirra þeim í fyrstu. En brátt
kom að því, að henni vanst ekki
tími til þess, og voru þá bestu kenn-
arar, sem völ var á, fengnir til að
kenna þeim allar greinar tónlistar-
innar. En við þetta var ekki látið
sitja með mentun þeirra, því klukk-
an fimm á hverjum morgni var
heimaskóli settur í almennum fræð-
um fyrir börnin; voru helstu náms-
greinarnar útlend tungumál, stærð-
fræði, biblíulestur og dráttlist, og
voru til þess valdir ágætustu kenn-
arar.
Af þessu mætti draga þá ályktun,
að foreldrarnir hefðu verið hörð og
miskunarlaus við börnin, en svo
var þó ekki. Þess var gætt, að of-
þyngja þeim ekki við námið; en
þau voru með þessu vanin á reglu-
semi og starfslöngun. Og af því
leiddi líka, að Felix var orðinn
fleygur og fullvængja, áður en all-
ur fjöldinn er byrjaður að kasta
hamnum, sem sjá má af því, að á
tíu til tólf ára aldrinum var hann
búinn að frumsemja nokkur tón-
verk, og lék snildarlega á fleiri en
eitt hljóðfæri.
Þegar hér er komið sögu er
Mendelssohns fjölskyldan fyrir
nokkru flutt til Berlínar; því bæði
álitu þau hjónin, að þar væru fleh-1
vegir opnir til mentunar og frama
fyrir börnin, og svo hafði verið
þrengt að þeim á ýmsan hátt í sam-
bandi við setulið Frakka í Hamborg-
Heimili þeirra þótti bera vott um
menningu, velmegun og heilbrigt
líf. Stóð það jafnan opið fyrir tón-
skáldum, söngfólki, leikurum, mál-
urum, myndhöggvurum, skáldum
og fræðimönnum, sem ýmist voru a
ferð eða áttu þar heima. Flest af Þv*
söngfólki og leikurum eru nú aðeins
nöfnin tóm; en meðal þeirra, sem
enn lifa í verkum sínum, má nefna
Weber, Spohr, Paganini, Liszt og