Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 93
FYRSTU LEIÐIR
75
arfult með birtingu þessarar stúlku.
Nei, skynjun mín hlaut að vera
meira en lítið bágborin.
Jæja, svo að þú ert ekki Erla; en
hvernig stendur á ferðum þínum
hér?
Eg var að bíða eftir þér. Vissi þú
myndir koma og hugga mig, mér leið
svo illa. Þetta var ljótt af mér, en ég
gat ekki gert að því.
Svei mér, ef ég er ekki farinn að
halda, að þú sért einhver álfamær.
Nei, ég er eins mensk og þú. I æð-
um okkar rennur samflokka blóð.
Eg vissi það, að hún var mensk.
Fann það, þegar ég kysti hana.
Þú sagðir, að ég þekti þig. Hve-
nær höfum við kynst?
Manstu eftir sögunni, sem hún
amma þín sagði þér, þegar þú varst
lítill drengur? Sögunni af henni
Huldu, sem flúði yfir heiðina með
börnin sín í skarfönn og vetrar-
hörku. Hún gekk á undan, braut
skarann og bar yngsta barnið. Öll
voru þau illa búin til fótanna og
Verst hún sjálf. Skórnir hennar
voru fyrir löngu gatslitnir og orðnir
að vörpum uppi á ristum. Sokkarnir
voru líka farnir í sundur. Skarinn
hruflaði frostbólgna fæturna, og
eMri börnin gengu í blóðferli móður
sinnar. Þetta var ég, og þá kynt-
umst við í fyrsta sinni.
En þetta stenst ekki. Sú Hulda er
iöngu dáin.
Jú. — Hún lifir enn.
Hún var þó að minsta kosti göm-
ui kona, þegar amma mín sagði mér
sÖguna, fyrir rúmum tuttugu árum,
°n þú ert ung stúlka.
Já, í vitund ömmu þinnar var ég
gomul kona, af því að amma þín var
sjálf gömul. Amma þín myndi hafa
gert það sama fyrir þig og ég gerði
fyrir börnin mín, þessvegna gast þú
nú huggað mig.
Eg skil þig ekki, ég hlýt að vera
orðinn brjálaður.
Nei, þú hefir aldrei verið með
fyllra viti en einmitt núna. En nú
v erð ég að fara.
Hvaða vitleysa, ég verð þó að fá
að skilja eitthvað í þér.
Það getur þú ekki, á meðan við er-
um saman. Kystu mig að skilnaði,
þú hefir ekkert verra af því, fyrst
þú hefir áður kyst mig.
Hún rétti fram rakar kossþyrstar
varir, og ég kysti hana aftur og aft-
ur. Þetta var mensk kona, svo fram-
arlega sem ég hafði nokkurntíma
þekt menska konu. Eg hefði ekki
getað bent á mismun á henni og Erlu,
þótt ég hefði átt að vinna mér það
til eilífrar sælu..
Veistu, að það var mér að þakka,
hvað þú varst sæll, áður en þú heyrð-
ir grát minn? Þá stundina höfðu all-
ir skuggar tilveru þinnar fallið í
minn hluta.
Mér finst ég vera sælli nú en þá.
Bráðum sérðu hve dýru verði þú
hefir keypt þessa stund, og það
hryggir mig. — Eg gat ekki gert að
þessu. Eg er bara kona, þótt þú
kannske aldrei trúir því seinna.
Stúlkan losaði sig úr faðmi mín-
um og hoppaði létt sem hind yfir
mosaþembur og hraungrýti í áttina
til jöklanna. Nú grét hún ekki leng-
ur, heldur söng manljóð.
Eg sat eftir á mosþúfunni. Mátt-
vana renndi ég augum til jarðar og
hlustaði fanginn á tónana. Svo stökk
ég á fætur. Hún skyldi ekki sleppa
svona.
Eg heyrði sönginn ennþá, en sá