Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 84
66
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
prúða barni, sem orti í tónum eins
og berserkur og lék á hljóðfæri
eins og engill, að upp frá þessu
varð Mendelssohn uppáhalds tón-
skáld Goethes, enda skrifaði
Mendelssohn kynstur af lögum af
ýmsri gerð við kvæði hans, þótt
fjöldi þeirra sé nú fallinn í
gleymsku. Síðasta árið sem Goethe
lifði, er þess getið, að Mendelssohn
heimsækti hann aftur.
Eftir Parísarferð þeirra feðga,
sem áður er nefnd, sökti Felix sér
fyrst fyrir alvöru niður í tónkveð-
skap. Frá því ári er Strengleikur
fyrir átta hljóðfæri — Octet, — sem
strax vann hylli og oft er leikinn
enn. Ári síðar orti hann hinn sí-
unga Inngang að Jónsvökudraum
Shakespeares, sem aldrei hefir lagst
í dá. í honum er hið alþekta brúð-
göngulag, sem eins oft er leikið við
giftingar nú á dögum og nokkuð
annað lag. Lýsir þetta tónkvæði,
eftir rúmlega 17 ára ungling, full-
þroskuðu tónskáldi, en jafnframt
og ekki síst hinu lífsglaða og fín-
gjörva ljúflings eðli hans. Löngu
seinna bætti hann við og stækkaði
þetta verk sitt að mun. Enn ári síð-
ar, þegar Mendelssohn var 18 ára,
var sunginn í Berlín fyrsti söng-
leikur hans. Hálf-mishepnaðist leik-
urinn, og stafaði það að nokkru af
því, að leiktextinn, sem dreginn var
úr Don Quixote, þótti lélegur, og að
Mendelssohn mun enn ekki hafa
verið búinn að öðlast dramatíska
innsýn; en aðalástæðan var þó óefað
undirróður gegn höfundinum við
söngleikhúsið. Greri þar víst aldrei
um heilt eftir það, og mun það að
einhverju leyti hafa orðið orsök til
þess, að hann flutti búferlum frá
Berlín til Dusseldorf og svo skömmu
síðar til Leipzig, þar sem hann
gerðist söngstjóri hinnar frægu
Gewandhaus hljómsveitar og síðar
stofnandi tónlistarskólans, sem um
langa tíð var miðdepill allrar tón-
listarstarfsemi í norðurhluta Ev-
rópu. Seinna var hann samt, að
konungsboði, gjörður nokkurskon-
ar hirð-tónskáld í Berlín, og þó það
yrði orsök til þriggja stærri tón-
kvæða, þá var það honum þó stöð-
ugt óánægjuefni; enda losaði hann
sig þaðan eins fljótt og hann gat.
Milli þess, að hann sinti störfum
sínum við hljómsveitina, var Men-
delssohn á sífeldu ferðalagi um
Norðurálfuna. Auk helstu borga
föðurlandsins ferðaðist hann um
Sviss, ítalíu og Frakkland og kynt-
ist þá að nýju ýmsum helstu tón-
listarmönnum þeirra tíma. Hin
fræga sænska söngkona Jenny Lind
var mikil vinkona hans. Richard
Wagner var þá að koma fram á
sjónarsviðið. Var hann víst hið eina
tónskáld, sem Mendelssohn annað
hvort gat ekki skilið, eða vildi ekki
skilja. Á einum Gewandhaus hljóm-
leik lét hann spila Innganginn að
Tannhauser, öðrum tónfræðingum
til viðvörunar. Sennilega hefir hann
verið að ná sér niðri á Wagner fyr*
ir árás þá, er hann hafði gert a
Gyðinga áður. En eins og kunnugt
er reis upp hópur ágætra tónskálda
meðal Gyðinga skömmu eftir að þeir
höfðu öðlast persónuleg réttindh
má meðal þeirra nefna Halévy a
Frakklandi, Meyerbeer og Mendels-
sohn á Þýskalandi og svo síðar
Rubenstein, Mahler og marga, marga
fleiri.
Árið 1829 fór hann fyrst til Eng-