Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 82

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 82
64 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA nafnið Bartholdy, og bætti Men- delssohns fjölskyldan því við ættar- nafn sitt, svo úr því varð Mendels- sohn-Bartholdy, þótt því nafni gangi illa að tolla við tónskáldið enn þann dag í dag. Abraham setti á stofn banka og verðbréfa verslun í Hamborg með eldri bróður sínum og skömmu síð- ar í Berlín; hélt hún áfram rneðal niðja þeirra í Þýskalandi fram á ofsóknardaga Hitlers fyrir fáum ár- um. Á þessu tímabili stóðu Napoleons- stríðin yfir; og þótt stríð og styrj- aldir skapi eyðileggingu á fé og fjörvi þúsundanna, þá geta þau þó einnig auðgað aðra, og svo var um þá bræður. Abraham var afar séð- ur fésýslumaður, en hann var líka mjög vel mentaður, og unni bók- mentum og fögrum listum. Kona hans var einnig fluggáfuð, hljóm- listarkona með afbrigðum, talaði mörg tungumál og las fornrit Grikkja, Rómverja og Hebrea á frummálunum. III. Inn í þetta andrúmsloft lista og alsnægta fæddist Felix, í Hamborg 3. febrúar 1809. Var hann skírður í lútherskum sið fullu nafni Jakob Ludwig Felix Mendelssohn-Bart- holdy. Fjórum árum áður höfðu þau eignast dóttur, sem Fanny hét, og síðar bættust tvö fleiri í hópinn, Rebecka og Paul. Strax í barnæsku bar mjög á sönghneigð barnanna, og kendi móðir þeirra þeim í fyrstu. En brátt kom að því, að henni vanst ekki tími til þess, og voru þá bestu kenn- arar, sem völ var á, fengnir til að kenna þeim allar greinar tónlistar- innar. En við þetta var ekki látið sitja með mentun þeirra, því klukk- an fimm á hverjum morgni var heimaskóli settur í almennum fræð- um fyrir börnin; voru helstu náms- greinarnar útlend tungumál, stærð- fræði, biblíulestur og dráttlist, og voru til þess valdir ágætustu kenn- arar. Af þessu mætti draga þá ályktun, að foreldrarnir hefðu verið hörð og miskunarlaus við börnin, en svo var þó ekki. Þess var gætt, að of- þyngja þeim ekki við námið; en þau voru með þessu vanin á reglu- semi og starfslöngun. Og af því leiddi líka, að Felix var orðinn fleygur og fullvængja, áður en all- ur fjöldinn er byrjaður að kasta hamnum, sem sjá má af því, að á tíu til tólf ára aldrinum var hann búinn að frumsemja nokkur tón- verk, og lék snildarlega á fleiri en eitt hljóðfæri. Þegar hér er komið sögu er Mendelssohns fjölskyldan fyrir nokkru flutt til Berlínar; því bæði álitu þau hjónin, að þar væru fleh-1 vegir opnir til mentunar og frama fyrir börnin, og svo hafði verið þrengt að þeim á ýmsan hátt í sam- bandi við setulið Frakka í Hamborg- Heimili þeirra þótti bera vott um menningu, velmegun og heilbrigt líf. Stóð það jafnan opið fyrir tón- skáldum, söngfólki, leikurum, mál- urum, myndhöggvurum, skáldum og fræðimönnum, sem ýmist voru a ferð eða áttu þar heima. Flest af Þv* söngfólki og leikurum eru nú aðeins nöfnin tóm; en meðal þeirra, sem enn lifa í verkum sínum, má nefna Weber, Spohr, Paganini, Liszt og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.