Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 101
DEMANTS AFMÆLIS-HÁTÍÐIN AÐ LUNDAR
83
Utan veggja, við bjálkahúsið,
var raðað ýmsum búnaðar verkfær-
um frá ýmsum tímabilum. Má þar
sérstaklega nefna nýtísku vega og
heyvinnu verkfæri. Mörgum ungl-
ingum og enda fullorðnum var for-
vitni á, að skoða þessa hluti. Jón
Sigurjónsson hafði safnað þeim og
komið þeim fyrir.
Engin átti úr meiri vanda að ráða
en móttökunefndin. Það var henn-
ar hlutverk að velja heiðursgesti
hátíðarinnar. Ekki var gjörlegt að
bjóða öllum, sem einhverntíma
höfðu numið land í bygðunum. Varð
svo að mestu bundið sig við þá sem
komu fyrir 1890. Nokkrar undan-
tekningar samt gerðar með fáeina
einstaklinga, er síðar komu, en hafa
um langt skeið átt hér heima og
aldrei héðan vikið. Líka var sam-
þykt, samkvæmt tillögu Ágústar
Eyjólfssonar, sem Kári Byron studdi,
uð bjóða þeim mey og sveinbörnum,
sem fyrst höfðu fæðst í bygðunum,
sem heiðursgestum. Voru sérstök
uierki fyírir heiðursgestina tilbúin
Uieð áletruðum nöfnum þeirra. Als
^aun heiðursgesta listinn hafa haft
Um sextíu nöfn, en af þeim sóttu um
fjörutíu hátíðina, en margir voru
fjarvistum eða ekki ferðafærir.
Sjálf var hátíðin sett með því, að
lúðrasveitin lék þjóðsönginn Cana-
diska. Tóku heiðursgestirnir þar
naest sæti á sérstökum palli, sem
vur flöggum skreyttur. Þetta fór
fram með þeim hætti, að heiðurs-
Sestirnir gengu í gegnum fánaboga,
en ungmeyjar í íslenskum þjóðbún-
*ngum héldu á canadiskum og ís-
lenskum flöggum þannig, að fán-
arnir mynduðu heiðurs sveig. Sá
Mrs- H. E. Johnson um þetta atriði.
Þegar heiðursgestirnir höfðu geng-
ið til sætis, kallaði forsetinn á odd-
vita sveitarinnar, Kára Byron, sem
bauð gestina velkomna með stuttu
ávarpi.
Þar næst voru kveðjur fluttar:
Hon. J. C. Dryden, mentamálaráðh.,
flutti kveðjur frá stjórn þessa fylkis
í einkar vinsamlegu erindi. Grettir
L. Jóhannson konsúll flutti kveðju
frá þjóðinni og stjórninni á íslandi
í skörulegu ávarpi. Séra Valdimar
J. Eylands, forseti Þjóðræknisfélags-
ins, ávarpaði samkomuna í nafni
síns félagsskapar, á þann hátt sem
honum er lagið, í einkar málfögru og
vingjamlegu erindi.
Þá fluttu þeir Páll Reykdal og
Skúli Sigfússon ræður sínar um
landnám Álftavatns og Grunna-
vatns-bygða. Röktu þeir, að nokkru,
sögu bygðanna í fróðlegum ræðum.
Söngflokkarnir skemtu með söng,
karlakórinn með 16 röddum
undir stjórn Vigfúsar J. Guttorms-
sonar og ungmeyjaflokkurinn með
16 röddum undir stjórn Mrs. H. E.
Johnson. — Geta má þess að eitt af
lögunum var Sólskríkjulag Jóns
Laxdals sungið við hinn enska
texta; þýðingin eftir skáldkonuna
í Seattle, Mrs. Jakobínu Johnson.
Þegar fyrsta lið skemtiskrárinnar
lauk var matarhlé, sem stóð liðlega
klukkustund. Á meðan skemtu 12
ungmeyjar með því að stíga þjóð-
dansa, sem Mrs. H. E. Johnson hafði
æft. Voru þær allar klæddar í ís-
lenskan þjóðbúning. Sá galli var
samt hér á, að enginn pallur hafði
verið bygður, svo færri gafst tæki-
færi að sjá dansinn, en vildu, vegna
þrengslanna.
Eitt var þarna til skemtunar, sem