Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 37
LONGFELLOW OG NORRÆNAR BÓKMENTIR
19
raunar er alkunnugt, að Long-
fellow orti þennan vinsæla og dáða
kvæðaflokk sinn undir hreimmikl-
um bragarhætti hins fræga finnska
þjóðkvæðabálks Kalevala, en kvæð-
inu mun hann fyrst hafa kynst,
eins og áður getur, þá er hann naut
tilsagnar hjá Mellin rithöfundi í
Stokkhólmi í framburði finnskrar
tungu.
Longfellow gat lesið dönsku sér
til fulls gagns og var handgenginn
dönskum bókmentum, eins og rit
hans sýna; einkum hafði hann, og
fór það að vonum um jafn róman-
tískt skáld, mætur á Oehlensch-
lager, öndvegisskáldi Dana meðal
samtíðarmanna hans, þó að fund-
um þeirra bæri eigi saman í Kaup-
mannahöfn, og harmaði Long-
fellow það síðar. Eftir að hann var
orðinn háskólakennari í Harvard,
stóð hann í bréfasambandi við
Bölling bókavörð, fyrrverandi
dönskukennara sinn í Kaupmanna-
höfn, og leitaði oftsinnis fræðslu
hjá honum um hvað væri að ger-
ast í dönskum bókmentum, jafn-
framt því og hann hélt áfram að
hynna sér þær eftir ýmsum öðrum
heimildum, bókum og tímaritum;
einkum virðist hann hafa lagt rækt
við dönsk þjóðkvæði, og var það
1 fullu samræmi við rómantíska
hókastefnu hans og hugðar-
e^ni í bókmentum. — Árið
1873 þýddi hann gamalt danskt
Þjóðkvæði, “Den Dödes Igjen-
homst” — Afturgangan, — fyrir
kvaeðabálk sinn Tales of A Wayside
ínn.
Hins vegar þýddi Longfellow
ekkert eftir Oehlenschlager, en
utti fyrirlestur um hann í Har-
vard í apríl 1844, vitnar eigi ósjald-
an til hans í ritum sínum og virð-
ist hafa verið kunnugur leikritum
hans bæði á frummálinu og í þýð-
ingum, því að margt var af verkum
hans í bókasafni Longfellows. Má
því ætla, að Oehlenschlager hafi
einhver áhrif haft í þá átt að móta
afstöðu Longfellows til Norðurlanda
og kynt undir áhugaeld hans í þeim
efnum, þó að hendur verði eigi auð-
veldlega á því festar. Annars var
ævintýraskáldið H. C. Andersen
eftirlætisskáld Longfellows meðal
danskra skálda; var sú aðdáun
gagnkvæm, þó eigi væri um bein
persónuleg kynni að ræða þeirra í
milli, en þeir skiftust á bréfum og
bókum.
Kynni Longfellows af dönskum
bókmentum leiddi einnig til þess,
að hann kyntist að nokkuru norska
skáldinu Henrik Wergeland og las
sýriilega, að því er bréf hans bera
með sér, hið stórbrotna skáldrit
hans, Skabelsen, Mennesket, og
Messias — Sköpunin, maðurinn og
Messías, — með sérstökum áhuga;
norskum bókmentum virðist hann
að öðru leyti hafa verið lítt kunnur,
nema þá helst í þýðingum.
En merkasti ávöxturinn af kynn-
um Longfellows af dönskum bók-
mentum voru þýðingar hans úr
dönsku, því að þær eru prýðilega
gerðar. Als sneri hann fimm dönsk-
um kvæðum á ensku og broti úr
því sjötta.
Fyrsta þýðing hans úr dönsku,
sem jafnframt er alment talin best
og vafalítið er einnig víðkunnust,
var þýðing hans á þjóðsöng Dana
“Kong Christian” — “Við siglu
Kristján sjóli stóð”; — hana gerði