Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 41
LONGFELLOW OG NORRÆNAR BÓKMENTIR
23
væri um að ræða rúst af vindmyllu,
sem Benedict Arnold, nýlendu-
stjóri í Rhode Island, hafði látið
byggja laust eftir miðja 17. öld.*
Næst er þess að geta, að árið 1831
var grafin úr jörð í grend við Fall
River, Massachusetts, beinagrind
með brjóstvörn úr látúni, örvalmal
með látúnsörvum og látúnsbelti;
því miður var beinagrind þessi
brend áður en sérfróðum mönnum
gæfist tækifæri til að skoða hana,
en þó mun óhætt að fullyrða, að
beinagrindin hafi verið af réttum
og sléttum Indíána. Hinsvegar urðu
ýmsir til að trúa því, að hún hefði
verið af fornum víkingi, enda kom
rit Rafns um Vínlandsferðirnar út
nokkrum árum síðar, en það vakti
Hnjög mikla athygli vestan hafs, og
þá ekki síst í Nýja-Englandi, sem
þar var talið að hafa komið mjög
við sögu.
Skal nú horfið aftur að Long-
fellow og sambandi kvæðis hans
“The Skeleton in Armor” við New-
Port-turninn og beinagrindina her-
væddu frá Fall River, sem kvæðið
dregur nafn af. En hann segir svo
frá tildrögum kvæðisins í formála
að því, að dag einn árið 1838, er
hann var á reið á sævarströndinni
í Newport, þá hafi sér komið í hug
að tengja saman frásögnina af
beinagrindarfundinum og turninn,
som nú sé talinn vera af norrænum
uPpruna, og vitnar hann jafnframt
Ýmsir hallast þó enn þá að hinni eldri
skoðun um norrænan uppruna turnsins, og
Það mál nýlega aftur komið á dagskrá,
greinina “The Tower at Newport”, eftir
infield T Scott, í The American-Scandi-
navian Riview, september, 1946, Mynd af
urninum er í grein Gisla Jónssonar, „Enn
*n Vínlandsferðir”, Timarit pjóðrœknisfé-
‘aOsins, 1924.
til Rafns um það efni. Þannig hafði
skáldinu lagst upp í hendurnar efni
um kvæði það um Vínlandsfund
norrænna manna, sem honum hafði
lengi verið í mun að yrkja.
Við frekari athugun hætti Long-
fellow þó við að yrkja hetjukvæði
um þetta viðfangsefni sitt, en lét
sér að lokum nægja að yrkja um
það í óbrotnum þjóðkvæðastíl.
Kennir þar áhrifa úr ýmsum áttum,
meðal annars frá Friðþjófssögu,
eins og áður var nefnt, en meira
er þó ættarmót með söguhetjunni
og norrænum víkingum, eins og
þeim er lýst í konungasögunum, en
Friðþjófi Tegnérs. í bréfi til föður
síns telur Longfellow, að sér hafi
tekist að gefa kvæðinu norrænan
blæ; hvort sem menn verða honum
algerlega sammála um það eða ekki,
þá er kvæðið óneitanlega hið hressi-
legasta og í ósviknum þjóðkvæða-
stíl; en það segir sögu hins norræna
víkings og elskhuga og hinnar blá-
eygðu ástmeyjar hans, sem hann
hafði flúið með undan reiði höfð-
ingjans föður hennar vestur um
haf; hefði hann bygt handa henni
hinn mikla turn, sem enn horfi þar
við hafi, og sé hún grafin undir
honum. Kvæðið var prentað sem
upphafskvæðið í safni skáldsins
Ballads and Other Poems, og sómir
sér þar hið besta.
Vinsældir þess færðu Longfellow
að nýju heim sanninn um það, að
í sögu Norðurlanda og norrænum
bókmentum væri að finna nýstár-
leg og skemtileg efni í róman-
tískan skáldskap, og nokkrum
árum síðar endurlas hann af
kappi ýms rit um goðafræði Norð-
urlanda með það fyrir augum, að