Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Blaðsíða 78
60
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
mæli. Sennilegt þykir mér, að hann
muni halda upp á það með því, að
gefa þjóðinni í afmælisgjöf tvær
eða þrjár bækur, sem hann hefir
haft í smíðum síðustu tvö árin.
Þá mætti segja mér, að hann færi
á tveggja til þriggja daga fyllirí með
fornvinum sínum, og drykki þá alla
undir borðið. Vildi ég gjarnan vera
í þeim hópi, þótt til lítils mundi
mér koma, að þreyta drykkju með
þeim heljarmennum.
Loks veit ég, að að honum muni
drífa margar góðar óskir og fleiri
en ég get gert mér í hugarlund, svo
vinmargur sem hann er á Vest-
fjörðum og mikils metinn sem einn
af höfuðskáldum þjóðarinnar. Ekki
kæmi mér þó á óvart, þótt einstaka
hjáróma raddir blönduðust í hátíða-
kórinn frá vinum hans, kommúnist-
unum. En tæplega mun afmælis-
barnið, ef ég þekki hann rétt, kippa
sér upp við slíka smámuni.
Fögur minningargjöf
Þegar Dr. Richard Beck, þáver-
andi forseti Þjóðræknisfélagsins,
var heima á íslandi sumarið 1944
sem erindreki félags vors á Full-
veldis hátíðinni, var honum til-
kynt, að Ungmennafélag íslands
hefði ákveðið, að senda Þjóðræknis-
félaginu skartgrip nokkurn í minn-
ingu um komu hans. Síðastliðið
sumar afhenti herra Jón Helgason,
blaðamaður, þenna grip forseta
Þjóðræknisfélagsins, séra Valdimar
J. Eylands, fyrir hönd U.M.F.Í. Er
það kertastjaki forkunnarfagur,
sem sjá má á myndinni; hefir lista-
maðurinn Rikarður Jónsson skorið
hann úr tré. Á skildinum að framan,
milli kjólfalda Miss Kanada og
Fjallkonunnar, er skorin þessi visa:
Milli stranda bindur bönd
bræðra andans kraftur,
Hylli landans vina vönd
vitjar handan aftur.
—E. Ben.
Á bakhliðinni á kertastjakanum
að ofan: Þjóðræknisfélag íslendinga
i Vesturheimi. Að neðan: Til minn-
ingar um íslandsferð prófessor
Richards Beck, 1944, frá U.M.F.Í-